Fréttablaðið - 02.05.2013, Side 26

Fréttablaðið - 02.05.2013, Side 26
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Auglýsing Um tillögu að breyttu deiliskipulagi Austurbyggðar á Selfossi Samkvæmt 1.mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. auglýsir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar tillögu að breyttu deiliskipulagi Austurbyggðar á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast að austan af nýjum vegi er gengur suður frá Langholti, nýjum vegi til suðurs, Suðurhólum, nýju hverfi Gráhellu til vesturs og grænu svæði sunnan Baugstjarnar til norðurs. Íbúðum er fjölgað um 14 íbúðir. Íbúðum í raðhúsum er fjölgað um 24 á móti kemur fækkun einbýlishúsa um 10 heildar fjölgun íbúða er því 14 íbúðir. Teikningar ásamt greinagerð , vegna tillögunnar mun liggja frammi á skrifstofu skipulags og- byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi frá og með 2. maí 2013 til og með 10. júní 2013. Öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila athugasemdum rennur út 10. júní 2013 og skal þeim skilað skriflega til skipulags og byggingarfulltrúa á skrifstofu hans að Austurvegi 67 , 800 Selfossi. Á sama tíma er teikning og greinagerð til kynningar á heimasíðu Árborgar http://www.arborg.is þar sem hægt er að skoða tillöguna og senda athugasemdir til skipulags og- byggingarfulltrúa í netfangið skipulag@arborg.is. Selfossi, 29. apríl 2013 Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi Að beiðni innanríkis- ráðherra hefur Þjóðskrá Íslands þróað nýja raf- ræna auðkenningarleið inn á einstaklings miðaða vefi stofnana, sveitar- félaga, félagasamtaka og fyrirtækja. Óhætt er að segja að um sé að ræða tímamót í rafrænni stjórnsýslu en auðkenn- ingarleiðina hefur Þjóð- skrá nefnt Íslykil. Íslykill samanstendur af kenni- tölu og lykilorði, en ef þörf er á auknu öryggi er hægt að styrkja Íslykil- inn með talnarunu sem send er sem SMS í farsíma. Jafnframt hefur Þjóðskrá Íslands opnað nýtt heildstætt auðkenningarkerfi þar sem val er um Íslykil, styrktan Íslykil og rafræn skilríki á snjallkorti. Með auðkenningarkerfi Ísland. is er lagður grunnurinn að því að Íslendingar geti sótt allar opinberar upplýsingar í gegnum netið, jafnvel um sín viðkvæm- ustu einkamál, notið hvers slags opinberrar þjónustu og kosið. Starfshópur innanríkisráðherra Forsaga þessa máls er sú að 26. júní á síðasta ári skipaði Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra stýrihóp um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hópurinn skilaði tveimur megintillögum í októ- ber sl., annars vegar frumvarpi sem orðið er að lögum og heim- ilar rafrænar íbúakosningar og hins vegar ofangreindum auðkenningarleiðum. Stýrihópurinn lagði til að rekstur og þjónusta rafrænna auðkenninga yrði miðlæg á vefsvæð- inu Ísland.is og þann- ig skapaður rammi um rafrænar auðkenningar, nokkurs konar vegabréf á vefslóðum. Til að gera langa sögu stutta gerði innanríkisráðherra til- lögur stýrihópsins að sínum, afhenti Þjóðskrá verkefnið og lagði sitt af mörkum til að Þjóð- skrá fengi það fjármagn sem til þurfti. Fullt forræði hins opinbera Það er mikilvægt að opinberir aðilar hafi fullt forræði yfir þeim auðkenningarleiðum