Fréttablaðið - 20.06.2013, Page 50

Fréttablaðið - 20.06.2013, Page 50
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 ➜ Hefbundinn morgunn hjá Birni hefst rétt fyrir fjögur að morgni. Þá hjólar hann í tvo til þrjá tíma og fer svo með hjóla- félögum í morgunmat á matartorgi sem er í borginni. „Ég hef ekki átt bíl í tíu ár og hef notað hjól sem samgöngumáta í London, Haag og Singapúr. Ég hef líka stundað langhlaup og fjallgöngur. Þegar ég svo prófaði hraðskreitt götuhjól þá varð ekki aftur snúið. Það kom svo fljótlega í ljós að ég virtist eiga tiltölulega auðvelt með að hjóla hratt, langt og upp brekkur. Þrjóska og vilja- styrkur hjálpa líka til í svona úthaldsíþróttum en þegar mest á reynir kalla ég á Þór, Óðin og Freyju,“ segir hjólagarpurinn og hagfræðingurinn Björn Arnar Hauksson. Björn er búsettur í Singapúr ásamt fjölskyldu sinni og stundar hjólreiðar af miklum móð og hefur meðal annars lent í efstu sætum í hjólreiðakeppnum víða um Malasíu og í Taílandi. Inntur út í árangur sinn viður- kennir Björn Arnar að það sé ávallt gaman þegar vel gengur. Hann stundar íþróttina sex sinnum í viku og byrja æfingar klukkan 04.30 að morgni því þá er veður svalara og minni bíla- umferð. „Á virkum dögum fer ég 50 til 80 kílómetra en um helgi allt að 200 kílómetra í senn. Suma daga æfum við spretti eða brekkur. Ég nota að jafnaði þrjú hjól: eitt fyrir æfingar og keppnir, annað í samgöngur og það þriðja í inn- kaup og snatt í hverfinu.“ Björn Arnar nam hagfræði og tölvunarfræði við Háskóla Íslands og flutti árið 2006 til London þar sem hann vann í hrá- vörukauphöll þar sem verslað er með olíu, sykur, appelsínur og kaffi svo fátt eitt sé nefnt. „Nokkrum árum síðar fluttist ég ásamt konu minni, Kristínu [Viggósdóttur], til Hollands og hóf störf hjá einu stærsta auð- lindafyrirtæki heims. Skrif- stofunni í Haag var svo lokað í fyrra þar sem viðskiptin hafa færst til Asíu og mér var boðið að flytja til Singapúr,“ útskýrir hann. Fjölskyldunni líkar lífið í Singapúr vel þó að veðráttan sé stundum til ama. „Hitastigið hér er að jafnaði yfir 30 gráðunum og mikill raki, en maður lærir að laga sig að aðstæðum. Það er frábært að fá tækifæri til að kynnast menningunni hér. Við ferðumst mikið og reynum eins og kostur er að lifa eins og inn- fæddir. Fimm ára dóttir okkar, Góa, hefur lært hollensku, ensku og er nú að spreyta sig á kín- versku,“ segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Hjólar allt að tvöhundruð kílómetra í senn Björn Arnar Hauksson, hagfræðingur í Singapúr, tók að æfa hjólreiðar fyrir stuttu. Hann hefur þegar lent í efstu sætum í hjólreiðakeppnum í Malasíu. Á FLEYGIFERÐ Björn Arnar Hauksson stundar hjólreiðar af miklum móð í Singapúr. Þó hann hafi aðeins æft íþróttina í stuttan tíma hefur hann þegar lent í efstu sætum í hjólreiða- keppnum í Malasíu og Taílandi. ?Þetta er ekki beint spurning um kynlíf en tengist því samt. Mig langar að verða kynfræðingur en ég er bara að klára stúdentinn og ég veit ekkert hvað ég þarf að vera búin að læra eða hvernig þetta virkar allt saman. Hvað gera kynfræð- ingar? Gætir þú aðstoðað mig? ●●● SVAR Ég hugsa að við þrjár sem berum og notum titilinn kyn- fræðingur á Íslandi tökum því mjög fagnandi að fleiri langi til að nema fagið. Eins og staðan er í dag þá er hægt að læra kynfræði við Háskóla Íslands á framhalds- námsstigi eða í Endurmenntun en einungis til diplóma. Því þarft þú fyrst að afla þér BA- eða BS-gráðu og hún getur verið úr hinum ýmsu greinum. Í mínu námi voru nemendurnir með bakgrunn í hjúkrunarfræði, sál- fræði, félagsráðgjöf og listmeð- ferð. Þetta er þó ekki upptalning á náminu sem kemur til greina og þarf að kynna sér hvaða kröfur hver skóli setur. Kyn- fræði til meistaragráðu er kennd víða um heim en oftar en ekki er hún kennd á móðurmáli viðkom- andi lands svo það ber að hafa í huga þegar nám er valið. Meist- aranámið er yfirleitt um tvö ár svo þetta eru alls um fimm ár í háskóla (getur þó verið misjafnt eftir grunnnámi). Ég lærði í Curtin-háskóla í Vestur-Ástralíu en veit til þess að náminu var breytt aðeins eftir að ég útskrifaðist þaðan. Þá er gott að hafa í huga að umsóknarferlið getur verið langt og margra gagna krafist, svo gott er að gefa sér góðan tíma í að skoða þetta allt saman og undir- búa umsóknina. Þegar ég var að skoða þetta þá gerði ég stórt skipulagsskjal yfir hvað hver skóli vildi fá og svo skoðaði ég kennarana við deildina og hvaða fög voru í boði. Þetta er smá dund en vel þess virði. Kynfræðingar geta unnið við ýmiss konar störf og fer það líka að miklu leyti eftir því hvaða gráðu þú ert með í grunninn og hvar áhugamálin þín liggja. Þú getur til dæmis sinnt kyn- fræðslu, skrifað bækur, unnið við ráðgjöf, unnið við rannsóknir eða bara það sem þér dettur í hug. Kynfræðingar gera allskonar KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Á virkum dögum fer ég 50 til 80 kílómetra en um helgi allt að 200 kílómetra í senn. Suma daga æfum við spretti eða brekkur. Samkvæmt vísindamönnum við Bristol-háskóla í Bretlandi er kaffi meira ávanabindandi en áður var talið. Margir kannast við tilfinninguna að vakna ekki almennilega fyrr en búið er að drekka fyrsta bollann og kenna koffíninu um. Vísindamenn segja að það sé hins vegar þannig að líkaminn sé að bregðast við fráhvörfum frá síðasta bolla með því að vakna við fyrsta bollann. Fráhvörfin frá kaffinu lýsa sér í þreytu og höfuðverk. „Fyrsti kaffibollinn kemur manni einfaldlega í venju- legt ástand aftur,“ segir Peter Rogers, sem hefur rannsakað kaffi í 20 ár. Í rannsókninni kom einnig í ljós að kaffibollarnir sem maður drekkur yfir daginn hafa ekki nærri því jafn mikil áhrif og fyrsti bollinn. Kaffi ávanabindandi Kaffi bollinn býr til fráhvörf á borð við hausverk og þreytu samkvæmt nýjustu rannsóknum. KAFFIFRÁHVÖRF Kaffi er meira ávanabindandi en áður var talið og fráhvörfin eru höfuðverkur og þreyta. örur ð þér arv a me Rekstr - vinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.