Fréttablaðið - 02.05.2013, Page 28

Fréttablaðið - 02.05.2013, Page 28
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Í öllum skóla samfélögum þarf að leggja sérstaka áherslu á og standa vörð um góða líðan nem- enda. Mikilvægt er að skólastjórinn og skóla- samfélagið taki af festu á forvörnum til að koma í veg fyrir einelti og á ein- elti þegar það kemur upp eða ef grunur vaknar um það. Til að það takist verða allir þeir aðilar sem koma að skólastarfinu að standa saman til að móta sem jákvæðastan skólabrag, starfsanda og vinnugleði þannig að nemendum finn- ist þeir velkomnir í skól- ann og finni fyrir öryggi. Starfsmenn skólans þurfa og eiga að stuðla að umburðarlyndi og félags- legri samkennd og bregð- ast á viðeigandi hátt við öllum nemendum, hvort sem þeir eiga í félags-, náms- eða hegðunar- erfiðleikum. Ég tel það meðal mikilvægustu hlut- verka skólastjóra að stuðla að þessu og beita sér fyrir skólamenningu sem hefur þessi einkenni. Skóli fyrir alla er afar mikilvæg undirstaða þess að tryggja öllum nemendum jöfn tækifæri á öllum sviðum í námi og félagslífi. Mikilvægt er að allir fái kennslu við hæfi og áhuga og nemandi sé alltaf í brennidepli. Við þurfum að kveikja neista og áhuga nemenda fyrir námi og það gerist ef nemandi finnur fyrir vel- líðan og öryggi. Fjölbreyttir kennsluhættir Mikilvægt er að bjóða upp á fjöl- breytta kennsluhætti sem höfða bæði til getu og áhuga nemandans með sérstaka áherslu á líðan hans. Rannsóknir sýna að fjölbreyttir kennsluhættir styrkja skólastarf- ið og draga úr erfiðleikum tengd- um námi. En auðvitað verður að bregðast við erfiðleikum sem upp koma hverju sinni. Til að þróa fjölbreytta kennslu er mikilvægt að vinna að jákvæðri hegðun, þar sem ein af grundvallarréttindum nemenda eru að hafa vinnufrið í skólanum þannig að þeir geti náð sem bestum tökum á náminu og að kennslan nýtist þeim sem best í framtíðinni. Skapa þarf svigrúm og tækifæri til að auka teymis- vinnu og auka samstarf starfs- fólks með aukinni faglegri sam- vinnu. Skólinn er fyrir alla og allir eiga þar að fá námstækifæri og námsaðstæður sem hæfa þroska, forþekkingu og áhugasviðum og skólastjóri þarf hafa forystu um að móta starfið í þessum anda. Það eru tveir meginlyklar að uppbyggingu öflugs og farsæls skólastarfs og það eru kennararn- ir og stjórnendurnir. Rannsóknir og reynslan sýna að það kemur enginn metnaðarfullu skólastarfi til leiðar (og engri þróun í skóla- starfi raunar) nema öflugur kenn- arahópur með sterka sameigin- lega sýn. Starfsmannahópur sem tekur mið af grunngildum skól- ans og býr yfir mikilli kennslu- fræðilegri hæfni, sem vinnur vel saman sem heild og lærir saman. Skólastjórinn þarf að helga sig því að vera faglegur leiðtogi og gegnir lykilhlutverki í að móta þá lærdóms menningu sem þarf til að byggja upp öflugt og framsækið skólastarf. Grunnskólar landsins þurfa á þessum umrótatímum að stíga markvisst skref í stefnumótun og fræðslustarfi til að ná vel til for- eldra, standa fyrir jákvæðri rök- ræðu um foreldraþátttöku og til að hafa bein áhrif á viðhorf for- eldra til menntunar og árang- urs í skóla. Þannig mun skólinn geta skapað farveg til að nálgast samstöðu um námskröfur, aga og þann ramma sem skólinn og foreldrar geta borið sameigin- lega ábyrgð