sem notaðar eru á opinberum vefjum eða í samskiptum við opinbera aðila og í raun ætti að skilgreina auðkenninguna sem ómissandi upplýsinga innviði. Hingað til hefur fyrst og fremst verið boðið upp á tvær leiðir inn á rafræna opinbera þjónustu. Annars vegar veflykil ríkisskattstjóra og hins vegar rafræn skilríki. Þessar leiðir mæta ekki þörfum fyrir almenna opinbera stjórnsýslu á Íslandi. RSK-lykillinn er eingöngu í boði fyrir 16 ára og eldri en þörf er á auðkenningu fyrir yngri ald- urshópa og hann skortir aðra fjöl- breytni sem Íslykillinn býður upp á. Þau rafrænu skilríki sem notuð eru í dag eru flest í eigu fjármála stofnana og hefur notk- un þeirra ekki náð sér á strik. Ekki er raunhæft að reikna með mikilli aukningu í notkun raf- rænna skilríkja í nánustu fram- tíð eða ekki fyrr en þau verða notendavænni en þau eru í dag. Rafræn skilríki í einhverri mynd eru þó nauðsynleg fyrir stóra fjármálagjörninga, aðgang sér- fræðinga að sjúkraskrám o.s.frv. Stjórnsýsla 21. aldar Þrátt fyrir það að Íslendingar séu fremstir þjóða hvað varðar tölvueign og tölvufærni erum við aftar lega í flestum mæling- um hvað varðar rafræna stjórn- sýslu. Það er ljóst að íbúunum er ekki um að kenna heldur hinu opinbera. Sú ákvörðun innan- ríkisráðherra að fela Þjóðskrá Íslands uppbyggingu opinbers auðkenningar kerfis er mikil- vægt skref í átt til stjórnsýslu 21. aldar innar. Stjórnsýslu þar sem allir íbúar, hvar sem þeir búa á landinu, geta sótt og skilað upp- lýsingum, sótt um þjónustu, fyllt út eyðublöð og kosið á netinu í gegnum öruggar auðkenningar í eigu hins opinbera. Vegabréf á vefslóðum ➜ Sú ákvörðun innanríkis- ráðherra að fela Þjóðskrá Íslands uppbyggingu opin- bers auðkenningakerfi s, er mikilvægt skref í átt til stjórnsýslu 21. aldarinnar. Almannatryggingakerfið er ein af þeim grunn- stoðum sem sameigin- leg t vel ferða rkerfi okkar Íslendinga bygg- ir á. Tryggingastofnun annast viðamikla þætti almannatrygginganna og greiðir árlega um 100 milljarða króna til ein- staklinga af skatttekjum ríkissjóðs, en það sam- svarar um það bil fimmt- ungi af fjárlögum ríkis- ins. Fyrst og fremst er hér um að ræða lífeyris- greiðslur til ellilífeyrisþega og öryrkja, meðlagsgreiðslur og greiðslur til vistmanna á öldrun- arstofnunum. Í hverjum mánuði fá um 55 þúsund einstaklingar greiðslur frá Tryggingastofnun, flestir fá greiðslur mánaðarlega og aðrir sjaldnar. Yfir árið fá um 70 þúsund manns einhverjar greiðslur frá Tryggingastofnun, en það jafngildir ríflega fimmt- ungi allrar þjóðarinnar. Þegar um svo háar fjár hæðir er að ræða er mikilvægt að fara vel með og hafa hugfast að hér er um að ræða skattfé okkar Íslendinga. Tryggingastofn- un annast greiðslur og þjón- ustu í samræmi við löggjöf sem Alþingi setur og hefur að meg- inmarkmiði að greiða réttar bætur til réttra aðila á réttum tíma. Almannatrygginga kerfið er flókið og býður upp á hættur á mistökum og svikum. Það er því mikil vægt að hafa öflugt eftirlit með bótagreiðslum Trygginga- stofnunar, eins og Ríkis- endurskoðun hefur nýlega árétt- að. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Tryggingastofnun hafi á undanförnum árum byggt upp eftirlit með bótagreiðslum, en mikil vægt sé að gera enn betur. Til þess þurfi stofnunin auknar eftirlits heimildir í lögum og aukið rekstrar fé. Vísar Ríkis- endurskoðun m.a. til hinna nor- rænu ríkjanna, sem hafa eflt sitt eftirlit umtalsvert á síðustu árum. Í skýrslunni er einnig tekið dæmi af sænsku trygginga- stofnuninni (Försäkrings kassan) sem fær um 4% af umfangi útgreiðslna til reksturs- i n s , e n r e k s t u r Trygginga stofnunar nemur innan við 1% af umfangi útgreiðslna. Tryggingastofnun hefur verið brautryðj- andi íslenskra stofnana í eftir liti með opinberum greiðslum og stefnir að því að gera enn betur. Mistök og svik Eftirlitið felst einkum í því að koma í veg fyrir mistök og svik. Mistök geta átt sér stað með ýmsum hætti t.d. vegna skráningar- mistaka hjá starfsmönnum eða rangra upplýsinga frá lífeyris- þegum. Bótasvik eru mun alvar- legri og fela í sér ásetning um lögbrot. Slík svik tengjast oft- ast rangri upplýsingagjöf um búsetu, sambúðarform og tekjur. Reynslan hefur sýnt að fólk er þá m.a. að svíkja út heimilis uppbót, mæðra-/feðralaun, meðlag og líf- eyri. Á síðasta ári voru samtals skráð 616 mál hjá eftirlitinu sem fengu áframhaldandi meðferð eftir skoðun. Flest komu í kjölfar eftirlitsvinnu innan stofnunar- innar, en nokkur eftir utanað- komandi ábendingar. Í kjölfar efnahagshrunsins var eins og margir hefðu velt meira fyrir sér siðferðisspurningum og meðal annars að ekki væri rétt að sumir kæmust upp með að svíkja út greiðslur sem fjár- magnaðar eru af sameiginlegu skattfé okkar. Almenningur var því fyrst á eftir duglegur við að senda stofnuninni ábendingar um hugsanleg bótasvik og hefur það borið góðan árangur. Talsvert hefur dregið úr þessum ábend- ingum upp á síðkastið, hvort sem það stafar af áhugaleysi eða fækkun bótasvika. Á heimasíðu Tryggingastofnunar, www.tr.is, er að finna ábendingahnapp þar sem hægt er að koma með ábend- ingar um hugsanleg bótasvik. Talið er að aðeins brot af bóta svikum uppgötvist árlega, en á síðasta ári voru stöðv- aðar greiðslur sem nema um 100 milljónum króna á árs- grundvelli. Miðað við erlendar rannsóknir gætu svikin verið miklu umfangsmeiri eða á bilinu 2–3 milljarðar króna. Það er því mikilvægt að styrkja eftirlitsþátt Tryggingastofnunar og tryggja að skattfé okkar verði vel nýtt og fari aðeins til þeirra sem eiga rétt á því. Samstarf við marga Eftirlitseining Trygginga- stofnunar á samstarf við marga aðila, bæði innanlands og erlend- is. Hér innanlands má nefna lögregluna, Þjóðskrá Íslands, sveitar félög og Ríkisskattstjóra. Erlendis er fyrst og fremst um að ræða systurstofnanir Trygg- ingastofnunar í nágrannalönd- um okkar. Gott samstarf við erlendar stofnanir er mikilvægt því flutningur lífeyrisþega á milli landa færist í vöxt og hafa meðal annars komið upp tilvik þar sem einstaklingar reyna að fá sambærilegar greiðsluteg- undir frá tveimur löndum eða leyna erlendum tekjum. Til eru dæmi um einstaklinga á fullum örorkulífeyris greiðslum, sem virðast á sama tíma vera í fullri atvinnu erlendis eða í atvinnu- rekstri. Þeir skrá lögheimili sitt á Íslandi til að halda örorku- lífeyri og viðhalda búseturétti vegna ellilífeyris og fleiri rétt- inda, en telja ekki fram erlendu tekjurnar