Fréttablaðið - 02.05.2013, Síða 36
| 4 2. maí 2013 | miðvikudagur
Í fyrstu hafði Páll Harðarson, for-
stjóri Nasdaq OMX Iceland (Kaup-
höll Íslands), efasemdir um að rétt
væri að binda í lög hlutfall kynja
í stjórnum fyrirtækja. Núna telur
hann lögin nauðsynleg til að knýja
á um breytingar til batnaðar.
Lögin, sem taka gildi í septem-
ber komandi, kveða á um að hlut-
fall hvors kyns í stjórnum fyrir-
tækja þar sem starfsmenn eru 50
eða fleiri skuli aldrei vera undir 40
prósentum. Mörg fyrirtæki hafa
þegar brugðist við með breyting-
um í tengslum við aðalfundi sína.
„Í Evrópu var umræða um að
setja þessa kvöð um kynjahlutföll
bara á skráð félög en okkur finnst
nú eiginlega betra að hafa þetta al-
mennt,“ segir Páll.
Langsótt að kvóti sé til trafala
„Ég lít á þessi lög sem tæki til
að breyta hugarfari og held að
þegar það hafi tekist, sem ég held
að muni gerast mjög hratt, verði
engin þörf á þessum lögum leng-
ur. Þá verði þetta bara faglegt og
niður staða faglegrar skipunar
stjórna verði sú að kynjajafnvægi
verði nokkurn veginn.“
Um leið er Páll þeirrar skoðunar
að ávinningur fylgi auknu kynja-
jafnvægi í stjórnum fyrirtækja.
„Ég held það sé tvíþætt. Þótt konur
og karlar geti verið mismunandi
innbyrðis held ég samt að við fáum
fjölbreyttari viðhorf inn í við-
skiptalífið. Það held ég að hafi gildi
í sjálfu sér. Í öðru lagi stuðlar þetta
að því að fyrirtæki leiti út fyrir
þægindahringinn. Og með því er
ég að vonast til að fagleg sjónar-
mið verði ríkjandi í meiri mæli en
áður við skipan stjórna og stuðli að
auknu heilbrigði í viðskipta lífinu,“
segir hann og telur að fyrir þessar
sakir verði heildar áhrifin á við-
skiptalífið mjög góð.
Um leið telur Páll ekki að hend-
ur fyrirtækja séu bundnar um of
með lögunum, jafnvel þótt leitað
sé að stjórnarmanni með ákveðna
hæfileika, þekkingu eða tengsla-
net. „Ég er eiginlega sannfærður
um að svo sé ekki og langsótt að
þetta sé eitthvert vandamál. Þvert
á móti tel ég meiri líkur á að leit-
að sé einmitt á þessum forsendum,
á forsendum þekkingar og hvaða
þekkingarvöntun sé í stjórninni ef
farið er út fyrir þæginda hringinn
eða kunningjahópinn. Umræðan
trúi ég þá að snúist frekar um fag-
legan bakgrunn stjórnarmanna.“
Um leið bendir Páll á að í könn-
un KPMG á stjórnarmönnum komi
fram að algengara sé að konur í
stjórnum séu ekki með nein tengsl
við félögin, en leiðbeiningar um
góða stjórnarhætti geri einmitt
ráð fyrir ákveðnu hlutfalli óháðra
stjórnarmanna.
Meðvitundin var kviknuð
Í Kauphöllinni hafa kynjahlutföll
stjórna þegar breyst mjög mikið.
Árið 2008 voru konur til dæmis
bara tíundi hluti stjórnarmanna
í skráðum fyrirtækjum. Ef talin
er með Tryggingamiðstöðin (TM),
sem skráð verður í Kauphöllina
núna í maíbyrjun, eru skráð félög
núna með nánast jöfn kynjahlut-
föll í stjórnum sínum. Konur eru 24
talsins, eða 46,2 prósent, og karlar
28, eða 53,8 prósent.
„Breytingin frá 2008 er mjög
dramatísk,“ segir Páll en bendir á
að strax á síðasta ári hafi hlutfall
kvenna í stjórnum verið komið upp
í um það bil þriðjung.
