Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2013, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 02.05.2013, Qupperneq 20
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR 1. MAÍ | 20 Ólíkar kröfur fólksins á 1. maí Sólin skein á göngumenn í kröfu- göngum í gær. Fjölmenni gekk fylktu liði niður Laugaveginn í göngu verkalýðsfélaganna að úti- fundi sem haldinn var á Ingólfs- torgi. Ekki voru mikið færri í Grænu göngunni sem fylgdi í kjölfarið, en göngumenn í henni beygðu inn Pósthússtrætið og inn á Austurvöll þar sem haldinn var útifundur. Sú tvískipting er kannski ástæðan fyrir því að þótt gang- an virtist vera óvenju fjölmenn í ár var ekki hið sama að segja um fundinn á Ingólfstorgi. Saman- lagður fjöldi fundanna tveggja bendir þó til þess að fjöldi Íslend- inga sé enn reiðubúinn að mæta á útifundi kröfum sínum til stuðn- ings. Yfirskrift dagsins, af hálfu fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, var „Kaupmáttur, atvinna, vel- ferð“. Ræðumenn á fundinum voru Ólafía Björk Rafnsdóttir, for maður VR, og Snorri Magnús- son, formaður Landssambands lögreglumanna. Snorri varaði við því að kom- andi kjaraviðræður gætu orðið erfiðar, en samningar verða laus- ir fyrir áramót. „Komandi kjaraviðræður þurfa ekki að verða erfiðar en það er því miður allt útlit fyrir það á þess- ari stundu að þær gætu orðið það og þegar hafa heyrst af því fréttir að einstaka stéttir búi sig jafnvel undir verkfallsátök.“ Græna gangan var haldin í fyrsta skipti, en með henni átti að hvetja nýkjörið Alþingi til góðra verka í umhverfismálum og minna um leið á að þingið hefði ekki umboð til að framfylgja virkjanastefnu á kostnað náttúr- unnar. kolbeinn@frettabladid.is Vopnin brýnd fyrir kjara- samningana Fjölmenni var í göngu verkalýðsfélaganna 1. maí. Þetta er 90. árið sem staðið er fyrir göngu á 1. maí. Græn ganga náttúruverndarsinna var síst fámennari. FJÖLBREYTTAR KRÖFUR Fjöl- breytileg kröfu- spjöld voru á lofti í fjölmennri kröfu- göngu verkalýðs- félaganna í gær. Veðrið lék enda við göngumenn, þótt snjókorn féllu úr lofti þegar leið á útifundina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Feðgarnir Grétar Halldórsson og Arnaldur Grétarsson voru á útifundi verkalýðsfélaganna á Ingólfstorgi með dóttur Arnaldar, Urði. Grétar segir að þetta sé hefð í fjölskyldunni sem hafi gert þetta í mörg ár og Arnaldur segir þau vera þar til að sýna samstöðu með kjarabaráttu verkalýðsins. „Það er ævarandi verkefni að standa vörð um innviði samfélagsins, heilbrigðiskerfið og menntakerfið, svo eitthvað sé nefnt.“ Grétar tekur undir það og segir daginn skipta mjög miklu máli. Hann telur ekki að hann sé að missa gildi sitt. „Ég held ekki og alls ekki miðað við fólksfjöldann hér í dag og prýðilega göngu. Ég held að það blundi alltaf með fólki að það þarf að sýna samstöðu. Til dæmis er ASÍ eitt fjölmennasta verkalýðssamband í heiminum, það er að segja með 80 prósenta þátttöku í verkalýðs- félögum á Íslandi.“ ➜ Þetta er ævarandi verkefni Guðmann Elísson fylgdist með fundi Grænu göngunnar á Austurvelli og minnti á Gálgahraun með kröfuskilti. Hann er mjög ósáttur við fyrirhugaðar vegaframkvæmdir þar og segir það skelfilegt fyrir sig, og aðra, verði vegurinn lagður eins og skipulag gerir ráð fyrir. „Ég byrjaði á því þegar ég var mjög ungur að elta kindurnar hans afa míns þarna í hrauninu. Núna síðasta árið hef ég labbað með hund þarna í hrauninu. Það er mikilvægt að hafa svona stað þar sem maður getur aftengst, því er svo mikilvægt að hafa svona svæði stutt frá bænum til þess.