Fréttablaðið - 15.05.2013, Side 21
NÁMSKEIÐ
Námskeiðin eru
haldin eftir pöntun.
Margrét og Örn
verða til dæmis
með námskeið í
Mývatnssveit 6.
júní sem er opið
öllum.
www.gerum bet-
ur.is
ENGIR MINI-BARIR
Stöðugt fleiri hótel leggja niður mini-bari eða hætta að fylla á
þá. Það þykir ekki borga sig að bjóða upp á slíka þjónustu. Miklu
er stolið úr börunum. Nú hefur Hyatt-hótelkeðjan ákveðið að
hætta með barina og fylgir þar í fótspor margra annarra.
Það er lykilatriði að skilja og þekkja hinar mismunandi þjóðir þegar unnið er í ferðaþjónustu. Þetta
veit Margrét Reynisdóttir sem síðustu
þrjú ár hefur safnað saman upplýsingum
sem gefa innsýn í menningarheima og
ólíkar þarfir ferðamanna. Margrét heldur
námskeið fyrir fólk í ferðaþjónustu
ásamt Erni Árnasyni leikara en nám-
skeiðin eru haldin í samstarfi við Sam-
tök ferðaþjónustunnar og Ferðaþjónustu
bænda.
„Markmiðið er að gera aðila í ferða-
þjónustunni betur í stakk búna til að
taka á móti fólki,“ segir Margrét og telur
að aukin þekking skili sér í ánægðari
gestum og meiri hagnaði. Hún segir ís-
lenskar ferðaþjónustur standa misjafn-
lega að vígi varðandi þekkingu og þjón-
ustu. „Ég finn þó fyrir því að fólk þyrstir
í fróðleik.“
En hvernig eru þjóðirnar misjafnar?
„Það er vissulega ekkert algilt í þessum
efnum og það á ekki eitt við um alla.
Hins vegar hef ég heyrt nokkra eigin-
leika sem almennt virðast eiga við. Til
dæmis eru miklar líkur á að gestir frá
Þýskalandi, Japan og Bandaríkjunum
mæti á réttum tíma en Frakkar, Spán-
verjar og Ítalir eru líklegri til að mæta
seint. Gæði matarins skipta svo Frakka
og Japani sérstaklega miklu máli,“ upp-
lýsir Margrét. Japanir þyki þannig afar
þægilegir viðskiptavinir enda séu þeir
hreinlegir og tímanlegir en þeim þurfi að
þjóna af mikilli kurteisi og virðingu. Þá
eru Þjóðverjar einnig vinsælir viðskipta-
vinir. „Þeir ganga afar vel um og búa
jafnvel um rúmin á hótelherbergjunum,“
segir Margrét glettin. Hins vegar verði
öll dagskrá að standast þegar þýskir
ferðamenn séu annars vegar. „Þeir þola
ekki óvissu en Frakkar og Ítalir taka dag-
skrána ekki alvarlega.“
MISJAFNAR ÞJÓÐIR
FERÐIR Margrét Reynisdóttir og Örn Árnason halda reglulega námskeið um
hvernig ferðamenn frá ólíkum löndum þurfa mismunandi þjónustu.
MARGRÉT OG ÖRN
Margrét sér um að
miðla fræðinni en Örn
fjallar um málið út frá
tónlist, leiklist og menn-
ingu. MYND/GVA
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · Hljóðlát
Stórt op > auðvelt að hlaða
Sparneytin amerísk tæki.
<Þvottvélin tekur
heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerísk
gæðavara
Amerísk
gæðavara
Langar þig að starfa í ört vaxandi atvinnugrein
– eða ertu starfandi í ferðaþjónustu?
Kynntu þér spennandi nám sem býður upp á mörg tækifæri og möguleika
Innritun lýkur 31. maí
STARFSTENGT FERÐAFRÆÐINÁM
Ferðamálaskólinn sími: 594 4020
Ævintýralegur
starfsvettvangur
FERÐAMÁLA
SKÓLINN
WWW.MK.IS
Save the Children á Íslandi