Fréttablaðið - 02.05.2013, Qupperneq 37
GALLIANO MÓTMÆLT
Til stendur að John Galliano kenni þriggja daga mast er class-
námskeið við Parsons-listaháskólann í New York. Nú gengur
undirskriftalisti á netinu þar sem þessu er mótmælt í ljósi
þess að Galliano lét niðrandi ummæli falla um gyðinga, en
fyrir þau var hann dæmdur til fjársektar.
Steinunn Edda Steingrímsdóttir keypti pallíettu-blaser í versluninni Corner í Smáralind fyrir skemmstu
og hefur hann verið í mikilli notkun síð-
an. Hann kom fyrst upp í huga hennar
þegar hún var beðin um að sýna flík í
uppáhaldi. Við jakkann er hún í svartri
skyrtu frá Primark og svörtum galla-
buxum úr Top Shop. Hálsmenið er frá
Shop Couture.
„Ég er gefin fyrir að vera sem mest
í svörtu en poppa það upp með einni
flík eða fylgihlut í lit. Þá geng ég mikið
í skyrtum enda auðvelt að klæða þær
bæði upp og niður og flott að bera háls-
men við.“
En hvers vegna skyldi vera farið fram
á svartan klæðnað í vinnunni? „Þetta
er algeng krafa hjá virtum snyrtivöru-
keðjum. Þar er það förðunin sem skiptir
mestu og á sem minnst að skyggja á
hana,“ segir Steinunn Edda, sem byrjar
hvern morgun á því að setja upp fallega
förðun. „Stundum legg ég áherslu á
augun og stundum á varir. Suma daga er
ég í miklu litastuði en aðra vel ég létta
og látlausa förðun.“ Steinunn Edda segir
morgunverkin taka frá tuttugu mínútum
upp í klukkustund. Hún segir förðunina
skipta miklu máli í starfinu enda mikil-
vægt fyrir viðskiptavini að geta séð
hvernig vörurnar koma út í raun.
En fer svona mikil dagleg förðun ekk-
ert illa með húðina? „Nei, enda eru þetta
mjög góðar vörur. Á húðina nota ég
vönduð krem og góðan grunn frá Make
Up Store og passa mig alltaf á að þrífa
hana vel á milli.“ ■ vera@365.is
POPPAR UPP
MEÐ PALLÍETTUM
SVART Í GRUNNINN Steinunn Edda Steingrímsdóttir, förðunarfræðingur og
verslunarstjóri í Make Up Store, er alltaf í svörtu í vinnunni. Í frítímanum finnst
henni því gaman að klæðast litum og er veik fyrir glimmeri og pallíettum.
BYRJAR DAGINN Á
FALLEGRI FÖRÐUN
Steinunn Edda þarf
starfs síns vegna að
setja upp fallega förðun
á hverjum morgni. Það
tekur frá tuttugu mín-
útum upp í klukkustund,
allt eftir því stuði sem
hún er í hverju sinni.
„Suma daga er ég í
miklu litastuði en aðra
vel ég létta og látlausa
förðun.”
MYND/VILHELM
Teg 301048 - létt fylltur í
70-85B, 75-90C á
kr. 5.800,- boxer buxur í
stíl á kr. 1.995,-
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
Laugardaga frá kl. 10-14
NÝKOMINN AFTUR !