Fréttablaðið - 20.06.2013, Page 33

Fréttablaðið - 20.06.2013, Page 33
KYNNING − AUGLÝSING Plastiðnaður20. JÚNÍ 2013 FIMMTUDAGUR 3 Hönnun, efnissala og fram-leiðsla á einum stað tengir saman Merkingu og Format, því það sem við hönnum og teikn- um getum við einnig framleitt að mestu,“ segir Pétur Ingi Arnarson framkvæmdastjóri um hið nýsam- einaða fyrirtæki. „Markmið okkar er veita við- skiptavinum heildarlausnir sem eru sérsniðnar að þeirra þörfum. Sam- spil fagurrar hönnunar og fullkom- inna framleiðslu- tækja gerir okkur kleift að framleiða v ö r u r m e ð mjög örugg- um hætti; allt f r á f lók nu m innréttingum yfir í skiltagerð f y r i r f y r i r tæk i og einfalda óróa í glugga,“ útskýrir Pétur Ingi. Merking Form- at vinnur ekki ein- göngu hluti úr hinum ýmsu tegundum plasts heldur einnig úr pappa, „reboard“, krossviði, mdf-plötum og stáli. „Tækjabúnaðurinn er afburða- góður og tölvustýrðir fræsarar og laser-skurðarvél í aðalhlutverki. Við getum einnig beygt og form- að plasttegundir í þar til gerðum hitabeygjuvélum og ofni,“ upplýsir Pétur Ingi. Fyrirtækið á í góðu samstarfi við fjölda hönnuða og arkitekta þegar kemur að vöruþróun og framleiðslu á þeirra vörum. „Með því að sameinast Merk- ingu getum við nú boðið upp á pakkningar úr bylgjupappa fyrir vörur sem við framleiðum og auk þess prentað myndir og grafík beint á plexigler. Það er afar skemmtileg vinnsla og gefur aukna möguleika á fjöldaframleiðslu smá- hluta og f leira,“ segir Pétur Ingi. Mörg stærri verk- efni Merkingar Form- ats snúast um sjálfsaf- greiðslu í verslunum. „Þar framleiðum við til dæmis nammi- bari, bakarí og blaða- rekka. Verkefnin eru eins mismunandi og þau eru mörg og taka þarf tillit til ólíkra þátta ef vel á að takast til. Velja þarf réttu efnin og hanna traustar vörur sem þola þá um- gengni sem ætlast er til. Við erum reynslumiklir í þessum geira og höfum hannað fjöldann allan af úr- lausnum sem reynst hafa vel,“ segir Pétur Ingi. Efnissala er stór hluti vörufram- boðs Merkingar Formats og í boði fjölmargar tegundir og þykktir af plexigleri og skyldum plasttegund- um. Hægt er að kaupa plötur í heilu lagi eða niðursagaðar eftir óskum, og einnig plaströr og öxla. „Stór hluti okkar verkefna hefur einnig snúist um framleiðslu og umsjón með uppsetningu á hinum ýmsu sýningum. Má þar nefna Upp- lýsingamiðstöð þjóðgarðsins í Ás- byrgi, Gljúfrastofu og 200 ára af- mælissýningu um Jón Sigurðsson, sem sett var upp á Hrafnseyri,“ út- skýrir Pétur Ingi. Sameiginlegur starfsmanna- fjöldi Merkingar Formats verður um 37 manns og ársvelta um 500 milljónir. Fram í september verður starfsemi Formats Akron óbreytt að Gjótuhrauni 3 í Hafnarfirði. Þá mun öll starfsemi sem tengist sölu og vinnslu á plexigleri og plast- efnum flytjast í hús Merkingar að Viðarhöfða 4 í Reykjavík. Sjá meira á www.merking.is og www.format.is. Lególand er einn þekktasti skemmtigarður í Danmörku og vinsæll hjá fólki á öllum aldri, ekki síst börnunum. Í Lególandi er bæði margt að sjá og gera þannig að það þarf að minnsta kosti heilan dag til að upplifa sem mest. Lególand er byggt úr meira en 60 milljónum legókubbum sem gerðir eru úr plasti. Margir Íslendingar hafa heimsótt þennan skemmtilega garð en stutt er frá flugvellinum í Billund í garðinn. Í garðinum er fjöldi veitingahúsa þar sem gott er að tylla sér niður á milli þess sem skoðað er. Auk þess er þar hótel Legoland sem er ævintýri líkast fyrir börnin. Hótelið er í miðju ævintýra- landinu. Í Lególandi má sjá heilu borgirnar sem byggðar eru úr plast- kubbum en ekkert hefur verið til sparað til að gera þessa smá- veröld sem eðlilegasta. Í garðinum er hægt að fara í lest, sigla á bát, aka bíl og skoða mörgæsir og vísindatæki. Þá eru margvísleg skemmtitæki sem öll börn kunna að