„Og nú er þetta farið að mjaka
sér upp að 50 prósentum og komið
nokkuð nærri jafnvægi. Þarna
held ég að lögin hafi haft töluvert
að segja, en áður en þau komu
til var reyndar farið af stað með
verkefni, sem Viðskiptaráð stóð að
meðal annarra, um aukið kynja-
jafnvægi í stjórnum. Meðvitund-
in var því kviknuð áður.“
PÁLL HARÐARSON Á SKRIFSTOFU SINNI Þótt fleira skipti máli í tengslum við góða
stjórnarhætti en kynjahlutfall í stjórnum segir forstjóri Kauphallarinnar að slík áhersla
stuðli að því að við skipan stjórnarmanna verði faglegur bakgrunnur fyrst og fremst látinn
ráða. „Og nóg er til af góðu fólki af báðum kynjum,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Dramatísk breyting á fáum árum
Á fimm árum hefur hlutur kvenna í stjórnum skráðra fyrirtækja farið úr tíundaparti í nærri helming. Í haust
taka gildi ný lög um kynjahlutföll. Áhersla á jafnan hlut stuðlar að faglegri vinnubrögðum við skipan stjórna.
„Ég geri ráð fyrir að öll stærri fyrirtæki verði búin að
koma kynjahlutföllum í stjórn í lag fyrir tilsett tímamörk,“
segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá
KPMG. Fyrirtækið hefur staðið fyrir árvissum könnunum
á meðal stjórnarfólks. „En við höfum ekki tekið saman
nýjar tölur frá því í september í fyrra,“ segir hún. Miðað
hefur verið við september til þess að öllum aðalfundum
hafi örugglega verið lokið og mánaðarfrestur liðinn
sem fyrirtæki hafa til að tilkynna um nýjar stjórnir til
fyrirtækja skrár. Endanleg áhrif lögbundinna kynjahlut-
falla sem taka gildi í september verða því ekki ljós fyrr en
með haustinu.
„Spurningin er kannski helst hvernig minni fyrirtæki
sem eru á mörkunum í starfsmannafjölda og fjölskyldu-
fyrirtæki bregðast við,“ segir Berglind. Eftirlitsskyld
fyrirtæki, lífeyrissjóðir, bankar og skráð fyrirtæki verði
hins vegar örugglega búin að taka á sínum málum,
eins og sjá hafi mátt á tilkynningum frá fjölda þeirra í
kjölfar aðalfunda undanfarið. „Þar hefur maður séð mjög
faglegar ráðningar og reynslumiklar og flottar konur sem
eru að koma inn í stjórnir.“
Af stóru bönkunum þremur á bara Íslandsbanki eftir
að laga kynjahlutfall í sinni stjórn. Þar eru nú fimm karlar
og tvær konur í stjórn, eða 71 á móti 29 prósentum.
„Eigendur og stjórn Íslandsbanka munu að sjálfsögðu
gera ráðstafanir til að Íslandsbanki fullnægi kröfum
laganna áður en þau taka gildi í haust,“ segir í ályktun
aðalfundar bankans. Á aðalfundi Landsbankans var
bankaráðsmönnum fjölgað í sjö og eru þar nú þrír karlar
og fjórar konur í stjórn, 43 á móti 57 prósentum. Arion
banki er síðan með sama fjölda en kynjahlutföllunum
snúið við, fjórir karlar og þrjár konur.
MP banki hélt aðalfund á þriðjudag og var þar
stjórninni breytt þannig að konur eru tvær en karlar þrír,
40 á móti 60 prósentum. Þar var áður ein kona í fimm
manna stjórn.
STÆRRI FYRIRTÆKI VERÐA INNAN TILSETTRA MARKA
Með tilliti til kynjahlutfalls í hverri stjórn íslenskra félaga Kauphallar Ís-
lands eru konur 46 prósent stjórnarmanna og karlar 54 prósent. Er þá TM,
sem skráð verður í Kauphöllina á næstu dögum, talið með.
Ef hins vegar er horft á einstaklingana sem stjórnirnar skipa kemur í
ljós að þrjár konur sitja í tveimur stjórnum hver og einn karl er í tveimur
stjórnum. Hallar með því örlítið meira á konurnar, sem með slíkri hausa-
talningu verða 44 prósent stjórnarmanna á móti 56 prósentum karla.
Svipuð lögmál eiga við þegar horft er til hlutar kvenna í sætum stjórnar-
formanna félaga Kauphallarinnar, en tvö félög eru með konu sem stjórnar-
formann. Félögin eru tíu talsins og hlutur kvenna meðal stjórnarformanna
er því fimmtungur á móti fjórum fimmtu hlutum karlanna.
Hins vegar vill svo til að þetta er sama konan, Elín Jónsdóttir,
sem gegnir þessu hlutverki bæði hjá TM og Regni.
