Fréttablaðið - 02.05.2013, Page 52

Fréttablaðið - 02.05.2013, Page 52
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 36TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Á þessum degi árið 1957 dó bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy. Hann fór fremstur í flokki í baráttunni gegn „rauðu hættunni“; ofstækis fullum nornaveiðum gegn meintum kommúnistum í Bandaríkjunum á eftirstríðsárunum. McCarthy fæddist í smábæ í Wisconsin árið 1908. Hann barðist í síðari heims- styrjöldinni en ákvað að gerast stjórnmála- maður þegar hann sneri aftur heim. Eftir eina misheppnaða tilraun vann hann sæti í öldungadeild bandaríska þingsins árið 1946. Fyrstu ár hans í embætti voru tíðindalítil og þegar nær dró kosningum árið 1950 sárvantaði hann málefni til að gera út á. Þótt hann þekkti lítið til málsins ákvað hann að beina spjótum sínum að kommúnistum í Bandaríkjunum og vakti mikla athygli þegar hann hélt því fram að í utanríkis ráðuneytinu störfuðu rúmlega 200 kommúnistar. Á næstu fjórum árum náði „rauða hættan“ hysterískum hæðum en fáir átt- uðu sig á að McCarthy afhjúpaði ekki einn einasta kommúnista í nornaveiðum sínum. Árið 1954 var farið að síga á ógæfu- hliðina hjá McCarthy og kornið sem fyllti mælinn var þegar hann sakaði bandaríska herinn um linkind gagnvart kommúnistum. Sama ár var yfirheyrslum hans sjónvarpað og almenningur sá ofstækisfulla hegðun hans með eigin augum. ÞETTA GERÐIST 2. MAÍ 1957 Joseph McCarthy deyr Þegar fólk les þetta er ég á leiðinni úr landi með miklu betri helmingnum,“ segir Valtýr Björn Valtýsson íþrótta- fréttamaður, spurður hvernig hann hyggist fagna fimmtugasta afmælis- deginum, sem er í dag. Hann vill þó ekki gefa upp hvert ferðinni er heit- ið, það fái enginn nema mamma hans að vita. Eru þessi tímamót svo skelfi- leg í hans huga að hann sjái þann kost vænstan að flýja land? „Upplifunin er ekkert skelfileg,“ segir hann. „En ég er svona mátulega hissa. Og ég er ekki að flýja land. Ég kem aftur. Ég kem alltaf aftur.“ Valtýr Björn hefur verið íþrótta- fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni eins lengi og menn muna, en hvernig lenti hann í þessu starfi? „Þetta var lítið ævintýri sem hófst á Bylgjunni á Snorrabrautinni árið 1987. Jón Ólafs- son réði mig þar með handabandi í Range Rovernum úti á plani.“ Og þar hefurðu verið síðan, eða hvað? „Nei, ekki alveg. Það kom smá útúrdúr á síðasta áratug þegar ég fór aðeins á flakk. Vann á blöðum, seldi fasteignir og fleira. En íþróttafréttamennskan er mínar ær og kýr. Það eru forréttindi að fá að starfa við áhugamálið. Auk þess eru hér frábærir vinnufélagar og góður andi. Það er bara ekkert nei- kvætt við þetta starf. Hver vinnudagur er hrein skemmtun.“ Hefurðu sjálfur verið í íþróttum? „Já, já, ég er gamall Framari. Er reyndar fæddur og uppalinn á Eski- firði en flutti í Kópavoginn tólf ára gamall og fór þá að spila fótbolta með Fram.“ Hvers vegna spilaðirðu með Fram ef þú bjóst í Kópavoginum? „Faðir minn heitinn var mikill Framari og gamall Íslandsmeistari og hann skráði mig í Fram og keyrði mig á æfingar þangað svo ég mætti nú örugglega.“ Og náðirðu einhverjum frama í fót- boltanum? „Nei, mínum frama lauk á skurðarborðinu eftir hnémeiðsli sem ollu því að mér var bannað að spila fótbolta framar. Þannig endaði sá draumur.