Fréttablaðið - 15.05.2013, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 15. maí 2013 | SKOÐUN | 15
Krafan um að skuldugu
fólki verði bætt áföllin
sem urðu vegna afleiðinga
hrunsins – vegna „for-
sendubrestsins“ svonefnda
– er einfaldlega krafa um
að staða skuldsettra heim-
ila verði gerð sú hin sama
og hún var fyrir hrun.
Þessa sömu kröfu má eins
orða þannig: „Við viljum
fá 2007 aftur!“ Þá þegar
voru samt 16 þúsund heim-
ili komin á vanskilaskrá – höfðu
sem sé lifað langt um efni fram og
sáu fram á greiðsluþrot. Níu þús-
und heimili bættust við skrána við
hrunið. Er fólk þá sátt við að ein-
ungis þeim heimilum, sem bætt-
ust á vanskilaskrána í hruninu,
verði hjálpað? Er krafan um að
„forsendubresturinn“ sé bættur
ekki einvörðungu sú? Að hin 16
þúsundin verði þá skilin eftir eins
og þau voru á sig komin af eigin
völdum fyrir hrun – án nokkurs
„forsendubrests“? Eða er ætlast
til þess að skuldlitlir lífeyris þegar,
skuldlitlir skattborgarar – nú eða
erlendir lánveitendur, sem
skuldunautar þeirra kalla
„hrægamma“, taki þeirra
vanda á sig líka? Vanda
þessara 16 þúsunda sem
komu sér á vanskilaskrá
án nokkurrar utanaðkom-
andi „aðstoðar“? Af ein-
hverjum orsökum hefur
hin sjálfhverfa kynslóð
aldrei gefið neitt svar við
þessari einföldu spurn-
ingu? Þeir Bjarni og Sig-
mundur Davíð vita því ekki hvað
skuldsetta fólkið vill nákvæmlega.
Vill það „forsendubrestinn“ einan
bættan – eða vill það að skuldir
þess alls séu greiddar niður,
hvernig svo sem skuldavandinn
er til kominn?
2007 á góðri leið
Vill þetta fólk virkilega fá lífs-
hættina eins og þeir voru fyrir
hrun aftur – fá aftur ástandið sem
skóp „forsendubrestinn“? Þegar
draumurinn var að græða á daginn
og grilla á kvöldin. Þegar íslensk
heimili urðu á fjórum árum skuld-
settustu heimili innan OECD. Ég
fæ satt að segja ekki séð annað en
að íslenska þjóðin sé á góðri leið
áleiðis að því markmiði – án nokk-
urrar hjálpar annarra en sjálfrar
sín. Árið 2007 námu yfirdráttar-
skuldir heimilanna, kreditkorta-
skuldir og neyslulán 77 milljörðum
króna. Nú nálgast þessar skuldir
90 milljarða! Fyrir hrun hugð-
ust fjölmargir Íslendingar hagn-
ast á því að slá lán til hlutafjár-
kaupa, græða á því morð fjár og
komast með tærnar á hæla gull-
drengjanna, sem var æðsti óska-
draumur fjölmargra heimilisfeðra.
Nú eru menn aftur byrjaðir á sama
athæfi. Slá lán til hlutafjárkaupa í
von um margfalda uppskeru. 2007
er komið á færibandið og færist
nær!
Aftur hægt að grilla
Heildarhagsmunir er orð sem
virðist vera illskiljanlegt, a.m.k.
er það ekki í hávegum haft. Góð-
kunnur rithöfundur og íslensku-
maður sagði mér á dögunum, að nú
skildu nemendur í íslenskunámi;
framhaldsnámi; ekki lengur orðið
„blæbrigði“. Hví ætti fólk þá að
skilja orðið „heildarhagsmunir“?
Samt er þó enn fullur skilningur á
orðinu „eiginhagsmunir“. Þar er átt
við budduna, hvað kemur mikið af
aurum í hana og að aurarnir komi
strax. Sama hvaðan „gott“ kemur;
hvort heldur frá afa og ömmu, frá
nágrönnunum nú eða „hrægömm-
unum“ – bara að það komi, komi
strax og komi nóg. Þá getum við
nefnilega aftur farið að grilla.
2007 í augsýn!
Nú er liðinn síð-
asti opnunardag-
ur á skíðasvæð-
inu í Bláfjöllum.
Fjöll in bar við
bláan himinn,
sólin skellihló
og hvítir topp-
ar toguðu til sín
marga skíða-
menn á öllum
aldri bæði á mið-
vikudagskvöld
og fimmtudag.
Haldin var hátíð snjóbretta og
skíðamanna miðvikudagskvöldið
7. maí í dulúðlegri kvöldstemning-
unni.
Af hverju er þetta merkilegt? Jú,
maímánuður er nærri hálfnaður
og enn þá er fullt af snjó á skíða-
svæðinu. Þvílíkt færi, hart og vel
troðið um morguninn, sólin mýkti
svo snjóinn aðeins síðdegis.
