Fréttablaðið - 02.05.2013, Side 54

Fréttablaðið - 02.05.2013, Side 54
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. pest, 6. í röð, 8. sauðagarnir, 9. mærð, 11. komast, 12. lína, 14. eftir- gjöf, 16. fisk, 17. dvelja, 18. flan, 20. númer, 21. steintegund. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti, 3. tveir eins, 4. vitnis- burður, 5. hamfletta, 7. neðsta lag, 10. af, 13. svelg, 15. kropp, 16. geisla- hjúpur, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. kvef, 6. áb, 8. vil, 9. lof, 11. ná, 12. strik, 14. náðun, 16. ál, 17. una, 18. ras, 20. nr, 21. agat. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. vv, 4. einkunn, 5. flá, 7. botnlag, 10. frá, 13. iðu, 15. nart, 16. ára, 19. sa. Gangi þér vel með þetta, Jói! Nei! Held að það fái að fjúka! Zææælir! Svo að þú ætlar að halda taglinu? Greinilega ekki! En það versta er að mér finnst þetta eiginlega líta ágætlega út! Breyta þér? Ætlar hún aldrei að læra? Sannleikurinn er sá að ég gerði þetta til að pirra Kamillu. Hún vildi breytingar og það fær hún svo sannarlega! Jæja, hvar lagði ég frá mér lyklana? Ég skil ekki hvernig hægt er að týna bíllyklum! Ef ég ætti bílykla myndi ég bræða þá við hendina á mér! Einhver væri alveg bara „Ertu með lyklana?“ og ég væri bara „Audda hvað heldur þú?“ og þeir væru bara „Gaur!“ Ég léti þá aldrei frá mér! Ég myndi aldrei Aldrei! TÝNA ÞEIM! Hmmm... hann lítur út fyrir að vera séntílmaður. Ég leyfi honum að taka fyrsta skrefið. Hún hlýtur að vera ein af þessum nútímakonum. Ég leyfi henni að taka fyrsta skrefið. Sniff! Sniff! Solla! Voruð þið aftur að leika með ilmvatnið mitt? En skrýtin spurning. Afhverju ertu að spá í það? Umboðs- og dreifingaraðili Ørgreen á Íslandi UMBURÐARLYNDI er einn af mínum helstu kostum. Ég er umburðar lyndur maður og ég geri umburðarlyndi hátt undir höfði í skoðunum mínum til lífsins. Umburðarlyndi er birtingarmynd sam- kenndar og samúðar. Það erum við umburðarlynda fólkið sem höldum þjóðfélaginu saman. Ef ekki væri til umburðar lynt fólk eins og ég þá væri hér hver höndin upp á móti annarri. Ég er stoltur af sjálfum mér því ég er ekki þrjóskur og þröngsýnn eins og flestir. Ég er umburðarlyndur. EN ég þoli ekki Framsóknar flokkinn, Eurovision, Crocs-skó, Bíladaga á Akureyri, Hamborgarafabrikk- una, grenjandi krakka, verðtryggingu, gula bíla, athyglis sýki, sértrúarsöfn- uði, Bylgjuna, öryggisleitar- hlið á flugvöllum, vega- sjoppur úti á landi, hunda, rapp, raunveruleika- sjónvarp, U2, FM, B5, Korputorg, fólk á kommenta kerfum, lottó, póker og hvers konar innleiðingu á erlendum hefðum eins og hrekkja- vöku og Valentínusardegi í þágu markaðs- og gróða- hyggju. Ofangreint get ég ekki umborið. Að öðru leyti er ég umburðarlyndur. NEMA náttúrulega ef við erum að tala um jólatónleika, smálánafyrirtæki, illa máli farna íþróttafréttamenn, sjálfselsku, íslensku krónuna, maraþonhlaup, auglýs- ingar um MBA-nám, sveitaböll, kántrí- tónlist, símasölumenn, dagskrána á RÚV, ljósabekki, Þjóðkirkjuna, Fálkaorðuna, stafsetningarvillur, SÁÁ, LÍÚ og önnur frek hagsmunasamtök, arkitektúr frá 10. áratugnum og að heyra íslenska tungu við lendingarhlið flugvalla eftir nokk- urra daga ferð í útlöndum. Ofangreint get ég ekki umborið. En fyrir utan það er ég umburðarlyndur. EN að sjálfsögðu hata ég sægreifa, banka- plebba, erlenda hrægamma, stjórnmála- menn, öfgafemínista, kaffiþambandi listamenn, líkamsræktarfrömuði, bóta- þega, lögfræðinga, presta, heilara, hag- fræðinga og atvinnumenn í fótbolta sem kunna ekki að skora. Að sjálfsögðu hata ég fólk sem talar of hægt og fólk sem talar of hratt. Að sjálfsögðu hata ég fólk sem talar um eitthvað sem mér finnst vera kjaft- æði. Að sjálfsögðu hata ég 90% þjóðar- innar. Að sjálfsögðu hata ég alla sem eru ekki umburðarlyndir og með nákvæm- lega sömu skoðun og ég. Slíkt get ég ekki umborið. Í samfélaginu er margt sem þarf að laga. En sem betur fer er til umburðarlynt fólk eins og ég. Sem betur fer er ég umburðar- lyndur! Umburðarlyndi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.