“ Talandi um drauma, eru einhverjir draumar óuppfylltir á þessum tíma- mótum? „Já, já, maður á eftir að upp- lifa ýmislegt. Spila golf á St. Andrews, hitta hina og þessa og ýmislegt í þeim dúr. Það kannski verður aldrei, en það skiptir máli að lifa lífinu lifandi og njóta þess á meðan maður er hérna megin á þessu tilvistarstigi.“ Og þú átt von á því að verða í íþrótta- fréttunum fram til sjötugs? „Ég veit það nú ekki endilega. Það er allt önnur Ella. Maður gæti tekið upp á einhverju allt öðru í framtíðinni. Ég er enn svo ungur í anda þótt ég ætli ekki að full- yrða neitt um útlitið.“ fridrikab@frettabladid.is Ekkert skelfi leg upplifun, er bara hissa Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður er fi mmtugur í dag. Hann ætlar að bregða sér í ferðalag í tilefni tímamótanna en neitar að gefa upp hvert. Aldurinn leggst vel í hann og hann segist vera ungur í anda, hvað sem segja megi um útlitið. UNGUR Í ANDA Valtýr Björn segir skipta höfuðmáli að lifa lífinu lifandi á meðan maður er hérna megin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KÁRI SÖEBECK KRISTJÁNSSON Miklubraut 64, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 27. apríl. Jarðarförin fer fram föstudaginn 3. maí frá Háteigskirkju kl. 15.00. Aðalheiður Ísleifsdóttir Kristín Káradóttir Albert Sigtryggsson Sigríður Káradóttir Guðjón Guðmundsson Tryggvi Kárason Guðrún R. Rafnsdóttir Trausti Kárason Selma Rut Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri ÁRNI ST. HERMANNSSON áður til heimilis að Gullsmára 9 en lengi búsettur í Þorlákshöfn, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 25. apríl sl., verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn laugardaginn 4. maí nk. klukkan 14.00. Ingibjörg Kristjánsdóttir Jóhanna Lára Árnadóttir Ólafur Lárus Baldursson Magnea Ásdís Árnadóttir Ólafur Árnason Sigurlaug Árnadóttir Árni Jón Eyþórsson Hermann Valur Árnason Jón Ingi Árnason Þórunn Árnadóttir Sveinbjörn Guðmundsson og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SKAFTI ÞÓRODDSSON frá Sigtúni, Fáskrúðsfirði, sem lést 24. apríl sl., verður jarðsunginn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 4. maí klukkan 14.00. Högni Skaftason Ingeborg Eide Hansdóttir Arnþór Atli Skaftason Jóna Bára Jakobsdóttir Gunnþóra Arndís Skaftadóttir Sveinbjörn Sveinbjörnsson Erla Skaftadóttir Sveinn Sigurjónsson Magnús Hafsteinn Skaftason Sigríður Garðarsdóttir Kristján Birgir Skaftason Hafrún Traustadóttir og fjölskyldur. Fjölbreytt úrval legsteina Frí áletrun og uppsetning Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88 Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum) Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði www.granithollin.is Sími 555 38 88 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GERÐA JÓNSDÓTTIR Vesturgötu 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi 27. apríl 2013. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einar Ólafsson Jónína Margrét Davíðsdóttir Margrét Sólveig Ólafsdóttir Gústav Kristján Gústavsson Berglind Gerða Libungan Bjarni Berg Elfarsson Lisa Anne Libungan Kjartan Benediktsson Nói Steinn Einarsson Ingunn Eyþórsdóttir Hafsteinn Þór Einarsson Eva Hrund Guðlaugsdóttir Sóley Ósk Einarsdóttir Baldur Freyr Óskarsson Sindri Fannar Ólafsson Daníel Pálmar Ólafsson og barnabarnabörn. Mínum frama lauk á skurðarborðinu eftir hné- meiðsli sem ollu því að mér var bannað að spila fótbolta framar. Þannig endaði sá draumur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.