Fréttablaðið - 20.06.2013, Page 32

Fréttablaðið - 20.06.2013, Page 32
KYNNING − AUGLÝSINGPlastiðnaður FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 20132 Sigurplast er gamalgróið og leiðandi umbúðafyrirtæki sem hefur starfað hérlendis í rúmlega hálfa öld. Fyrir- tækið hefur alla tíð boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölbreyttar heildarlausnir í umbúðamálum, hönnun og dreifingu. Fyrir nokkrum árum skipti fyrirtækið um eigendur og í dag er framkvæmda- stjóri þess Ragnar I. Pétursson. Hann segir rekstur félagsins hafa alla tíð gengið vel þótt smá hiksti hafi komið á reksturinn kringum hrunið. „Meginstarfsemi Sigur- plast hefur alla tíð verið í framleiðslu og innflutningi á plastumbúðalausnum, þá helst fyrir matvælaframleiðendur hér- lendis en einnig fyrir fjölda smærri aðila. Við höfum meðal annars framleitt plast- umbúðir fyrir f lest helstu matvælafyrir- tæki landsins eins og Vogabæ, Gunnars og Kjarnavörur. Sigurplast hefur einnig framleitt og merkt umbúðir utan um hið fræga SS pylsusinnep sem allir Íslendingar þekkja auðvitað og nánast allar grillsósur sem landinn kaupir yfir sumarið.“ Fyrir utan matvælageirann framleiðir Sigurplast einnig umbúðir fyrir lyfjaiðn- aðinn hérlendis og má þar meðal annars nefna fyrirtæki eins og Lýsi og Actavis. „Svo má ekki gleyma einum af elstu við- skiptavinum Sigurplasts sem er Mjöll Frigg en við höfum séð um umbúðaframleiðslu fyrir hreinlætisvörur þeirra í marga ára- tugi.“ Plastpokar eru ein af þeim lausn- um sem Sigurplast framleiðir en um er að ræða poka úr efninu sellófan sem notaðir eru sem gjafaumbúðir en einnig sem um- búðir utan um íslensku páskaeggin frá Nóa Síríus. Reynslumiklir starfsmenn Framleiðsla fyrirtækisins fer fram í Mos- fellsbæ en þangað flutti fyrirtækið starfs- semi sína árið 1990. „Fyrir utan eigin framleiðslu er innflutningur fyrirtækisins mikill og er stöðugt að aukast. Hann nálg- ast nú um þriðjung veltu fyrirtækisins. Einnig má nefna að við flytjum inn mikið magn tappa sem notaðir eru á ýmsar gerðir af flöskum, auk þess að flytja inn allt frá 30 lítra fötum niður í 150 millilítra fötur en salan á þeim eykst stöðugt.“ Starfsfólk Sigurplasts hefur flest unnið hjá félaginu í mörg ár og jafnvel áratugi í sumum tilvika. Sú mikla reynsla skilar sér að sögn Ragnars í mikilli þekkingu á plast- umbúðum bæði fyrir matvöru og efna- fyrirtæki. „Svo má geta þess Sigurplast endur nýtir allt hráefni sem fellur til við framleiðsluna og við hendum engum úr- gangi. Úr þessu hráefni hafa til dæmis verið framleiddar kúlur sem notaðar eru í gólf- plötur í stórum byggingum eins og tónlist- ar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu.“ Nánari upplýsingar um vörur og þjónustu Sigurplasts má finna á www.sigurplast.is. Heildarlausnir í hálfa öld Þegar kemur að framleiðslu og innflutningi plastumbúða er Sigurplast í fremstu röð. Fyrirtækið hefur þjónað landsmönnum í rúmlega hálfa öld með góðum árangri. Flestir starfsmenn Sigurplasts hafa starfað hjá fyrirtækinu í áratugi og búa yfir mikilli þekkingu sem nýtist viðskiptavinum vel. Sigurplast býður viðskiptavinum upp á fjölbreyttar heildarlausnir í umbúðamálum, hönnun og dreifingu. MYND/VALLI Pokar og plast fá annað hlutverk Plastpoka og plastílát ýmiss konar má nota til margvíslegra hluta þegar hefðbundnu hlutverki þeirra lýkur. Poka má til að mynda klippa niður í lengjur og hekla úr þeim töskur og mottur og flöskur og brúsar geta breyst í hirslur undir smáhluti og jafnvel í lítil gróðurhús. Á Pinterest má finna óteljandi hugmyndir að sniðugum hlutum úr gömlu plasti. Gamall djúsbrúsi verður að garðkönnu með lítilli fyrirhöfn. Þeir sem eru slungnir með heklunálina geta snarað fram inniskóm úr gömlum plastpokum. Sjálfvökvandi blómapottar úr flöskum sem búið er að skera í tvennt og stinga stútnum ofan í botninn. Stórsniðugt fóður- búr fyrir fugla úr plastflösku og tré- sleifum sem hengja má upp í tré. Afskorin gos- flaska getur þjónað hlutverki gróðurhúss utan um græna sprota.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.