Fréttablaðið - 02.05.2013, Side 78

Fréttablaðið - 02.05.2013, Side 78
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 62 Hjálmar og hinn þekkti norski tónlistarmaður Erlend Øye úr hljómsveitunum Kings of Con- venience og The Whitest Boy Alive eru að vinna saman að nýrri plötu. Upptökum er í þann mund að ljúka hér á landi. „Hann sá okkur spila í Noregi. Hann fór að spjalla við okkur og við vorum svo í sam- bandi yfir netið,“ segir Helgi Svavar Helgason, trommari Hjálma, spurður út í tilurð samstarfs- ins. „Hann bókaði okkur á festival í Hollandi sem hann er að sjá um. Við spiluðum á undan honum og svo með honum. Í framhaldinu spurði hann mig hvort ég væri til í að spila með honum en svo þróaðist það út í að hann kom hingað og við erum að taka upp nýju plötuna hans.“ Öll lög og textar eru eftir Øye en Hjálmar spila undir á plötunni. Aðspurður segir Helgi Svavar það algjöra snilld að starfa með Norðmanninum. „Þetta er „spontant“ og skemmtilegur gaur,“ segir hann, en Helgi, Siggi í Hjálmum og Øye spiluðu óvænt saman á Slippbarnum í síðustu viku. „Hann gistir á þessu hóteli og langaði að spila þar.“ Øye spilaði einnig með Hjálmum á Faktorý á laugardag þar sem nýja efnið var prufukeyrt. - fb Hjálmar taka upp plötu með Erlend Øye Upptökum er að ljúka á nýrri plötu sem Hjálmar og Norðmaðurinn Erlend Øye hafa unnið saman. Í HLJÓÐVERINU Hjálmar og Erlend Øye í Hljóðrita í Hafnarfirði. Óvíst er hvenær platan kemur út. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ➜ Hjálmar munu hugsanlega fara í tón- leikaferð erlendis með Øye til að fylgja plötunni eftir. Auglýsing sem Reynir Lyngdal leik- stýrði fyrir þýska auglýsingastofu hefur vakið mikla athygli á vefsíðu fagtímaritsins Shots, sem er eitt það þekktasta innan auglýsinga- bransans. „Þetta gerist eiginlega ekki betra í þessum geira, þegar fag aðilarnir fara að hampa manni,“ segir Reynir. Auglýsingin var gerð til að koma hugmyndasmiðum þýsku stofunn- ar á framfæri, en hún hefur mikið unnið fyrir Volkswagen í Þýska- landi. Haft var samband við Reyni og ákveðið var að auglýsa úlpu frá 66°Norður. Í aðal hlutverkum eru Halldór Gylfason og Gunnar Hans- son og fóru tökur fram á einum degi uppi á Hellisheiði og í Skíða- skálanum í Hveradölum. Reynir hefur áður komið efni inn á vefsíðu Shots. Það var fyrir Thule- auglýsingarnar sem nutu mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum. Leikstjórinn hefur haft í nógu að snúast undanfarið. Á þriðjudags- kvöld var frumsýnt í Bíó Paradís nýtt alþjóðlegt tónlistar myndband sem hann tók upp fyrir Retro Stefson við lagið Qween. Það fer í almennar sýningar í dag. - fb Auglýsing Reynis á vefsíðu Shots Auglýsing sem Reynir Lyngdal gerði fyrir þýska auglýsingastofu vekur athygli. REYNIR LYNGDAL Vekur athygli fyrir auglýsingu sem hann gerði fyrir þýska auglýsingastofu. ➜ Reynir er í samstarfi við Pegasus að vinna að nýrri þáttaröð af Hamrinum og að kvikmyndaútgáfu af bók Gerð- ar Kristnýjar, Garðurinn. „Ég er húrrandi glaður,“ segir vef- hönnuðurinn Haraldur Þorleifsson. Hann vann ein Webby-verðlaun og tvenn People´s Choice-verðlaun, sem eru hluti af Webby-verðlaun- unum, fyrir hönnun kynningarsíðu fyrir Google Maps. Webby-verðlaunin eru þau virt- ustu innan vefheimsins og því um mikinn heiður að ræða fyrir Har- ald. „Ég held að þetta séu stærstu verðlaunin sem er hægt að vinna í þessum bransa. Öll svona verðlaun hjálpa til við að auka athygli á því sem maður er að gera.