Fréttablaðið - 15.05.2013, Side 20
| 4 15. maí 2013 | miðvikudagur
Vegna gjaldeyrishafta og tak-
markaðra fjárfestingakosta inn-
anlands er hætt við eignaverðs-
hækkunum umfram væntan arð
af eignunum. Þetta er meðal
þess sem lesa má úr nýlegri fjár-
málastöðugleikaskýrslu Seðla-
banka Íslands. Innistæðulaus-
ar hækkanir ganga á endanum
til baka og fer þá eftir því hvað
ástandið hefur varað lengi hvort
talað er um verðhjöðnun eða að
eignabólan spryngi.
„Lífeyris-
s j ó ð i r t a k a
þátt í útboð-
u m á h lut a -
bréfamark-
aði og vegna
þess að kostir
eru fáir hækk-
ar verð hratt á
eftirmarkaði.
Hvað gerist svo
þegar einhver af stóru lífeyris-
sjóðunum þarf að losa aftur um
stöðu?“ er spurt í umfjöllun um
stöðu lífeyrissjóðanna í efna-
hagsritinu Vísbendingu. „Getur
markaðurinn tekið við slíkum
hlut? Þegar allt kemur til alls
verður að opna hagkerfið aftur,
því að ella er hætt við að hér
skapist gerviveröld þar sem
allt verðmat hverfur úr
sambandi við raunheim-
inn.“
EKKI SKRÍTIÐ ÞÓTT
SLEGIST
SÉ UM
FJÁRFESTINGARKOSTI
Gylfi Magnússon, dós-
ent við viðskiptafræði-
deild Háskóla Íslands
og fyrrverandi efna-
hags- og viðskiptaráð-
herra, segir tölurnar ein-
faldlega þannig að gríðar-
legt framboð sé á sparifé.
„Bæði eru lífeyrissjóðirnir
með á annað hundrað milljarða
af nýju fé á hverju ári, það er
að segja iðgjöld umfram lífeyr-
isgreiðslur, og svo eiga þeir vel á
annað hundrað milljarða í banka
sem þeir hafa svo sem ekki fund-
ið neina framtíðarfjárfestingu
fyrir. Þegar líka er svo tekið í
myndina allt það fé sem hér er
fast vegna gjaldeyrishafta þá er
svo sem ekki skrítið þótt slegist
sé um þá fjárfestingarkosti sem
í boði eru,“ segir Gylfi.
Staðan segir hann að endur-
speglist meðal annars í lágum
vöxtum á skuldabréfamark-
aði og nær örugglega eitthvað
hærra verði á hlutabréfamark-
aði en væri ef hér væru ekki við
lýði gjaldeyrishöft. „En það er
nú samt of snemmt að fara að
tala um einhverja bólu. Verð á
hlutabréfum hefur ekki hækk-
að það mikið að skýr merki megi
sjá um slíkt, en auðvitað er það
hættan.“
FLÆKJUSTIGIÐ EKKI
MINNA EN VAR FYRIR HRUN
Gylfi bendir um leið á að víðar
en á Íslandi séu uppi áhyggjur af
óeðlilegri verðmyndun á hluta-
bréfamörkuðum. „Í hinu alþjóð-
lega fjármálakerfi eru vextir al-
mennt lágir og hefur verið haldið
lágum undanfarin ár sem við-
brögð við fjármálakrísunni. Það
hefur að margra mati kýlt upp
hlutabréfaverð, alls ekki bara
á Íslandi, heldur bæði vestan
hafs og austan.“ Enda segir Gylfi
löngum þekkt að skýrt samhengi
sé á milli vaxta og hlutabréfa-
verðs. „Ef vextir eru mjög lágir
þá hefur hlutabréfaverð tilhneig-
ingu til að hækka.“
Að mati Gylfa er því fyllsta
ástæða til að hafa áhyggjur af
stöðunni, þótt ekki sé hægt að
segja að hér séu komin augljós
einkenni bólu. Um leið segir
hann erfitt að tímasetja hversu
lengi hagkerfið geti verið lokað
áður en í óefni stefni. „Þetta er
auðvitað óeðlilegt ástand, sér-
staklega hversu mikið fé er fast
á Íslandi. Ein hliðarverkun er að
lífeyrissjóðir þurfa að fjárfesta
fyrir allt sitt innanlands. Það
hefur auðvitað áhrif á íslenskan
eignamarkað, annað væri mjög
skrítið.“
Um leið segist Gylfi gera ráð
fyrir að þeir sem fjárfesta hér
átti sig á því að þegar og ef höft-
in fara þá verði ekki bara fyr-
irsjáanlegur titringur á mark-
aði með gengi gjaldmiðilsins,
heldur sé líka fyrirsjáanlegt að
raunvextir hækki eitthvað. Tekið
sé tillit til þessa þegar skulda-
bréf eru verðlögð og væntanlega
hlutabréf líka, þótt bein áhrif á
verðlagningu þeirra séu minni.
