Fréttablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 15.05.2013, Blaðsíða 50
15. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 26 visir.is Allt um leiki gærkvöldsins SPORT ÚRSLIT PEPSI-DEILD KVENNA ÞÓR/KA - STJARNAN 1-2 0-1 Harpa Þorsteinsdóttir (10.), 0-2 Elva Friðjónsdóttir (27.), 1-2 Mateja Zver (65.) ÍBV - HK/VÍKINGUR 7-2 1-0 Shaneka Gordon (7.), 2-0 Gordon (9.), 3-0 Rosie Sutton (11.), 4-0 Bryndís Jóhannesdóttir (38.), 5-0 Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (48.), 6-0 Ana Maria Escribano Lopez (62.), 6-1 Íris Dóra Snorradóttir (81.), 7-1 Shaneka Gordon (85.), 7-2 Karen Sturludóttir (86.). AFTURELDING - ÞRÓTTUR 2-0 1-0 Lára Kristín Pedersen (74.), 2-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (83.) BREIÐABLIK - VALUR 1-0 1-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (64.) FH - SELFOSS 1-2 1-0 Ashlee Hincks (27.), 1-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (53.), 1-2 Tiana R Brockway (83.) ENSKA ÚRVALSDEILDIN ARSENAL - WIGAN 4-1 1-0 Lukas Podolski (11.), 1-1 Shaun Maloney (45.), 2-1 Theo Walcott (63.), 3-1 Podolski (68.), 4-1 Aaron Ramsey (71.). Nýkrýndir bikarmeistarar Wigan eru þar með fallnir. READING - MANCHESTER CITY 0-2 0-1 Sergio Agüero (40.), 0-2 Edin Dzeko (88.). STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA Man. United 37 28 4 5 81-38 88 Man. City 37 23 9 5 64-31 78 Chelsea 37 21 9 7 73-38 72 Arsenal 37 20 10 7 71-37 70 Tottenham 37 20 9 8 65-46 69 Everton 37 16 15 6 54-38 63 Liverpool 37 15 13 9 70-43 58 West Brom 37 14 6 17 48-52 48 FÓTBOLTI Baldur Sigurðsson átti stórleik þegar KR hafði betur gegn Keflavík, 2-0, suður með sjó um helgina. Hann skoraði bæði mörkin í leiknum og var þess utan yfirburðamaður á miðsvæðinu, þar sem hann spilaði sem varnartengi- liður. „Mér líður vel en það eru bara tveir leikir búnir og ég ætla ekki að ofmetnast,“ sagði Baldur í sam- tali við Fréttablaðið í gær. Þess má geta að hann skoraði einnig tvö mörk í Keflavík fyrir tveimur árum en í báðum leikjum léku KR- ingar í appelsínugulu varabúning- unum sínum. Baldur hefur skorað fleiri mörk í varabúningnum sem líkist búningi hans uppeldisfélags, Eilífi í Mývatnssveit þar sem hann er uppalinn. „Jú, það er rétt,“ sagði Baldur spurður um líkindin við gamla búninginn en hann spilaði með Eilífi þar til hann var fjórtán ára og fór til Völsungs á Húsavík. „Þetta virðist bara fara mér vel,“ bætti hann við í léttum dúr. Meiðslafrír í vetur Síðan þá hefur Baldur spilað með Keflavík og Bryne í Noregi en hann kom árið 2009 til KR þar sem hann hefur verið lykilmaður. Hann segist ánægður með líkam- legt form sitt nú. „Helsti munurinn á mér nú og áður er að ég hef yfirleitt verið að glíma við einhver meiðsli á undir- búningstímabilinu. Það var ekki tilfellið nú og því var ég í topp- formi þegar tímabilið hófst,“ segir Baldur sem var þó veikur fyrir leikinn gegn Keflavík. „Ég fékk magavírus og var með hita í þokkabót, en gat sem betur fer spilað. Ég reyndar verð að við- urkenna að ég er enn frekar slapp- ur en ég læt það ekki stoppa mig. Ég mæti á æfingar og verð klár í næsta leik,“ segir Baldur en KR mætir Þór á heimavelli sínum á fimmtudagskvöldið. Þór hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa en Baldur varar við vanmati. „Þórsarar veittu okkur harða mótspyrnu í deildinni fyrir tveim- ur árum og þeir verða bara enn erfiðari fyrir vikið eftir tvo tap- leiki í röð. Ég á því von á erfiðum leik og við verðum að passa okkur á því að koma inn í leikinn af full- um krafti.