Fréttablaðið - 20.06.2013, Síða 12

Fréttablaðið - 20.06.2013, Síða 12
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 DANMÖRK Fimmtán ára danskar stúlkur ættu að geta tekið sjálfar ákvörðun um það hvort þær láti eyða fóstri. Þetta er skoðun Etisk råd, danskrar sjálfs- eignarstofnunar sem fjallar um ýmisleg siðferðileg álitaefni, og segir frá í Politiken. Rök stofnunarinnar eru þau að fimmtán ára ein- staklingar eru, lögum samkvæmt, þess umkomnir að taka ákvörðun um hvort þeir gangist undir meiri- háttar læknisaðgerðir, og hið sama ætti því að eiga við um fóstureyðingar. Samkvæmt núgildandi lögum þurfa stúlkur undir átján ára aldri að fá samþykki frá forráðamönnum til að fara í fóstureyðingu. Talsmaður Jafnaðarmannaflokksins í heilbrigðis- málum vildi ekki tjá sig um málið áður en það væri rætt innan flokksins. Hins vegar eru Róttæki flokk- urinn og Venstre, sem eru frjálslyndir flokkar, fylgjandi tillögunni, en Íhaldsflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn andsnúnir því að breyta lögum í þessa átt. Á Íslandi miða lög við að stúlkur sextán ára og eldri þurfi ekki samþykki foreldra eða forráða- manna til að gangast undir fóstureyðingu. - þj Sjálfseignarstofnun leggur til breytingar á heilbrigðislögum í Danmörku: 15 ára stúlkur fái að ráða fóstureyðingu LAND- SPÍTALINN Dönsk sjálfs- eignarstofnun um siðferðileg álitaefni telur einráðið að fimmtán ára stúlkur fái að taka sjálfstæða ákvörðun um fóstureyðingar. MYND/RIGSHOSPITALET DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tveimur Akureyringum, 26 ára manni og 29 ára konu, fyrir vopnað rán og sérstaklega hættulega líkamsárás í júní 2012. Í ákærunni er þeim gefið að sök að hafa sammælst um það 3. júní í fyrra að fremja rán í Akureyrar- a póteki í verslunarmiðstöðinni Kaupangi. Þau hafi farið grímuklædd og vopnuð bæði hnífum og kúbeini inn um opnar dyr á starfsmanna- inngangi apóteksins og lent þar í átökum við tæplega fertugan starfsmann. Í ákærunni segir að konan hafi hrint starfsmanninum þegar hann reyndi að halda félaga hennar, sem heitir Alexander Jóhannesson og er margdæmdur ofbeldismaður. Alexander er þá sagður hafa slegið starfsmanninn tvisvar til þrisvar sinnum með kúbeininu, þar af einu sinni í höfuðið, hrifsað með sér peninga sem lágu á borði og í kjölfarið hafi þau bæði stokkið á flótta. Starfsmaðurinn hlaut bólgur á hnakka og eymsli á hálsi. Jafnframt er Alexander ákærður fyrir tvö smávægileg fíkniefnabrot. Ákæran var gefin út síðasta dag maímánaðar og verður þingfest í dag. stigur@frettabladid.is Ákærð fyrir að ræna apótek með kúbeini Margdæmdur ofbeldismaður barði apóteksstarfsmann með kúbeini í fyrra og rændi peningum ásamt vinkonu sinni, að því er segir í ákæru. Sérsveitarmenn fóru í Grímsey sumarið 2008 og handtóku hann eftir að hann hótaði sjóstangveiðifólki. HASAR Í GRÍMSEY Sérsveitarmenn yfirbuguðu Alexander í Grímsey fyrir fimm árum. Hann hafði sveiflað hnífi og sleggju og haft í hótunum við sjóstangveiðifólk. Alexander Jóhannesson á langan sakaferil að baki sem hófst þegar hann var átján og var sektaður fyrir fíkniefnabrot. Síðan hefur hann hlotið nokkra dóma fyrir ofbeldisverk, auðgunar- og fíkniefnabrot. Í júlí 2008 komst hann í fréttir þegar hann gekk berserksgang vopnaður hníf og sleggju á fögnuði í tengslum við árlega sjóstangveiðihátíð í