„En það hefur bein áhrif á
skuldabréfamarkaðinn ef menn
telja líklegt að vextir hækki eftir
einhver misseri. En nú veit auð-
vitað enginn nákvæmlega hve-
nær höftin fara, en menn verða
að spá eitthvað fyrir um það til
þess að verðleggja skuldabréf
núna. Íslenski fjárfestingamark-
aðurinn er náttúrlega flókinn og
kannski ekki síður núna en fyrir
hrun, þótt með öðrum hætti sé.“
Skökk verðlagning í gerviveröld
Uppi eru áhyggjur af verðmyndun á mörkuðum í gjaldeyrishöftum. Vegna skorts á fjárfestingarkostum er hætt við hækkunum umfram
fyrirséðan arð af eignunum. Óvíst er hvað verður ef lífeyrissjóður vill selja stóran hlut í skráðu fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Of snemmt
er samt að tala um bólumerki, segir Gylfi Magnússon dósent.
ÞRÓUN ÚRVALSVÍSITÖLUNNAR OMXI6
GYLFI MAGNÚSSON
JA
N
.0
9
FE
B
.0
9
M
AR
.0
9
AP
R
.0
9
M
AÍ
.0
9
JÚ
N
.0
9
JÚ
L.
09
ÁG
Ú
.0
9
SE
P.
09
O
KT
.0
9
N
Ó
V.
09
D
ES
.0
9
JA
N
.1
0
FE
B
.1
0
M
AR
.1
0
AP
R
.1
0
M
AÍ
.1
0
JÚ
N
.1
0
JÚ
L.
10
ÁG
Ú
.1
0
SE
P.
10
O
KT
.1
0
N
Ó
V.
10
D
ES
.1
0
JA
N
.11
FE
B
.11
M
AR
.11
AP
R
.11
M
AÍ
.11
JÚ
N
.11
JÚ
L.
11
ÁG
Ú
.11
SE
P.
11
O
KT
.11
N
Ó
V.
11
D
ES
.11
JA
N
.1
2
FE
B
.1
2
M
AR
.1
2
AP
R
.1
2
M
AÍ
.1
2
JÚ
N
.1
2
JÚ
L.
12
ÁG
Ú
.1
2
SE
P.
12
O
KT
.1
2
N
Ó
V.
12
D
ES
.1
2
JA
N
.1
3
FE
B
.1
3
M
AR
.1
3
AP
R
.1
3
M
AÍ
.1
3
1.500
1.200
900
600
300
0
Nokkur umræða hefur átt sér stað síðustu daga um hættuna á bólumyndun
á verðbréfamarkaði. Þannig sagðist Sigríður Benediktsdóttir, yfirmaður
fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, í frétt Bloomberg-fréttaveitunnar
hafa „verulegar áhyggjur“ af hækkun á hlutabréfamark-
aðnum.
Í sömu umfjöllun er haft eftir Sigurði Viðarssyni, for-
stjóra Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), að rekja mætti
yfir 34 prósent hækkunar á bréfum TM eftir að þau
voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni í síðustu viku til
fárra fjárfestingarkosta bak við gjaldeyrishöft. Hann
hvetur til þess að lífeyrissjóðum verði hleypt úr landi
með nýfjárfestingar.
Í fréttum útvarps fyrir helgi varaði Friðrik Már Bald-
ursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík,
líka við því að mikil verðhækkun á hlutabréfum að
undanförnu gengi til baka þegar gjaldeyrishöftum verði
aflétt. Hann varar líka sérstaklega við því að tekin séu lán til kaupa á hluta-
bréfum. „Þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt, og maður vonar nú að það
gerist fyrr en síðar, mun það hafa áhrif til lækkunar á verðbréfum almennt
bæði á skuldabréfum og hlutabréfum. Þeir sem eru að kaupa hlutabréf fyrir
lánsfé fara út í skuldsett hlutabréfakaup, það ber að hafa það í huga að það
er áhættusamt og þetta getur snúist við á skömmum tíma,“ sagði Friðrik í
viðtali við Útvarpið.
VARAÐ VIÐ MÖGULEGRI LÆKKUN HLUTABRÉFA
FRIÐRIK MÁR
BALDURSSON
Meðalvelta á dag í milljónum krónaVísitölumeðaltal í hverjum mánuði
1.180,46
1.018,44
1.224,39
909,72
807,62
823,30
950,93
EFNAHAGSMÁL
Óli Kristján Ármannsson | olikr@frettabladid.is