Mikil vinna á bak við hvern dag
Í vetur hefur verið opið í Blá-
fjöllum í 74 daga. Þegar mest
hefur verið voru um 5.000 gestir
á svæðinu. Ef skoðað er meðaltal
gesta í vetur hafa verið um 1.100
gestir hvern einasta dag í fjallinu.
Það hefur verið ærin vinna að ná
þetta mörgum dögum í fjallinu
og eiga Einar Bjarnason og hans
harðduglegu starfsmenn mikið
hrós skilið. Ég held að enginn viti
hvað mikil vinna liggur á bak við
glæsilegan dag í Blá fjöllum. Eld-
snemma þarf að byrja að berja ís
af vírum, undirbúa lyftur, kalla
til starfsmenn á hverja vinnu-
stöð og halda svo öllu gangandi
fram til kvölds. Þegar mest hefur
verið að gera eru 50 starfsmenn
að vinna á svæðinu. Þetta er
atvinnuskapandi og ánægjuskap-
andi vinnustaður.
Á degi eins og síðasta opnunar-
daginn voru fjölskyldur með fullt
af börnum á öllum aldri á leið upp
í Töfrateppinu, ein barnalyfta var
opin og starfsmaður kallaði hvatn-
ingarorð til eins gutta sem datt
aftur og aftur: „Þetta er alveg að
koma hjá þér.“ Stöðug umferð var
í fjögurra stóla lyftuna í Kóngsgili
og alls staðar var líf og fjör í frá-
bæru veðri. Að rekstrinum standa
sjö sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu. Ef forsvarsmenn þess-
ara sveitarfélaga sæju hversu heil-
brigt og gott starf fer þarna fram
væru þeir stoltir af að fá að vera
með. Ég vil með orðum mínum
beina þeirri ósk til sveitarfélag-
anna sem reka skíðasvæðið að líta
á fjöllin sem auðlind og það starf
sem þar fer fram. Ég sem skatt-
greiðandi í þessu samfélagi er stolt
af því að leggja eitthvað af mörk-
um til að þessi frábæra íþrótt fái
að vaxa og dafna.
Auðlindin fjöll …
Auðlindin Bláfjöll!
FJÁRMÁL
Sighvatur
Björgvinsson
fv. ráðherra
➜ Vill þetta fólk virkilega fá
aftur lífshættina eins og þeir
voru fyrir hrun …
ÍÞRÓTTIR
Hildur
Jónsdóttir
skíðakona
➜ Þetta er atvinnuskapandi
og ánægjuskapandi vinnu-
staður.
ED DU MED DÍBBLAD NEB?
Nezeril 0,1 mg/ml, 0,25 mg/ml og 0,5 mg/ml nefúði, lausn. 1 ml inniheldur: Oximetazolinhýdróklóríð 0,1 mg, 0,25 mg eða 0,5 mg. Notkun: Nezeril er notað gegn einkennum eins og nefrennsli, bólgum í nefslímhúð og nefstíflu vegna kvefs eða skútabólgu (sinusitis), eða sem
stuðningsmeðferð við miðeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi. Ekki skal nota Nezeril ef þekkt er ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefni þess. Skömmtun: Börn frá 7 mánaða - 0,1 mg/ml, 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Börn frá
2 ára – 0,25 mg/ml, 1 úði í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Börn frá 7 ára – 0,25 mg/ml, 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Fullorðnir og börn frá 10 ára – 0,5 mg/ml: 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Nezeril má mest nota í 10 daga samfleytt. Varnaðarorð: Segið
lækni frá því ef einhverjir aðrir sjúkdómar eru til staðar, sérstaklega hjartasjúkdómar, ofstarfsemi skjaldkirtils eða gláka (þrönghornsgláka), áður en byrjað er að nota Nezeril. Lesið vandlega leiðbeiningar um notkun lyfsins í fylgiseðli. Fulltrúi markaðsleyfishafa: GlaxoSmithKline
ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700. Tilkynning um aukaverkanir: Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700.
Þarftu að losa um stífluna?
Notaðu Nezeril og andaðu léttar.
ÁN
ROTVARNAR-
EFNA
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma er gestur MBA námsins
við Háskóla Íslands, fimmtudaginn 16. maí kl. 12:15-13:00 í stofu
101 á Háskólatorgi.
Fundarefnið: Hvað ræður árangri íslenskra kvenstjórnenda?
Margrét hefur um árabil starfað sem stjórnandi bæði hér á landi
og erlendis. Auk forstjórastarfsins er hún stjórnarformaður N1 og
fékk hún nýlega FKA viðurkenninguna 2013 hjá Félagi kvenna í
atvinnulífinu.
Skráning hjá lena@hi.is
www.mba.is
Margrét
Guðmundsdóttir
„Hún var rétt rúmur metri á hæð
þegar hún ákvað að hún ætlaði aldrei
að verða heimavinnandi húsmóðir.
Ástæðan var einföld og rökrétt,
henni hundleiddust húsverk og þar
með var það afgreitt“
Úr viðtali við Margréti vegna FKA viðurkenningarinnar 2013