á skattframtali. Hér er því um að ræða a.m.k. tvöfalt brot sem felst í að skrá rangt lögheimili og leyna erlendum tekjum. Til að geta haldið uppi rétt- látu og hagkvæmu lífeyriskerfi, öryggisneti sem grípur okkur ef við lendum í áföllum, þurfum við að standa saman um að koma í veg fyrir bótasvik – allir sem einn. Eftirlit með bótagreiðslum BÓTAGREIÐSLUR Runólfur Birgir Leifsson framkvæmda- stjóri Fjármála- og rekstrarsviðs Trygg- ingastofnunar ➜ Talið er að aðeins brot af bótasvikum uppgötvist árlega, en á síðasta ári voru stöðvaðar greiðslur sem nema um 100 milljónum króna á ársgrundvelli. Skuldarar leiti álits óháðs þriðja aðila STJÓRNSÝSLA Þorleifur Gunnarsson Höfundur er for- maður stýrihóps innanríkisráðherra um rafræna stjórn- sýslu og lýðræði. Þ e g a r f j ö l - skyldur lands- ins ganga að samningum við Umboðsmann skuldara eiga þær alls ekki að samþykkja það sem fram kemur hjá honum án á l i t s þr iðj a aðila. Mælist ég til þess að fólk fari á fund með óháðum sérfræðingi, sem fer yfir þeirra stöðu. Þó svo að Umboðsmaður skuldara eigi að vera réttargæslumaður er alltaf betra að fá álit þriðja aðila á mál- inu þótt það kosti smá pening, því þegar upp er staðið borgar sig að fá rétta vissu um sína stöðu með mati óháðs sérfræðings. Mistök geta átt sér stað Þegar Umboðsmaður fær gögn frá bönkum og öðrum kröfu- höfum geta allaf mistök átt sér stað í skráningu eða ósamþykkt- ir reikningar komið fram. Tek ég tvö dæmi sem geta komið upp. Dæmi 1: Aðili sem var með bílasamning við fjármögnunar- fyrirtæki. Sá aðili lenti í vanskilum í lok árs 2008 og var með nokkra gjalddaga í vanskilum. Hann reynir að semja um greiðslur á láninu og fær frest. Á meðan hann er með frest koma menn frá vörslusviptingu og taka bílinn án þess að vera með neina pappíra í höndunum. Bíllinn er tekinn upp í skuldina þegar hér er komið við sögu. Árið 2013 kemur bíla- lánið fram aftur og í svipaðri krónutölu og það var áður fyrr, en lánið var áður fyrr gengis- tryggt. Hérna átti skuldarinn að borga lánið upp, og láta taka bíl- inn af sér. Dæmi 2: Krafa frá verktaka ekki rétt samkvæmt upphaflegu verðtilboði. Krafa frá verktaka þar sem bar á milli kaupanda og selj- anda um verð á jarðvegs- vinnu sumarið 2008. Bar þar á milli upphaflegrar samnings- fjárhæðar og þeirrar fjár hæðar sem innheimt var. Samið er munnlega um verð í upphafi í jarðvegsvinnu að fjárhæð þrjár milljónir. Verkið er unnið og síðan tekur verktakinn mold af landinu án samþykkis landeig- anda. Síðan kemur reikningur frá verktaka upp á sex milljónir í kjölfarið, sem er orðin að tólf milljónum árið 2013 hjá Umboðs- manni skuldara. Að lokum legg ég áherslu á það að þessi sérfræðingur sé óháð- ur fjölskyldunni og ekki tengd- ur henni persónulegum böndum öðrum en á öðrum viðskipta- legum forsendum, háð því að sér- fræðingurinn sé ekki fjárhags- lega háður ykkur. FJÁRMÁL Óskar Sigurðsson viðskiptafræðingur og framkvæmda- stjóri ➜ Þó svo að Umboðs- maður skuldara eigi að vera réttargæslumaður er alltaf betra að fá álit þrija aðila á málinu þótt það kosti smápening, því þegar upp er staðið borgar sig að fá rétta vissu um sína stöðu...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.