“ Nú þegar tveimur umferðum er lokið í Pepsi-deildinni hefur það helst komið Baldri á óvart hversu stórir sigrar hafa litið dagsins ljós. „Yfirleitt eru fyrstu leikir tíma- bilsins jafnir og miklir baráttuleik- ir. En við höfum bara fengið eitt jafntefli og nokkra mjög sannfær- andi sigra. Eyjamenn hafa komið skemmtilega á óvart og virðast jafnvel vera með betra lið en menn töldu fyrir fram,“ segir Baldur. „Annars hafa úrslitin verið nokk- urn veginn eftir bókinni og hefur það komið mér örlítið á óvart.“ eirikur@frettabladid.is Eilífsliturinn fer mér vel Baldur Sigurðsson er leikmaður annarrar umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á hans gamla félagi, Kefl avík. Baldur var að glíma við magavírus fyrir leikinn. FAGNAR Baldur Sigurðsson fagnar marki í appelsínugulum varabúningi KR. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Róbert Örn Óskarsson FH Jóhann Laxdal Stjarnan Eiður Aron Sigurbjörnsson ÍBV Bjarni Guðjónsson KR Bjarni Ólafur Eiríksson Valur Haukur Páll Sigurðsson Valur Baldur Sigurðsson KR Tonny Mawejje ÍBV Bradley Simmonds ÍBV Óskar Örn Hauksson KR Atli Guðnason FH Lið umferðarinnar 2200 POTTURINN STEFNIR Í Fyrsti vinningur stefnir í 110 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 2.090 milljónir. Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fjögur í dag á næsta sölustað eða á lotto.is 110.000.000 +2.090.000.000 ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 15. MAÍ 2013A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 82310000183296 SUMAROPNUN, SÖLU LÝKUR KL. 16 F ÍT O N / S ÍA HANDBOLTI Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel tryggðu sér í gær þýska meistaratitilinn í handbolta. Kiel vann sannfærandi sex marka sigur á Guð- mundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í Rhein-Neckar Löwen, 31-25, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar. Kiel er með fimm stiga forskot á Löwen sem er í 2. sæti en Löwen-liðið á aðeins tvo leiki eftir og getur því ekki náð Kiel. Alfreð gerði Kiel því að meisturum í fjórða sinn á fimm árum. Kiel vann einnig þýska bikarinn og er komið í úrslit í meistaradeildinni. Það stefnir því í enn eitt frábært tímabil hjá Alfreð og lærisveinum hans. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk í leiknum og Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk. Guðjón Valur varð í kvöld þýskur meistari í fyrsta sinn á ferl- inum en Aron var að vinna titilinn í þriðja sinn. Guðjón Valur og Aron léku í gær eftir 35 ára gamalt afrek Axel Axelssonar og Ólafs H. Jónssonar þegar þeir unnu þýska meistaratitilinn sem liðsfélagar. Axel og Ólafur unnu þýska titilinn með Dankersen árið 1977. Axel skoraði þá sigur- markið í hreinum úrslitaleik um titilinn. - óój Íslenskir liðsfélagar þýskir meistarar í fyrsta sinn í 35 ár FAGNAÐ Í GÆR Aron Pálmars dansar sigurdansinn. NORDICPHOTOS/BONGARTS Breiðablik, Stjarnan og Selfoss eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en önnur umferðin fór fram í gærkvöldi. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, til hægri, tryggði Blikum 1-0 sigur á Val með frábæru skoti. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara þegar Stjarnan vann 2-1 útisigur á Íslandsmeisturum Þór/KA. Harpa hefur komið að öllum fimm mörkum Stjörnunnar í sumar. Shaneka Gordon skoraði þrennu þegar ÍBV vann 7-2 stórsigur á nýliðum HK/Víkings í Eyjum en ÍBV-liðin eru þar með búin að vinna þrjá fyrstu heimaleiki sumarsins. Selfoss er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína undir stjórn Gunnars Rafns Borgþórssonar eftir 2-1 sigur á FH í Kaplakrika. Súper-sigurmark Þórdísar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.