Grímsey, hafði í hótunum við fólk og veittist að sérsveitarmönnum sem þangað voru komnir til að handtaka hann. Fyrir það fékk hann fjögurra mánaða fangelsisdóm. Mánuði áður hafði hann fengið 20 mánaða dóm fyrir að stinga þrjá menn með hníf á Akureyri. Við ákvörðun þeirrar refsingar var tekið tillit til ungs aldurs og þess að hann var byrjaður að snúa lífi sínu á réttan kjöl. www.volkswagen.is Nýr Golf kostar frá 3.390.000 kr. Komdu og reynsluaktu bíl ársins Golf Trendline, 1.4 TSI, beinskiptur, 122 hestöfl. Nýr Golf. Evrópu- og heimsmeistari Volkswagen Golf var kosinn bíll ársins í Evrópu 2013 á bílasýningunni í Genf og 66 bílablaðamenn hvaðanæva að útnefndu hann bíl ársins í heiminum á bílasýningunni í New York. EFNAHAGSMÁL Hækkun íbúða- verðs á höfuðborgarsvæðinu í maí hefur ekki verið meiri í einum mánuði síðan í júní í fyrra. Þetta kemur fram í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Hækkunin nam 1,3 prósentum í mánuðinum og er sögð skýrast að mestu af mikilli hækkun á verði íbúða í fjölbýli, en þær hafi hækkað um 1,7 prósent milli mánaða. „Verð sérbýla hækkaði hins vegar um 0,1 prósent á milli mánaða.“ Síðustu 12 mánuði er íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sagt hafa hækkað um 6,5 prósent, en um 3,2 prósent að raunvirði. - óká Íbúðaverð hækkar í borginni: Mesta hækkun frá fyrrasumri REYKJAVÍK Greining Íslandsbanka segir hraða í verðhækkun húsnæðis hafa aukist að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AFGANISTAN, AP Stjórnvöld í Afganistan frestuðu í gær við- ræðum við Bandaríkin um fram- tíðarfyrirkomulag samstarfs ríkjanna í öryggismálum. „Í ljósi þess að mótsagnir eru milli yfir- lýsinga og efnda Bandaríkjanna varðandi friðar- ferlið,“ segir í tilkynningu frá Hamid Karzai forseta, „hefur afganska stjórnin frestað tví- hliða viðræðum um öryggismál milli Afganistans og Banda- ríkjanna.“ Ástæða þess er að Bandaríkin tilkynntu í gær um tvíhliða við- ræður við talibana á næstu dögum, áður en Afganar yrðu kallaðir að borðinu. Karzai hafði skömmu áður boðað til viðræðna við talibana, en nú er óvíst hvenær þær fara fram. - þj Karzai forseti Afganistans: Svekktur út í Bandaríkin HAMID KARZAI ➜ Danskar stúlkur yngri en átján ára gamlar þurfa samþykki foreldra fyrir fóstureyðingu en á Íslandi er miðað við 16 ára aldur. ÍTALÍA Hönnuðirnir Domenico Dolce og Stefano Gabbana hafa verið sakfelldir fyrir skattsvik af dómstóli í Mílanó á Ítalíu. Samkvæmt dómnum láðist þeim félögum að telja milljarð evra til skatts, en það eru rúmar 160 milljónir króna. Dolce og Gabbana neituðu ásökununum. Fyrirtækið Dolce&Gabbana var stofnað árið 1985. Merkið er þekkt um allan heim og er hagnaður af fyrirtækinu yfir milljarður á ári. Skattsvikamál á Ítalíu: Dolce og Gabb- ana sakfelldir ÖRYGGISMÁL Kjarnorkuvopnum fækki Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, kallaði í gær eftir því að Bandaríkjamenn og Rússar fækki kjarnorkuvopnum sínum enn frekar. Sagðist hann viss um að öryggi Bandaríkjanna yrði ekki ógnað þótt kjarnorkuvopnum landsins yrði fækkað um þriðjung. Þá sagði Obama að hann myndi leita eftir viðræðum við Rússa um málið auk þess sem hann myndi hvetja önnur ríki Evrópu sem eiga kjarnorkuvopn til að minnka vopnabúr sitt. ➜ Stakk þrjá og gekk berserksgang í Grímsey

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.