Á móti er Benedikt Jóhannesson stjórnar-
formaður bæði Nýherja og VÍS, þannig
að hausatalning stjórnarformanna
íslensku félaganna leiðir í ljós 12
prósenta raunhlutfall kvenna og 88
prósenta hlutfall karla.
Kvaðir um kynjahlutföll hvíla ekki
á færeysku félögunum í Kauphöllinni,
en í stjórnum þeirra er hlutur kvenna
samtals rétt tæpur fimmtungur.
EKKI SAMA HVERNIG Á HLUTINA ER LITIÐ
Af íslenskum félögum Kauphallar Íslands er aðeins eitt,
Tryggingamiðstöðin (TM), sem ekki uppfyllir nú þegar
ákvæði laga um kynjakvóta sem gildi taka í september.
Félagið verður, samkvæmt áætlun, skráð á markað um
miðja næstu viku. „Það er ekki búið gera breytingar á
stjórninni eins og ætlunin er auðvitað. Þetta er vegna
þess að fyrirsjáanlegt var að Stoðir væru að selja sinn
hlut,“ segir Elín Jónsdóttir, stjórnarformaður TM.
„Við vildum bíða og sjá hluthafalistann í framhaldi af
útboði félagsins og skráningu.“ Elín segir að rætt hafi
verið um það á aðalfundi TM í mars að boðað yrði til
hluthafafundar í júlí eða ágúst. „Mjög líklega verður
þetta í ágúst. Þannig geta nýir hluthafar haft áhrif á stjórnarkjör ef þeir
vilja, gerðar verða breytingar á samþykktum og kynjahlutföllin löguð.“
BOÐA TIL HLUTHAFAFUNDAR FYRIR HAUSTIÐ
ELÍN JÓNSDÓTTIR
ÞRÓUN HLUTFALLS KVENNA Í STJÓRNUM SKRÁÐRA FYRIRTÆKJA Á ALÞJÓÐAVÍSU
N
or
eg
ur
Ís
la
nd
Fi
nn
la
nd
Le
tt
la
nd
Sv
íþ
jó
ð
Fr
ak
kl
an
d
H
ol
la
nd
D
an
m
ör
k
Sl
óv
en
ía
B
re
tla
nd
Þý
sk
al
an
d
Li
th
áe
n
Se
rb
ía
ES
B
-2
7
Té
kk
la
nd
M
ak
ed
ón
ía
M
eð
al
ta
l
Kr
óa
tía
Sl
óv
ak
ía
B
el
gí
a
B
úl
ga
ría
Sp
án
n
Au
st
ur
rík
i
Pó
lla
nd
Rú
m
en
ía
Íta
lía
Lú
xe
m
bo
rg
Ty
rk
la
nd
Írl
an
d
Ei
st
la
nd
G
rik
kl
an
d
Ký
pu
r
U
ng
ve
rja
la
nd
Po
rt
úg
al
M
al
ta
50%
40%
30%
20%
10%
0%
44% 36% 29% 28% 26% 25% 22% 21% 19% 19% 18% 18% 18% 16% 16% 16% 16% 15% 14% 13% 12% 12% 12% 12% 12% 11% 10% 10% 9% 8% 8% 8% 7% 7% 4%
Staðan í árslok 2012 Þróunin í efstu fimm löndunum árið 2012
50%
40%
30%
20%
10%
0%
Noregur Ísland Finnland Lettland Svíþjóð
20
04
20
06
20
08
20
10
20
12
20
04
20
06
20
08
20
10
20
12
‘04 ‘0
6
20
08
20
10
20
12
20
04
20
06
20
08
20
10
20
12
20
04
20
06
20
08
20
10
20
12
HEIMILD: EVRÓPURÁÐIÐ/NASDAQ OMX ICELAND
STJÓRNIR KAUPHALLARFYRIRTÆKJANNA
Össur
60% 40%
Reginn
40% 60% 40% 60%
Marel
57% 43%
Hagar
60% 40%
Eimskip
60% 40%
Alls
54% 46%
VÍS
60% 40%
Nýherji
Icelandair
Vodafone
TM
80% 20%
40% 60%
40% 60%
STJÓRNARHÆTTIR
Óli Kristján Ármannsson | olikr@frettabladid.is
22
%
35
%
43
%
39
% 4
4%
5% 6
% 1
0%
16
%
36
%
16
% 20
%
20
% 2
6% 2
9%
10
%
21
%
16
%
23
% 2
8%
21
% 24
% 27
%
26
%
26
%