Fréttablaðið - 15.05.2013, Side 27
BEINT BEINT
365 MIÐLAR | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Umbrot: Jónas Unnarsson
Hljómsveitin Sigur Rós bætist í hóp
heimsþekktra listamanna þegar með-
limum hennar bregður fyrir í næst-
síðasta þætti 24. seríu Simpsons-þátt-
anna sem sýndur verður á Stöð 2 næsta
mánudag. Tveir síðustu þættir seríunn-
ar verða sýndir í Bandaríkjunum 19.
maí og sólarhring síðar á Stöð 2. Hljóm-
sveitin var einnig beðin um að semja
tónlist fyrir þáttinn en engin hljómsveit
hefur áður hlotið þann heiður. Georg
Hólm, bassaleikari sveitarinnar, segir
verkefnið hafa borið brátt að en það
hafi verið skemmtileg áskorun. „Okkur
skilst að Matt Groening, höfundur
Simpsons-þáttanna, sé mikill aðdáandi
hljómsveitarinnar og þannig hafi þetta
upprunalega komið til. Við erum auðvi-
tað allir aðdáendur þáttanna og fannst
þetta vera skemmtilegt verkefni.“
Meðal frægra tónlistarmanna sem
birst hafa í þáttunum vinsælu eru
Aerosmith, Michael Jackson og bítl-
arnir Ringo Starr, George Harrison og
Paul McCartney.
Georg segir tónlistina sem hljómar
í þættinum hafa verið samda á tón-
leikaferðalagi sveitarinnar um Evr-
ópu í febrúar og mars. „Við settum upp
litlar vinnustofur á tónleikastöðunum
og unnum í þessu verkefni eins og tími
gafst til.“
Þátturinn ber heitið „The Saga of
Carl Carlsson“ og fjallar um ferðalag
Homers, Carls, Lennys og barþjóns-
ins Moes til Íslands. Félagarnir kaupa
lottómiða saman og vinna stóra vinn-
inginn. Carl stelur miðanum og flýr til
Íslands en hann á ættir að rekja þang-
að og dvaldi þar á sínum yngri árum.
Hinir þrír leggja því í ferðalag á eftir
honum og lenda í ýmsum ævintýrum.
Tveir þættir verða sýndir á mánu-
dagskvöld og kemur Sigur Rós fram í
fyrri þætti kvöldsins.
SIGUR RÓS Í SIMPSONS Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar.
Dómarar í American Idol segj-
ast aldrei hafa haft jafn sterka
keppendur og þennan veturinn.
Sérstaklega voru þeir hrifnir
af þeim þremur stúlkum sem
kepptu í síðasta þætti.
Nú eru bara tvær eftir, þær
Candice Glover og Kree Harr-
ison, sem keppa um titilinn
annað kvöld í beinni útsendingu
á Stöð 2 og hefst fjörið klukkan
23.15 þegar sýndur verður fyrri
þáttur vikunnar. Þar syngja
stúlkurnar tvær sem keppa til
úrslita þrjú lög hvor. Síðan verð-
ur skipt yfir í beina útsendingu á
miðnætti þar sem úrslitin verða
tilkynnt.
Í síðasta þætti datt hæfileika-
rík söngkona úr keppni, Angie
Miller, en margir töldu að hún
myndi keppa til úrslita. Það verð-
ur mikið um dýrðir þegar keppn-
in verður send út beint frá Holly-
wood og munu allir keppendur
sem komust í úrslit koma fram í
þættinum auk eldri keppenda.
Ákveðið hefur verið að Americ-
an Idol verður aftur að ári og þá í
þrettánda skiptið. Randy Jackson
hefur tilkynnt að hann ætli að
hætta sem dómari en hann hefur
verið með frá upphafi.
ÚRSLITASTUND AMERICAN IDOL
Kree Anette Harrison er fædd 17. maí
1990 og á því afmæli daginn eftir úrslitakeppnina.
Hún kemur frá Port Arthur í Texas. Sorgaratburðir
höfðu áhrif á líf hennar. Hún missti föður sinn í fl ug-
slysi 11 ára og 19 ára missti hún móður sína.
Candice Rickelle Glover er fædd
22. nóvember 1989. Hún kemur frá eyjunni St.
Helena í Suður-Karólínu. Hún er elst sjö systkina.
Hún hefur verið sögð besti fl ytjandi keppninnar
frá upphafi og eru sigurlíkur hennar miklar.
MYND/GVA
THE SIMPSONS
Kl. 19.45 mánudag
AMERICAN IDOL
Kl. 23.15 fi mmtudag
Billboard-tónlistarverð-
launahátíðin fer fram á
hvítasunnudag og verð-
ur sýnd í beinni útsendingu á Popptíví. Á hátíðinni verður lista-
manninum Prince veitt sérstök heiðursviðurkenning auk þess
sem hann mun taka lagið. Fjöldi vinsælla tónlistarmanna kemur
fram á hátíðinni, þar á meðal Jennifer Lopez og Pitbull, Christina
Aguilera, Justin Bieber og Bruno Mars. Flestar tilnefningar í ár
fengu hljómsveitirnar Maroon 5 og fun., auk söngkonunnar Tay-
lor Swift en þau fengu hvert ellefu tilnefningar.
Kynnir hátíðarinnar er grínistinn Tracey Morgan sem þekkt-
ur er úr grínþáttunum Saturday Night Live og 30 Rock.
Billboard-
verðlaunahátíðin
BILLBOARD
Kl. 00.00 sunnudag