Fréttablaðið - 15.05.2013, Side 26

Fréttablaðið - 15.05.2013, Side 26
15. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR2 Árni Ólafur matreiðslumaður fl ytur í íslenska sveit og kynnir sér land- búnaðarstörf og eldar úr hráefni sem býðst í nágrenninu. Stöðvar 2 blaðið er gefi ð út einu sinni í viku. Þar er að fi nna efni tengt dagskrá stöðvarinnar. Stöð 2 sýnir næstu þrjá sunnu- daga vandaðar sjónvarpsmyndir frá BBC sem byggðar eru á met- sölubókum sænska glæpasagna- höfundarins Hennings Mankell um rannsóknarlögreglumann- inn Kurt Wallander. Bækurnar um Wallander hafa notið mikilla vinsælda hérlendis undanfarin ár og því eru þættirnir mik- ill hvalreki á fjörur áskrifenda stöðvarinnar. Það er leikarinn heimsfrægi Kenneth Branagh sem fer með hlutverk Walland- ers í myndunum, sem hafa hlot- ið mikið lof gagnrýnenda. Myndirnar þrjár sem sýndar verða gerast í suðurhluta Sví- þjóðar, nánar tiltekið í bænum Ystad á Skáni. Þær eru byggðar á þremur samnefndum skáld- sögum Mankells, Á villigötum, Eldveggur og Skrefi á eftir. Í fyrstu myndinni reynir Wallan- der að finna tengsl milli sjálfs- morðs ungrar konu og ráðherra í ríkisstjórn landsins. Í Eld- veggi glímir hann við morð- mál þar sem leigubílsstjóri er myrtur og hvernig morðið teng- ist látnum manni sem finnst við hraðbanka í bænum. Í loka- myndinni reynir Wallander að tengja saman morð á þremur unglingum og lögreglumanns sem er myrtur. Sjónvarpsmyndirnar um Wallander hafa hlotið fjölda verðlauna, meðal annars fjölda BAFTA-verðlauna. Þær verða sýndar á Stöð 2 dagana 19. og 26. maí og 2. júní. Verðlaunamyndir um Wallander WALLANDER Kl. 20.45 sunnudag ÚR SUÐUPOTTI Í NEW YORK Í ÍSLENSKA SVEIT Matreiðslumaðurinn Árni Ólafur Jónsson lætur draum sinn um líf í íslenskri sveitasælu rætast í nýrri matarþáttaröð, Hið blómlega bú, sem hefst á Stöð 2 í kvöld kl. 20.05. Árni Ólafur hefur lengi búið á Manhattan í New York þar sem hann starfaði sem matreiðslumaður. Hann hafði lengi dreymt um að kynnast íslensku hráefni. Tekin var á leigu jörð í Borgarfirði þar sem þættirn- ir Hið blómlega bú eru teknir upp og spanna þeir hálft ár. Í eldhúsinu er afrakstur búsins og nærsveitar- manna meðhöndlaður og matreiddur. „Ég bjó lengi í New York þar sem alltaf var ys og þys og mikill hamagangur. Ævintýraþrá og for- vitni gerði það að verkum að ég sló til þegar mér bauðst að gerast bóndi í Árdal,“ segir Árni Ólafur. „Ég kynntist bændamörkuðum í New York og komst í tæri við bændur sem seldu framleiðslu sína þar. Þegar ég kom til Íslands náði ég ekki þessari sömu nálgun við hið góða íslenska hráefni. Þessi forvitni gerði það að verkum að mig langaði til að kynnast betur íslenskum landbúnaði, hráefn- inu, bændastarfinu og hvernig þessi framleiðsla fer fram,“ útskýrir Árni Ólafur. Borgarbarn í sveitinni „Þegar ég hitti framleiðendurna og hugmyndasmiðina, Bryndísi Geirs- dóttur og Guðna Pál Sæmundsson, stökk ég strax á þetta frábæra tæki- færi að gerast örbóndi. Ég er borgar- barn í húð og hár og hef ekki haft nein tengsl við sveitina á Íslandi. Í eldhúsunum í New York er jafn- mikill ys og á götunum. Þar er pressa, hiti og mikið stress en þetta er þó skemmtilegt starf sem ég kann vel við. Mér fannst skrítið að koma úr þessum suðupotti í New York í kyrrðina í Borgarfirðinum. Að heyra fuglana syngja og sjá dýrin á beit fyrir utan gluggann. Þetta eru tveir ólíkir heimar. Það er svo spennandi að geta keyrt í fimmtán mínútur og keypt hunang eða hveiti. Hér er fólk sem ræktar fíkjutré Mér fannst skrítið að koma úr þessum suðupotti í New York í kyrrðina í Borgarfirð- inum. HIÐ BLÓMLEGA BÚ Kl. 20.05 miðvikudaga og vínber og það finnst mér mjög spennandi og langar til að prófa sjálfur. Þessi rólegheit henta mér mjög vel,“ segir hann. Mikill fjölbreytileiki „Fjölbreytileiki í sveitum landsins var það sem við lögðum upp með fyrir þessa þætti. Ég var ókunnugur þessari framleiðslu en langaði til að kynna mér hana, fræðast um íslensk- an landbúnað. Það hefur komið mér skemmtilega á óvart hversu margt er í gangi hér á landi. Það verður gaman að leyfa öðrum að kynnast því líka í gegnum þættina. Ég hef hvorki áður séð um bústofn né sett niður í matjurtagarð áður. Einnig fannst mér virkilega ánægjulegt að heimsækja allt þetta yndislega fólk í sveitinni og sjá hvað það er að gera og hvað þetta eru miklar toppvörur sem eru framleiddar hér á landi.“ Úr viðskiptum í eldhúsið Hvernig var þér tekið í sveitinni? „Mér var tekið opnum örmum. Fólk var kannski svolítið hissa fyrst að ég, borgarbarnið, ætlaði að fara að stunda bændastörf. Allir voru til- búnir að hjálpa og aðstoða. Ég þurfti til dæmis að læra á traktor,“ segir Árni Ólafur enn fremur og bætir því við að hann hafi alla tíð langað til að verða kokkur þótt hann hafi farið óvenjulega leið til þess. „Ég kláraði fyrsta árið í matreiðsl- unámi í MK en skipti síðan um gír og fór í háskóla og er útskrifaður viðskiptafræðingur. Ég var að vinna við reikningshald og sat við tölvu allan daginn en fann fljótt að það hentaði mér ekki. Þegar ég flutti til New York fann ég þörf til að gera eitthvað annað. Ég skellti mér því í kokkaskóla, The French Culin- ary Institute, og það var virkilega skemmtilegt að upplifa þá ástríðu sem þar var. Þar störfuðu þekktir kennarar sem kenndu mér meðal annars að búa til pylsur og þurrka kjöt. Ég held að ég hafi ekki getað tekið betri ákvörðun en að fara í kokkaskóla.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.