“ Haraldur, sem er sjálfstætt starf- andi, hefur á nokkrum árum skap- að sér sess á meðal fremstu vef- hönnuða í heiminum. Á ferli sínum hefur hann unnið fyrir Microsoft, Motorola og nú síðast Google. Hann vann Webby-verðlaunin, sem eru aðalverðlaunin og valin af dómnefnd, í flokknum „Corporate Communications“. Hann hlaut People´s Choice-verðlaunin, þar sem almenningur gat kosið hann, í flokkunum „Corporate Communications“ og „Best Naviga- tion/Structure“. - fb Haraldur vann Webby-verðlaun Fékk virt vefverðlaun fyrir Google Maps-síðu sína. SIGURVEGARI Haraldur Þorleifsson hlaut Webby-verðlaunin fyrir google maps. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Það má nýta höfuðborgarsvæðið betur, það þarf ekki allt að gerast í póstnúmeri 101,“ segir Berglind Hasler, fréttakona og meðlimur í hljómsveitinni Prins Póló, sem stendur fyrir flóamarkaði sem fram fer í atvinnuhúsnæði við Nýbýlaveg í Kópavogi um helgina. Eiginmaður hennar, tónlistar- maðurinn Svavar Pétur Eysteins- son, hefur verið henni innan handar sem sérlegur flóamarkaðs- ráðgjafi. Berglind og Svavar þekkja eig- anda húsnæðisins og það var hann sem gaukaði flóamarkaðs- hugmyndinni að þeim. Í næsta húsi við þau fer fram markaður fyrir netverslanir og að sögn Berglindar hefur sá gengið glimrandi vel. „Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir notuðum hlutum þannig að okkur þótti þetta alveg rakið og ákváð- um að kýla á þetta. Við byrjum í temmilegu plássi fremst í húsinu en ef vel gengur er stórt port á bak við húsið sem væri kjörið undir úti- markaði í sumar. Þar fyrir aftan er svo enn stærra pláss þannig í raun er hægt að hafa þetta endalaust,“ segir Berglind og hlær. Gangi allt að óskum verður flóamarkaðurinn starfræktur um hverja helgi í allt sumar. Aðspurð segir Berglind fjölda fólks þegar hafa pantað sölubás fyrir kom- andi helgi og verður hún sjálf í hópi þeirra. „Við erum að tæma geymsluna um þessar mundir, hún er komin inn á stofugólf til okkar. Alls konar fólk hefur haft samband og pantað bás þannig að ég held að úrvalið um helgina verði bæði fjöl- breytt og spennandi,“ segir hún að lokum. sara@frettabladid.is Skipuleggur fl óa- markað í Kópavogi Berglind Hasler segir ekki allt þurfa að gerast innan póstnúmers 101. Hún skipuleggur fl óamarkað sem fer fram í húsnæði við Nýbýlaveg um helgina. SKIPULEGGUR FLÓAMARKAÐ Berglind Hasler, fréttakona og meðlimur í hljóm sveitinni Prins Póló, skipuleggur markað sem fram fer í Kópa- vogi um helgina. Með henni á myndinni eru eiginmaður hennar, Svavar Pétur Eysteins- son, og Hrólfur sonur þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Markaðurinn á að vera fjölbreyttur og skemmtilegur, svo ef fólk lumar ekki á gersemum í geymslunni má líka selja hæfileika, veitingar eða annað sem fólki kemur til hugar. Dagurinn kostar 5.500 krónur, helgin kostar 9.500 krónur og hægt er að panta bás með því að senda póst á netfangið berglind@skakkapopp.is. Allt má selja „Þegar kötturinn kemur með flærnar inn. Þá er kominn tími á flóaól.“ Ásta Gísladóttir, ritstjóri Spássíunnar og höfundur leikverksins Spilaborg. VORBOÐINN D YN A M O R EY K JA V ÍK Fimm gamlingjar komast að því að það er miklu betri aðbúnaður í fangelsum en á elliheimilum og grípa til sinna ráða. En leiðin á bak við rimlana reynist þyrnum stráð ... SPENNANDI KÓSÍKRIMMI! 2. SÆTI EYMUNDSSON KILJUR 17.-23. APRÍL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.