Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2013, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 15.05.2013, Qupperneq 2
15. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 TÆKNI Tölvuleikjaframleiðand- inn CCP sendi frá sér nýjan skot- leik, Dust 514, í gær. Leikurinn er gerður fyrir PlayStation 3 leikja- vélar og gerist í sama sýndar- heimi og fjölspilunarleikurinn Eve Online. Dust 514 verður fáanlegur án endurgjalds í gegnum PSN-dreifi- kerfi Sony, og er þar með fyrsti leikur sinnar tegundar til að styðjast við nýtt viðskiptamódel, svokallaða „free to play“ útgáfu. Leikurinn sjálfur er þá fáanlegur án greiðslu en tekna verður aflað með sölu á vopnum, farartækjum og ýmsum öðrum varningi í leikn- um sjálfum. Framleiðendur leikja fyrir borðtölvur og fartölvur hafa sumir hverjir náð góðum árangri með „free to play“ útgáfu og eru slíkir titlar meðal þeirra stærstu í tölvuleikjaiðnaðinum í dag. Dust 514 er fjölspilunarskot- leikur þar sem spilarar berj- ast um landsvæði, auðlindir og áhrif og nota til þess herkænsku, áræðni og samskipti við aðra spil- ara. - hó Tölvuleikjaframleiðandinn CCP sendi frá sér nýjan ókeypis skotleik í gær: Skotleikurinn Dust 514 kominn á markað SAMI SÝNDARHEIMUR Leikurinn gerist á plánetum í sama sýndarheimi og Eve Online, fjölspilunarleikur CCP. FÖGNUÐUR Sýrlenskir hermenn fögnuðu þegar þeir höfðu náð þorpinu Haydariyah á sitt vald. Þorpið er sjö kílómetrum fyrir utan borgina Qusayr, sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu. NORDICPHOTOS/AFP SÝRLAND Myndir af sýrlenskum uppreisnarmönnum sem teknar hafa verið á farsíma og birst víða um heim hafa vakið mikinn óhug. Á myndunum má meðal annars sjá uppreisnarmennina leggja sér hjarta óvinar til munns, skera höfuð af fanga, og afskræma kynfæri á líki. Með aðstoð nútímatækni og internetaðgengi hefur fjöldi stríðsglæpa komið fyrir augu almennings og um leið dreift hatri og grimmd. Voðaverkin nást ekki lengur aðeins á mynd með leynd heldur eiga gerendur það til að taka þau upp sjálfir með stolti til að auglýsa grimmd sína. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch fordæma myndirnar og segja þær hryllilegar og ómannúðlegar. -hó Hryllilegar myndir sem sýna stríðsglæpi dreift á internetinu: Sjást skera hjartað úr óvininum HAFNARFJÖRÐUR Til stendur að breyta gamla bókasafninu í Hafnarfirði, sem stendur við Mjósund 10, í íbúðarhúsnæði. Húsið hýsti áður samtökin Regn- bogabörn og félagsmiðstöð fyrir unglinga 16 ára og eldri. Eignarhaldsfélagið Mjósund 10 ehf. hefur sótt um heimild til skipulags- og byggingaráðs um breytinga á aðalskipulagi en samkvæmt núgildandi skipulagi er aðeins gert ráð fyrir að stofn- anir séu í húsinu. Samkvæmt fundargerð ráðsins er tekið vel í hugmyndina og lagt til að bæjar- stjórn vinni að málinu. Húsið er inni í miðju íbúðahverfi. Mjósund 10 er sögufrægt hús. Það var vígt sem bókhlaða þann 31. maí árið 1956 en arkitekt þess var Sigurður J. Ólafsson bæjar- verkfræðingur. Bókasafn Hafn- arfjarðar hafði aðsetur í hús- inu en flutti í nýtt húsnæði við Strandgötu árið 2002. Vífilfell keypti húsið sama ár og afhenti það samtökunum Regnbogabörnum til afnota. Kaup- verðið var þá 26 milljónir króna. Regnborgabörn höfðu aðsetur á efri hæð hússins en félagsmiðstöð fyrir unglinga 16 ára og eldri var rekin í hús- inu þar til um síð - ustu ára- mót. Að sögn Stefáns Karls Stefánsson- ar, formanns Regnbogabarna, rann þjónustusamningur sam- takanna við Hafnarfjarðarbæ út. Þar með hafi grundvöllur- inn fyrir samtökin að halda úti tæplega 600 fermetra húsi brostið og því hafi þau flutt í nýtt húsnæði við Stapa- hraun. Húsið hafi auk þess verið komið verulega til ára sinna og viðhaldið verið kostnaðar- samt fyrir samtökin. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins stendur til að koma gamla bókasafninu í upprunalegt horf og ekki stendur til að selja það áfram. kristjan@frettabladid.is SPURNING DAGSINS ..fást í næstu verslun!Ora grillsósur.. Grillum saman í sumar Breyta gamla bóka- safninu í íbúðarhús Vífilfell hefur selt bókasafnið í Hafnarfirði sem Regnbogabörn notuðu undir starf- semi sína. Til stendur að breyta húsinu í íbúðarhúsnæði en til þess þarf að breyta aðalskipulagi. Húsið var komið til ára sinna en því verður komið í upprunalegt horf. GAMLA BÓKASAFNIÐ Til stendur að koma gamla bókasafninu í upprunalegt horf. Eignarhaldsfélagið Mjósund 10 keypti húsið en að baki því standa Kristín Reynis- dóttir og sonur hennar Ástþór Reynir Guðmundsson, fasteignasali hjá Remax. MYND/BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR STEFÁN KARL STEFÁNSSON Bókasafn Hafnar- fj arðar var með aðsetur í húsinu í 44 ár en fl utti í nýtt húsnæði árið 2002. 44 ár Ármann, eru þessi áform að sigla í strand? Við leggjum ekki árar í bát og mætumst á miðri leið. Bæjarstóri Kópavogs um gagnrýni siglinga- félaganna á fyrirhugaða göngubrú yfir Fossvog. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit á fjórum stöðum í aust- urborg Reykjavíkur á föstu- dag og lagði hald á fíkniefni og fjármuni. Kannabisræktun var stöðvuð í íbúð fjölbýlis- húss, en lagt var hald á tæplega 70 kannabisplöntur, auk tuga gramma af tilbúnum kannabis- efnum. Ræktunin var í tveim- ur herbergjum íbúðarinnar, en samkvæmt tilkynningu frá lög- reglunni var barn á heimilinu. Karl á þrítugsaldri var handtek- inn í tengslum við málið. - hó Kannabisræktun stöðvuð: Ræktaði með barnið heima ÍSRAEL Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna hvetur Ísraelsmenn til að stöðva þegar lagningu hraðbrautar sem þvera myndi samfélag Pal- estínumanna í Beit Safafa og ógna lífsviðurværi um 9.300 manns. „Fyrirætlanirnar gera ráð fyrir 1,5 kílómetra langri sex akreina hraðbraut sem veldur óbætan- legum skaða á samfélaginu, lokar staðarvegum og útilokar aðgang að leikskólum, skólum, heilsugæslu- stöðvum, skrifstofum og tilbeiðslu- stöðum,“ segir Richard Falk, eftir- litsmaður með mannréttindum á svæðum Palestínumanna sem her- numin hafa verið síðan 1967. - óká Ísraelar rústa byggðarlag: Nýr vegur ógn- ar lífsviðurværi STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, heldur því fram að fjárhagsstaða ríkisins sé fjarri því að vera jafn góð og fráfarandi ríkisstjórn hélt fram í aðdraganda kosninga. Tekjur ríkisins verði fyr- irsjáanlega minni en haldið var fram og fyrirhuguð verkefni fjár- frekari. Þetta kom fram í viðtölum við fjölmiðla eftir fund með þingflokki Framsóknar í gærdag. Í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 sagði hann grunnvinnu í stjórn- armyndunarviðræðum við Sjálf- stæðisflokkinn lokið en ekkert lægi þó fyrir um skiptingu ráðu- neyta á milli flokkanna. Eins og komið hefur fram hefur verið rætt um fjölgun ráðuneyta, meðal ann- ars með því að skipta upp atvinnu- vega- og velferðarráðuneytinu. Útfærsla slíkra breytinga liggur þó ekki fyrir. Í frétt Stöðvar 2 er haft eftir Sig- mundi að hann meti stöðuna sem svo að fráfarandi ríkisstjórn hafi beitt blekkingum er varða fjárhags- stöðu ríkisins. Aðspurður hvort ekki væri um opinberar upplýsingar að ræða sem mönnum hefðu átt að vera kunnugt um svaraði Sigmundur að sumt hefðu menn þegar séð, annað ekki. Spurður um upphæðir telur Sigmundur að um tugi milljarða misræmi sé að ræða. - shá Sigmundur Davíð segir grunnvinnu í viðræðum við Sjálfstæðisflokk lokið: Segir ríkið verr statt en sagt var FUNDAÐ Þing- flokkur Fram- sóknar kom saman í gær og fór yfir stöðu stjórnarmynd- unarviðræðna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANNI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.