meta. Lególand er fullkomin ævintýraveröld og hugmyndaflugið óþrjótandi. Lególand opnaði 7. júní 1968 og er því 45 ára á þessu ári. Garð- urinn hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Hugmyndin varð til árið 1960 þegar Legó-kubbarnir höfðu náð miklum vinsældum um allan heim. Ferðamenn streymdu til verksmiðjunnar til að skoða þessa flottu kubba. Um 20 þúsund gestir komu árlega í Legó-verksmiðjuna áður en garðurinn var opnaður. Lególand 45 ára Lególand er byggt úr meira en 60 milljónum legókubbum sem gerðir eru úr plasti. Guðmundur Arason ehf., eða GA Smíðajárn, er rúmlega fjörutíu ára fjölskyldu- fyrirtæki. Það hefur lengst af sér- hæft sig í innflutningi og sölu á járni og stáli en hin síðari ár hefur fyrirtækið einnig boðið upp á önnur hágæðaefni á borð við plast af ýmsu tagi. „Við höfum nýlega hafið sam- starf við belgíska f yrirtækið Quadrant um innflutning á iðn- aðarplasti á borð við pólýetýlen og POM. Quadrant, sem varð nýlega hluti af Mitsubishi-samsteypunni, er leiðandi á sviði hátækni-plast- efna,“ segir Þórhallur Óskarsson, sölustjóri hjá Guðmundi Arasyni. „Iðnaðarplastið er notað í fram- leiðslu á fiskvinnsluvélum og hefur yfir að búa ýmsum sérstök- um eiginleikum. Efnið er bæði létt og slitþolið, auk þess sem auðvelt er að þrífa það,“ upplýsir Þórhallur en viðskiptavinir fá efnið afhent í plötum sem þeir síðan vinna úr. Þórhallur segir miklar framfarir hafa orðið í vinnslu plastefna und- anfarin ár, sérstaklega í iðnaðar- plasti. „Þar má líkja því við há- tækniiðnað en fólkið hjá Quadrant vinnur til dæmis að því að finna lausnir og reyna að þróa plastefni til sérhæfðra verka,“ segir hann en viðskiptavinir Guðmundar Ara- sonar geta sérpantað iðnaðarplast hjá fyrirtækinu. Á veggi í matvælafyrirtækjum Guðmundur Arason f lytur inn PVC-plast frá VEKA í Þýskalandi. „PVC-efnið hefur verið notað í auknum mæli undanfarið. Þetta eru hvítar plötur sem eru mjög vinsælar í hin ýmsu rými þar sem hreinlæti þarf að vera í full- komnu lagi,“ segir Þórhallur og nefnir þar fyrirtæki í matvæla- vinnslu, allt frá frystitogurum til kjúklingasláturhúsa. „Plöturnar eru notaðar sem veggklæðning- ar. Þær eru auðvelt að þrífa og þola öll hreinsiefni,“ segir hann. PVC er einnig notað í margt annað. Til dæmis í skiltagerð og í klæðning- ar á svalir, enda þykir efnið þykir henta mjög vel í slíkt þar sem það er viðhaldsfrítt. Að lokum er Guðmundur Ara- son einnig með plast fyrir bygg- ingaiðnað. Þar má nefna ylplast sem notað er í gróðurhús og sól- skála og glært báruplast. „Það hefur sama form og gamla góða bárujárnið og er oft notað í loft á stórum skemmum og jafnvel í gróðurhús.“ Hjá fyrirtækinu starfa um 20 manns en starfsstöðvar fyrir- tækisins eru að Skútuvogi 4 og Rauðhellu 2, auk þess sem rekin er söluskrifstofa á Akureyri. Nánari upplýsingar má finna á www.ga.is og í síma 568-6844. Létt og slitþolið efni Guðmundur Arason ehf. flytur inn þrenns konar plastefni. Iðnaðarplast frá gæðamerkinu Quadrant í Belgíu, PVC-plastplötur frá VEKA í Þýskalandi og ýmiss konar plast í byggingariðnað. Þórhallur Óskarsson sölustjóri hjá Guðmundi Arasyni ehf. segir miklar framfarir hafa orðið í vinnslu plastefna. MYND/ANTON Allt frá innréttingum yfir í óróa Nú í sumarbyrjun sameinuðust fyrirtækin Merking ehf. og Format Akron ehf. undir nafninu Merking Format. Aðalsmerki fyrirtækisins er að veita viðskiptavinum sínar sérsniðnar heildarlausnir þar sem hönnun, efnissala og framleiðsla fer fram á einum og sama staðnum. Pétur Ingi Arnarson er framkvæmdastjóri Merkingar Formats þar sem möguleikar á hönnun, efnisvali og framleiðslu eru nær takmarkalausir. Á gula spjaldinu má sjá hönnun sem er nákvæmt útskorin í laser-skurðarvél. MYNDIR/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.