Fréttablaðið - 15.05.2013, Side 49

Fréttablaðið - 15.05.2013, Side 49
MIÐVIKUDAGUR 15. maí 2013 | MENNING | 25 VORHREINSUNRÝMUM TIL FYRIR NÝJUM VÖRUM RÚMGAFLAR | STILLANLEG RÚM | HEILSUDÝNUR | SVEFNSÓFAR | HÆGINDASTÓLAR | SÆNGUR | HEILSU- OG DÚNKODDAR | SÆNGURFÖT | LÖK O.FL. 20–50% AFSLÁTTUR N Ý TT U T ÆKIFÆ R IÐGerðu frábær kaup Nú er tækifærið! Allar vörur með 20% afslætti. Seljum sýningareintök og valdar vörur með allt að 50% afslætti. Einungis í fáeina daga! D Ý N U R O G K O D D A R Dreymir þig um að eignast ferðavagn? Ergo vill aðstoða þig við að eignast ferðavagn Þú finnur draumaferðavagn þinn og sendir okkur nánari upplýsingar. Saman finnum við svo réttu fjármögnunarleiðina. Útilegukort fylgja öllum ferðavagnalánum til 31. maí en með kortinu hefur þú aðgang að 46 tjaldsvæðum um land allt. Kynntu þér málið nánar á ergo.is sími 440 4400 > www.ergo.is FERÐAVAGNAR Í tilefni af þúsundasta viðburði tónleika- og skemmtistaðarins Faktorý verður boðið til stór- veislu hvítasunnudaginn 19. maí. Til að fagna þessum merka áfanga verða fluttir inn plötu- snúðarnir wAFF frá útgáfunni Hot Creations og De Puta Madre frá útgáfunni DPM. Þeim til halds og traust verða Dj Margeir, BenSol og Rix. Frítt verður inn í boði Smirnoff og Tuborg. Viðburðurinn er liður í því að minna fólk á mikilvægi þessa þriggja ára tónleikastaðar, sem samkvæmt nýju deiluskipulagi Reykjavíkurborgar þarf að víkja fyrir risa hóteli. Þúsundasti viðburðurinn FAKTORÝ Tónleika- og skemmti- staðurinn Faktorý heldur þúsundasta viðburðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dagblaðið New York Post telur sig hafa traustar heimildir fyrir því að söngkonan Beyoncé Know- les sé ólétt að öðru barni hennar og rapparans Jay-Z. Fyrir eiga hjónin dótturina Blue Ivy, sem fæddist í janúar á síðasta ári. Auk þess að nefna til sögunnar ónefnda heimildarmenn bend- ir New York Post á kjólinn sem Beyoncé klæddist á tískuvið- burði Metropolitan Museum of Art í New York í síðustu viku, en sá þótti kjörinn til að fela óléttu- bumbu. Söngkonan hefur oftsinnis rætt um löngun sína til að eignast fleiri börn í viðtölum. Segja Beyoncé aft ur ólétta BEYONCÉ OG JAY-Z New York Post segir hjónin eiga von á barni. „Tæplega einn af hverjum hundrað hér á landi ber breytingu í BRCA2-geninu,“ segir Vigdís Stefánsdóttir, erfðaráðgjafi á Landspítala. Breyting í BRCA2-geni er mun algengari hér á landi en breyting í BRCA1-geni, en sú seinni er algengari annars staðar úti í heimi. Breytingar í báðum þessum genum auka líkur á ákveðnum tegund- um krabbameina. Vigdís segir að krabbamein sem verður til vegna breytinga í BRCA1- geni vaxi gjarnan hraðar en þau sem verða vegna breytinga í BRCA2-geni. Hún hefur starfað sem erfðaráðgjafi á Landsspítalanum síðan árið 2006 og segir að frá ársbyrjun 2007 hafi um 700 manns komið í krabbameins- erfðaráðgjöf sem er samvinna lyflækninga- sviðs og erfða- og sameindalæknisfræðideildar. „Við byrjum á að skoða ættarsöguna og ef ástæða þykir til tökum við blóðprufu,“ segir Vigdís og bætir við að þeir sem greinast með breytingu í BRCA-genum standi mjög gott eftirlit til boða hér á landi. „Þær sem enda á að fara í brjóstnám gera það ekki nema að vel athuguðu máli.“ Ástæður fyrir erfðaráðgjöf vegna krabbameina geta verið: ■ Sterk ættarsaga. ■ Æxli hafa greinst í pöruðum líffærum (báðum brjóstum t.d.). ■ Tvö eða fleiri (sjaldgæf) æxli greinast í sama einstaklingi eða nánum ættingjum. ■ Ráðþegi hefur áhyggjur vegna fjölskyldu- lægs krabbameins. ■ Æxli greind hjá ungum einstaklingum, yngri en meðalaldur fyrir viðkomandi krabba- mein. ■ Sams konar eða skyld æxli hjá mörgum í sömu fjölskyldu. ■ Krabbamein sem greinast vísa í ákveðin heilkenni. ■ Læknir telur fjölskyldusögu ráðþega gefa tilefni til. Einn af hverjum hundrað MIKILL LÉTTIR Valdís Konráðsdóttir fór í brjóst- nám eftir að hafa greinst með sama gen og Jolie, BRCA1, og segir mikinn létti fylgja því að lifa ekki í skugga krabbameins lengur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 458 þúsund manns deyja árlega úr brjóstakrabbameini samkvæmt Alþjóða heilbrigðis- stofnuninni (WHO).

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.