á gagnvart námi og félagslegri umgjörð nemenda. Það er sameiginlegt verkefni heimila og skóla að byggja upp heilsteypta einstaklinga sem geta tekist á við lífið og framtíðina. Að byggja upp öfl ugt og framsækið skólastarf Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000 F ÍT O N / S ÍA HEFST 30. MAÍ GRILLAÐU MEÐ JÓA FEL HEFST 30. MAÍ GRILLAÐ MEÐ JÓA FEL Jói Fel er mættur aftur og að þessu sinni ætlar hann að kenna okkur hvernig á að bera sig að við útigrillið í eitt skipti fyrir öll. HEFST 11. MAÍ LATIBÆR Hinir geysivinsælu Latabæjarþættir snúa aftur! Fylgist með ævintýrum Íþróttaálfsins, Sollu stirðu og allra hinna. HEFST 26. MAÍ TOSSARNIR Brottfall er mikið úr skólum. Í Tossunum fylgir Lóa Pind fimm einstaklingum sem hafa hætt í skóla, m.a. Jóni Gnarr borgarstjóra. HEFST 15. MAÍ HIÐ BLÓMLEGA BÚ Meistarakokkurinn Árni Ólafur lifir af landinu uppi í Borgarfirði, kynnir fyrir okkur íslenska matarmenningu og hefðir með heimaræktuðu hráefni. Nýstárlegur og skemmtilegur matreiðsluþáttur. MIÐVIKUDAGSKVÖLD KALLI BERNDSEN Kalli Berndsen bregður á leik með litríkan og smekklegan þátt sem hjálpar þér að líta betur út og skemmtir þér vel í leiðinni. NÝTTU ÞÉR NETFRELSI OG MISSTU EKKI AF NEINU! Með Netfrelsi Stöðvar 2 getur þú séð uppáhalds- þáttinn þinn í tölvunni, snjallsímanum eða spjald- tölvunni hvar og hvenær sem er. Vertu með Stöð 2, 4 aukastöðvar og Netfrelsi fyrir 265 krónur á dag BYRJAÐU SUMARIÐ Í FRÁBÆRUM FÉLAGSSKAP Á STÖÐ 2 ÍSLENSKU ÞÆTTIRNIR BLÓMSTRA Í MAÍ FÖSTUDAGSKVÖLD SPURNINGABOMBAN Frumlegustu spurningarnar, fyndnustu keppendurnir og fáránlegustu svörin! MENNTUN Dagný Annasdóttir talmeinafræðingur, master í stjórnun og forystu mennta- stofnana. AF NETINU Hvanngrænt fólk Mikilli hreinsun er að mestu lokið hjá Vinstri grænum. Framsóknar- mennirnir leiðinlegu eru að mestu horfnir. Eftir situr hvanngrænt fólk í fylgispekt við Katrínu Jakobsdóttur, sem hefur pólitíska teflon-húð og brosir hringinn. Eiginlega eru engir eftir til vandræða nema gamlingjar fjórflokksins, Ögmundur og Stein- grímur, sem ættu að vera löngu hættir. Eða flúnir í Framsókn með Vaðlaheiðargöng, Húsavíkurver og ást á kvótagreifum. Endir hins pólitíska ferils varð einkar snaut- legur hjá Steingrími, þegar menn fóru að ruglast á honum og Möllernum. Þar fyrir utan er flokkurinn orðinn heillegur. www.jonas.is Jónas Kristjánsson Frábær Fanfest CCP Og ef einhver heldur að tölvu- leikir njóti ekki sannmælis sem þau miklu afrek í hönnun sem þeir í raun og veru eru, þá ætti sá hinn sami að kynna sér umfjöllun Museum of Modern Art í New York. EVE Online er á meðal 14 tölvuleikja sem valdir hafa verið á nýja sýningu Nýlistasafnsins og deilir þar plássi með klassískum leikjum á borð við Pac-Man, Tetris og SimCity. Það hefur verið einstaklega gaman að fylgjast með þeirri hug- myndaauðgi og þeim krafti sem einkennir CCP. Nú eru rúmlega 7 ár frá því að fjárfestingafélag mitt, Novator, keypti hlut í CCP. Fyrir- tækið var þá miklu smærra en núna, en krafturinn var hinn sami. Ekkert bendir til annars en að CCP muni halda áfram á sömu braut. www.btb.is Björgólfur Thor Björgólfsson ➜ Mikilvægt er að allir fái kennslu við hæfi og áhuga og nemandi sé alltaf í brennidepli.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.