Fréttablaðið - 15.05.2013, Side 22
FÓLK|FERÐIR
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ
sem býður auglýsendum að kynna
vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn:
Jónína María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is s 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson
sverrirbs@365.is, s 512 5432
Elsa Jensdóttir
elsaj@365.is s. 512-5427
FRÁBÆRT VERÐ Lambaborgari bernaise með laukhringjum og frönskum kostar
aðeins 1.390 kr. MYND/GVA
Íslenskt lambakjöt hefur fengið heiðurssess á Texasborgurum við Grandagarð. „Í Texas hafa þeir nautið en lambið er auð-vitað langbesta kjöt sem við getum fengið,“ segir Magnús Ingi
Magnússon veitingamaður. „Við úrbeinum og hökkum lambalæri
og búum til hamborgara úr því án nokkurra aukaefna. Þetta er
því eins hreint og heilnæmt gæðahráefni og hægt er að hugsa
sér.“ Lambaborg ararnir ásamt meðlæti kosta aðeins 1.390 kr.
Þeir eru 140 grömm, bornir fram með djúpsteiktum laukhringj-
um, grænmeti og hamborgara- og kryddsósu. Meðlætið er fransk-
ar og ekta heimalöguð bernaise-sósa. Nánar á texasborgarar.is,
og á Facebook.
LAMBABORGARI MEÐ
BERNAISE-SÓSU
Texasborgarar kynna
Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins og Krabbameinsfélag
Reykjavíkur standa að örráð-
stefnu um húðkrabbamein og
sortuæxli fimmtudaginn 16.
maí kl. 16.30. Ráðstefnan er í
húsi Krabbameinsfélagsins í
Skógarhlíð 8.
Frá árinu 1990 til 2000 fjórfald-
aðist nýgengi sortuæxla hjá
Íslendingum. Svipuð aukning
var hjá körlum og konum. Hjá
yngri en 50 ára var aukningin
mun brattari, einkum hjá
konum en þar féll nýgengið
aftur. Líkleg skýring er breyting
í sólbekkjanotkun og að þessi
aldurshópur er duglegri að láta
athuga grunsamlega bletti sem
greindust því fyrr.
Hjá einstaklingum 50 ára og
eldri er myndin önnur. Þar er
nýgengið mun hærra og aukn-
ingin stöðug. Þetta bendir til
þess að eldra fólk þurfi að gera
átak í að láta skoða fæðingar-
bletti.
Guðlaug Birna Guðjónsdótt-
ir, framkvæmdastjóri Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur, setur
ráðstefnuna. Erindi flytja dr.
Bárður Sigurgeirsson húð-
sjúkdómalæknir, Gunnar Bjarni
Ragnarsson krabbameinslækn-
ir, Laufey Tryggvadóttir fram-
kvæmdastjóri Krabbameins-
skrárinnar og Vala Smáradóttir
aðstandandi.
Í lok ráðstefnunnar verða
umræður og fyrirspurnir. Fund-
arstjóri er Helga Möller söng-
kona. Allir eru velkomnir.
ÖRRÁÐSTEFNA UM
HÚÐKRABBAMEIN
Krabbameinsfélag Reykjavíkur kynnir
FYRIRLESTRAR Laufey Tryggvadóttir
er meðal þeirra sem halda fyrirlestra á
ráðstefnunni.
■ BANNAÐ
Tyrkneska flugfélag-
ið Turkish Airlines
hefur bannað flug-
freyjum félagsins að
nota rauðan varalit í
vinnunni. Þetta er gert þrátt fyrir
að litur félagsins og búninga sé
rauður.
Sömuleiðis hefur flugfélagið sett
sig á móti því að flugfreyjurnar
noti hárprjón til að setja upp hár-
ið eða liti það í rauðum tónum.
Það er því ljóst að ekki er auðvelt
að starfa fyrir Turkish Airlines,
enda hafa þær mótmælt þessum
reglum meðal annars með því að
setja eldrauðan lit á varirnar.
Turkish Airlines hefur notið
velgengni undanfarið og fengið
mikið hrós fyrir þjónustu um
borð. Það er news.com.au sem
greinir frá þessu.
EKKI RAUÐAN
VARALIT
Matartengd ferðaþjónusta nýtur sívaxandi vinsælda hérlendis. Þótt hún hafi verið við lýði hér á
landi í áratugi í einhverri mynd má segja
að hún hafi tekið kipp upp úr síðustu alda-
mótum að sögn Laufeyjar Haraldsdóttur,
lektors við Háskólann á Hólum. Skólinn
býður upp á B.A. nám í ferðamálafræði
og er matartengd ferðaþjónusta kennd í
séráfanga í náminu. „Staða matartengdrar
ferðaþjónustu er góð hér á landi og er allt-
af að verða betri og betri. Ísland hefur á
vissan hátt fjarlægst áhersluna á víkingana
í norðri með sína grófu matarhefð og lagt
meiri áherslu á náttúruna og grænu gildin.
Þannig höfum við byggt upp ímynd af
hraustri þjóð í norðri sem lifir af gæðum
náttúrunnar og er stolt af arfleið sinni en
kann samt að færa hana í nútímabúning.“
Hún segir mikil tækifæri felast í matar-
tengdri ferðaþjónustu fyrir smá sem stór
fyrirtæki hérlendis enda líti fleiri og fleiri
ferðamenn á matinn sem mikilvægan hluta
af upplifun á ferðalagi. „Yfirvöld, einstaka
landshlutar og fyrirtækin hafa áttað sig á
þessu og vilja nýta þau tækifæri sem skap-
ast kringum þennan áhuga.“
Að sögn Laufeyjar er Ísland þekktast
fyrir fiskinn og sjávarfangið. „Við eigum að
halda áfram að leggja áherslu á fiskinn en
lambakjötið okkar hefur einnig mikla sér-
stöðu og þessa tengingu við villta náttúru.
Einnig má nefna grænmetið sem ræktað
er með umhverfisvænum orkugjöfum og
mjólkurvörurnar, til dæmis skyr og osta.
Svo erum við að verða sífellt færari í því
að nota jurtir sem bragðaukandi þátt í mat
og sem krydd.“ Ferðamenn taka líka oft
þátt í að veiða matinn eða tína hann og því
verður upplifun þeirra enn meiri. „Þannig
sjá þeir matinn í upprunalegu umhverfi
sínu. Þeir taka líka stundum þátt í að elda
matinn og svo borða þau hann auðvitað
að lokum.“
GÆÐI LANDSINS Í
NÚTÍMABÚNINGI
MATUR Á FERÐALÖGUM Sífellt fleiri ferðamenn líta á mat sem mikilvægan
þátt í upplifun ferðalags. Matartengd ferðaþjónusta vex hratt hér á landi.
KRÆSINGAR
Efst eru ýmsar kræs-
ingar úr náttúrunni.
Til hliðar er saltkjöt og
baunir í nýstárlegum
búningi. Neðst má sjá ís
úr kaplamjólk.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Laufey Haraldsdóttir,
lektor við Háskólann á
Hólum.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Minna að fletta
meira að frétta
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
BESTI FRÉTTA- OG
AFÞREYINGARVEFURINN
Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar
afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og
skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna
það efni sem leitað er að.“