Fréttablaðið - 15.05.2013, Síða 47
MIÐVIKUDAGUR 15. maí 2013 | MENNING | 23
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
MIÐVIKUDAGUR
15. MAÍ 2013
Tónleikar
19.30 Strætókórinn verður með vortón-
leikar sína í Áskirkju. Þetta verða síð-
ustu tónleikarnir kórsins fyrir norrænt
söngmót spor- og strætisvagna stjóra
sem haldið verður í Reykjavík dagana
13. júní til 16. júní.
20.00 Útskriftartónleikar Einars Bjarts
Egilssonar í Fella - og Hólakirkju. Einar
útskrifast með BMus-gráðu í píanóleik
frá Listaháskólanum í vor. Á efnisskrá
eru meðal annars verk eftir Beethoven,
Nielsen og Chopin. Allir velkomnir.
20.00 Útskriftartónleikar Lilju Bjarkar
Runólfsdóttur frá tónlistardeild Listahá-
skólans í Þjóðleikhúsinu. Verk Lilju, sem
útskrifast með BA-gráðu í tónsmíðum
er tónlistin við dansverkið Eyja sem
útskriftarnemendur í dansi sýna. Einnig
miðvikudaginn 15. maí kl. 17 og 20.
20.00 Kirkjukór Lágafellssóknar og
Karlakór Kjalnesinga heldur sameigin-
lega tónleika í Bústaðakirkju. Um er
að ræða fjáröflunartónleika í tilefni
Færeyjaferðar kórsins 17. til 24. maí.
Einsöngvarar eru Maríus Sverrisson og
fleiri. Íslenskar perlur og sungið smá
á færeysku. Aðgangseyrir kr. 2.000.
Ókeypis fyrir 12 ára og yngri.
20.00 Söngsveitin Víkingar heldur sína
árlegu vortónleika í Safnaðarheimilinu í
Sandgerði. Yfirskrift tónleikanna er: Frá
okkur til ykkar með sumarkveðju. Eng-
inn aðgangseyrir og allir velkomnir.
20.30 Hinir árlegu vortónleikar
Karlakórs Keflavíkur fara fram í Ytri-
Njarðvíkurkirkju.
21.00 Kvartettinn Kvika skemmtir á
Café Rosenberg.
Bókmenntir
20.15 Ljóðahópur Gjábakka flytur
Ljóðadagskrá á Kaffi Catalínu í Hamra-
borg. Flutt verða ljóð úr nýútkominni
bók skáldanna, sem hlaut nafnið Ljóð-
flæði. Allir eru velkomnir og án endur-
gjalds. Ljóðbækurnar verða boðnar til
sölu áritaðar.
20.30 Meistaranemar í ritlist og hag-
nýtri ritstjórn standa fyrir teiti í tilefni
af útgáfu sýnisbókar þeirra, Hvísl, á
farfuglaheimilinu Loft, Bankastræti 7
í Reykjavík. Þar munu höfundar lesa
úr verkum sínum auk þess sem tón-
listarmennirnir Svavar Knútur og Jónas
Sigurðsson stíga á stokk.
Tónlist
21.00 Stórsveit Reykjavíkur heldur
klúbbtónleika á Munnhörpunni í Hörpu
á vegum Jazzklúbbsins Múlans.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá
þá inni á visir.is.
N 27
2013
Listahátíð
í Reykjavík
www.listahatid.is
Þú heyrðir það fyrst á Listahátíð
Bang on a Can All-Stars í Eldborg 17. maí
Miðaverð er 3.900 kr. Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050.
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX Í DAG!
#laddilengirlifid
„Þarna rifja
ðist
upp fyrir m
anni hversu
mikill
snillingur L
addi er... Þa
ð komast
fáir með tæ
rnar þar se
m
hann hefur
hælana...“
- Helgi Snæ
r Sigurðsso
n,
Morgunblað
ið
EINLEIKIN GAMANSEMI Í HÖRPU
EFTIR KARL ÁGÚST, LADDA OG SIGGA SIGURJÓNS
Kirkjukór Lágafellssóknar
og Karlakór Kjalnesinga
halda tónleika í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20
í tilefni Færeyjaferðar kórsins 17. til 24. maí.
Falleg lög, einsöngur og dúettar.
Miðaverð kr. 2.000
Ókeypis fyrir 12 ára og yngri.
SVAVAR KNÚTUR