“ Hann segist ekki mæta í kröfugönguna á hverju ári, en hafa gert það undanfarin ár og var alls ekki ósáttur við að göngurnar hefðu verið tvær þetta árið. Hann hefði ábyggilega gengið með verkalýðsfélögunum í ár hefði Græna gangan ekki verið. „Það tengist lífskjörunum að það sé ekki vaðið yfir náttúru Íslands. Ganga mín hérna núna er til að standa með náttúr- unni og leggja áherslu á það að hún njóti vafans. Mér finnst það hið besta mál að tengja þessar göngur saman. Og svo er þessi staða komin upp, mér líst ekki á að þessir flokkar hafi fengið flest atkvæði og mér finnst ótrúlegt að fólk hafi kosið þessa stóriðjuhvetjandi pólitíkusa yfir sig.“ ➜ Náttúran verður að njóta vafans Ingþór Eyþórsson og Arna Björg Jóhannsdóttir gengu í kröfugöngu verkalýðsfélaganna ásamt dóttur sinni Lovísu Björgu. Þau fara í gönguna á hverju ári og finnst 1. maí skipta verulega miklu máli. „Eins og ég sagði við tíu ára stelpu í gærkvöldi [fyrrakvöld], þá gerði þetta gagn fyrir 60-70 árum. Í dag komum við til að sýna samstöðu, af því að kerfið virkar ekki. Við reynum samt okkar besta og sýnum það með því að mæta hér,“ segir Ingþór. Arna Björg segir daginn skipta gríðarlega miklu máli fyrir alla landsmenn og mikilvægt sé að taka unga fólkið með. „Við erum að sýna gott fordæmi fyrir komandi kynslóð og tökum Lovísu með. Við verðum að sinna ungviðinu.“ Þau segja daginn vera dag samstöðunnar. „Við erum að minnast þess sem við gátum gert í gamla daga, en getum ekki gert lengur.“ ➜ Samstaða af því að kerfið virkar ekki Ragnheiður Eiríksdóttir, Elvar Geir Sævarsson og Siv Karlsdóttir voru á leið frá Austurvelli á Ingólfstorg, þar sem þau vildu fylgjast með því sem fram fór á báðum fundum. Ragnheiður var ósátt við að fundirnir væru tveir á sama tíma. „Við ætlum eiginlega að reyna að taka stöðuna á báðum fundunum. Mér finnst mjög leiðinlegt að það skuli vera svona klofningur, þar sem það er ekki alveg nógu mikið af mjög róttækum Ís- lendingum. Það er erfitt að það skuli ekki bara vera hægt að hafa þetta á einu sviði, en við þurfum eiginlega að taka stöðuna á báðum.“ Elvar segir það hryggja sig að eitt af slagorðum dagsins skuli vera aukinn kaupmáttur. Atvinna sé ekki mannréttindi heldur lúxus. „Mér finnst skilin á milli verkalýðshreyfingarinnar og SA vera að mást út.“ Siv var hins vegar hæstánægð með að komast í kröfugöngu, en hún býr í Keflavík þar sem ekki er hefð fyrir slíku. „Ég kem því í bæinn og geng, sem er stórkostlegt.“ ➜ Leiðinlegt að hafa tvo fundi Fréttablaðið rakst á stöllurnar Tiffany og Elizu sem eru á ferð hér á landi. Þær segja að 1. maí skipti greinilega meira máli á Íslandi en í heimalandi þeirra, Frakklandi. „Við þekkjum vel um hvað þessi dagur snýst því hann er einnig haldinn hátíðlegur heima í Frakklandi. Þar fá allir frí, en það eru þó ekki tónleikar og jafn mikil dagskrá þar og hér. Heima er þetta í raun bara frídagur og skiptir ekki eins miklu máli og hann gerir greinilega hér,“ segir Eliza. Tiffany segir þær styðja kröfu verkafólks. „Já, við gerum það. Við erum á ferðalagi og vildum nota tækifærið til að fylgjast með dagskránni og styðja um leið kröfu verkafólks.“ ➜ Mikilvægari hér en í Frakklandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.