Fréttablaðið - 15.05.2013, Qupperneq 38
15. MAÍ 2013 MIÐVIKUDAGUR6
Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti.
Ilmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum.
Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi.
Brakandi fersk salöt og ávexti.
Við komum til móts við ykkar óskir
HVAÐ HENTAR
ÞÍNU STARFSFÓLKI?
Hjá okkur færðu ljúffengan mat
úr fyrsta flokks hráefni.
www.kryddogkaviar.is
SVIPMYND
Magnús Þorlákur Lúðvíksson
magnusl@frettabladid.is
Nýjasti forstjóri skráðs fyrir-
tækis á Íslandi er Sigurður Við-
arsson, forstjóri TM, en félagið
sneri á dögunum aftur á mark-
að eftir fimm ára hlé. Sigurður
hefur unnið við tryggingar allan
sinn feril en leggur mesta áherslu
á útivist utan skrifstofunnar.
„Ég byrjaði hjá Alþjóða líf-
tryggingafélaginu, sem heitir
Okkar líf í dag, árið 1997 og var
forstöðumaður fjármála- og vá-
tryggingasviðs þegar ég hætti.
Árið 2007 var ég svo ráðinn for-
stjóri TM og hef því fátt annað
gert um starfsævina en að vinna
við tryggingar. Sem betur fer
kann ég vel við mig enda má segja
að ég kunni ekkert annað,“ segir
Sigurður.
Mikill áhugi var á hlutafé í TM
í útboði vegna skráningarinnar.
„Við fengum inn sjö þúsund hlut-
hafa, miklu fleiri en ég þorði að
vona. Og það er gott að vita til
þess að fólk vilji fjárfesta í fé-
laginu og þar með treysti okkur
fyrir peningunum sínum.“
TM hefur á síðustu árum staðið
í mikilli uppbyggingu eftir banka-
hrunið. Áherslan hefur farið á ný
á kjarnastarfsemina í stað fjár-
festinga en Sigurður segir það
hafa verið skemmtilegt verkefni.
„Þetta var mikil áskorun en það
er gaman að segja frá því að árið
2008 gerðum við fimm ára áætl-
un um þetta sem hefur gengið
alveg glettilega vel eftir. Sem er
kannski merkilegt því markmið-
in voru metnaðarfull og margir
töldu okkur brjáluð á þeim tíma,“
Alla starfsævina í tryggingum
Sigurður Viðarsson er forstjóri TM en félagið er hið nýjasta á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Sigurður hefur
unnið við tryggingar frá útskrift og nýtur útivistar ásamt fjölskyldu í frítíma sínum.
SIGURÐUR
VIÐARSSON
Sigurður var
efnilegur
handboltamaður
á sínum yngri
árum og spilaði
fyrir yngri landslið
Íslands. Hann
lagði þó skóna á
hilluna tiltölulega
ungur vegna
erfiðra meiðsla
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Sigurður vann með
mér um nokkurra
ára skeið. Hann
hóf störf í trygg-
ingageiranum með
háskólanámi og
hefur starfað við
fagið allar götur síðan. Sigurður fékk
tryggingagenið í vöggugjöf en afi hans
og móðurbróðir settu kúrsinn fyrir hann.
Hann er stærðfræðiheili en laus við
þráhyggjuna og nákvæmnina sem fylgir
sumum slíkum. Hann einbeitir sér að
aðalatriðunum en lætur samstarfsfólk
um útfærslu ákvarðana sinna. Sumum
kann að finnast það vottur af kæruleysi
eða leti, en þessi eiginleiki nýtist
æðstu stjórnendum vel eins og ferill
Sigurðar sannar. Hann er keppnismaður
í íþróttum og góður í því sem hann tekur
sér fyrir hendur í þeim efnum. Hann
mætti samt laga fluguköstin og sýna
meiri þolinmæði í laxveiðinni. Hann er
vinmargur og gleðipinni þegar það á
við.“
Örn Gústafsson
forstjóri Okkar lífs
„Ég kynntist Sigga
fyrst þegar ég var
þjálfari 3. flokks
Stjörnunnar í hand-
bolta og svo síðar
þegar ég var þjálfari
meistaraflokks. Sem
handboltamaður var hann mjög klókur,
las leikinn vel og var „teknískur“. Hann
var ekki mesti rumurinn í liðinu en var
mjög fylginn sér og skilaði alltaf sínu. Ef
hann hefði verið heppnari með meiðsli
er ég ekki í vafa um að hann hefði náð
lengra í handbolta. Hann var ekki síður
mikilvægur fyrir liðið utan vallar, með
sinn lúmska húmor, hélt alltaf ró sinni
þótt á móti blési og gaf hópnum mikið.
Þessir eiginleikar Sigga og reynsla hans
úr boltanum hafa án vafa nýst honum
vel sem forstjóri TM.“
Einar Einarsson
framkvæmdastjóri
Capacent rannsókna
VERSLUN
Magnús Þorlákur Lúðvíksson
magnusl@frettabladid.is
Sænska verslunin Indiska opnaði
í Kringlunni á dögunum en hún
selur skandinavíska hönnun sem
er innblásin af indversku hand-
verki. Verslunin selur föt, hand-
verk og húsbúnað en fyrsta Ind-
iska-verslunin var opnuð árið
1901. Markaðurinn ræddi við
Sofie Gunsolf, forstjóra Indiska,
í tilefni af opnuninni.
„Indiska er fyrirtæki sem hefur
verið í eigu fjölskyldu minnar í 62
ár. En fyrirtækið er raunar mun
eldra því upprunalega verslun-
in opnaði fyrir 112 árum. Nú eru
verslanirnar hins vegar orðnar 95
um alla Skandinavíu og sú nýjasta
er hér á Íslandi,” segir Gunsolf og
bætir við að verslunin hafi verið
stofnuð af sænskum trúboða sem
fluttist til Indlands og varð ást-
fanginn af landinu. Þá segir hún
að upphaflega hafi verslunin ein-
ungis selt handverk en eftir að afi
sinn hafi eignast verslunina hafi
hún einnig byrjað að selja föt.
„Afi hafði engin tengsl við Ind-
land en sá viðskiptatækifæri í
versluninni. Þegar hann svo fór
sjálfur til Indlands varð hann jafn
hrifinn af landinu og stofnandinn
og fékk þá hugmynd að selja einn-
ig föt í versluninni. Á þeim tíma,
sjöunda áratugnum, voru flest föt
í Evrópu úr pólýester en hann fór
að selja bómullarföt og í kjölfarið
óx verslunin mjög hratt.”
Þá segist Gunsolf viss um að
verslunin bjóði upp á vörur sem
séu einstakar á Íslandi og bætir
við að hún hafi lengi haft áhuga
á því að opna Indiska-verslun á
Íslandi.
Það eru þær Dagbjörg Guð-
mundsdóttir, Guðrún Scheving
Thorsteinsson, Sigríður Ragna
Jónsdóttir og Sigrún Andersen
sem standa að opnuninni á Íslandi.
Dagbjört segir þær alsælar
með að koma með Indiska til Ís-
lands og bætir við að fyrirtækið
sé þekkt fyrir að vera samfélags-
lega ábyrgt og meðvitað um um-
hverfisvernd.
Skandinavísk hönnun með
indverskum áhrifum í nýrri
verslun
Sænska fyrirtækið Indiska, sem rekur 95 verslanir á Norðurlöndunum, hefur
AÐSTANDENDUR VERSLUNARINNAR Það er þær Sigrún Andersen, Sigríður Ragna
Jónsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir og Guðrún Scheving Thorsteinsson sem reka
verslunina.
segir Sigurður og bætir við að það
hafi sömuleiðis verið lærdómsríkt
að takast á við afleiðingar banka-
hrunsins og fjármálakreppunnar.
„Það að takast á við vaxandi
erfiðleika, bæði hér heima og í
Noregi, þar sem TM átti trygg-
ingafélag að svipaðri stærð, var
gríðarlega erfitt. Lánshæfismat-
ið okkar var lækkað og fjölmörg
úrlausnarefni fylgdu storminum
hér heima. En þetta er auðvitað
reynsla sem maður tekur með sér
og býr að.“
Sigurður var á sínum tíma
efnilegur handboltamaður og lék
fyrir Stjörnuna og yngri lands-
lið. Hann lagði skóna á hilluna til-
tölulega ungur eftir að hafa slitið
krossband í hné tvisvar en telur
reynsluna úr handboltanum hafa
nýst sér síðan. „Að hafa verið í
hópíþrótt hjálpar manni mikið
upp á liðsanda og margt fleira.
Ég var yfirleitt fyrirliði í mínum
liðum þannig að ég lærði að miðla
málum og hvetja menn til dáða.
Það hefur nýst mér í stjórnunar-
starfi,“ segir Sigurður sem reyn-
ir að nýta frítímann í útiveru með
fjölskyldunni.
„Á sumrin reyni ég að stunda
golf og stangveiði en á veturna
reyni ég að komast á vélsleða og
skíði. Ég er mikill útivistarmaður
þótt ég hafi ekki náð að sinna því
eins og ég hefði viljað síðustu ár.
En þetta blundar í mér og raunar
öll útivera sem hægt er að njóta
með fjölskyldunni.“
Save the Children á Íslandi
Rannsóknarmenn á vegum Evr-
ópusambandsins gerðu í gær hús-
leit á skrifstofum nokkurra helstu
fyrirtækja á olíumarkaði, að því
er fram kemur í umfjöllun breska
ríkisútvarpsins, BBC.
Í tilkynningu fram-
kvæmdastjórnar
E S B seg i r að
g r u n u r h a f i
vaknað um að fyr-
irtækin kynnu
að hafa „tekið
sig saman um að
greina frá brengl-
uðum verðtölum“.
Ekki hefur verið
grei nt frá því
um hvaða fyrir-
tæki sé að ræða og
áréttað að rannsóknin
jafngildi ekki sekt þeirra.
BBC segir BP, Royal Dutch
Shell, Statoil í Noregi og verðlagn-
ingarstofuna Platts hafa staðfest
að unnið væri með stjórnvöldum
að rannsókn málsins. - óká
ESB rannsakar samráð:
Leita gagna hjá
olíufélögum
Þórdís Lóa Þór-
hallsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Pizza Hut
á Íslandi, var
kjörin formaður
Félags kvenna í
atvinnulífinu
(FKA) á aðal-
fundi félagsins
í gær.
Þ órdís L óa
var sjálfkjörin en hún tekur við af
Hafdísi Jónsdóttur, framkvæmda-
stjóra Lauga Spa. - mþl
Aðalfundur FKA:
Þórdís Lóa nýr
formaður
ÞÓRDÍS LÓA
ÞÓRHALLSDÓTTIR