Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2013, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 20.06.2013, Qupperneq 58
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT VEIÐI | 46 Laxveiðin fer mjög vel af stað víðs vegar um land. Veiðimenn eru einróma um að laxinn sé vel haldinn og greinilegt að hann hafi haft nóg æti í sjónum. Í veið- inni er venjan sú að tveggja ára lax, lax sem hefur verið tvö ár í sjó, skili sér fyrst í árnar. Það hefur hann gert í ár en það sem vakið hefur sérstaka athygli nú er að smálaxinn er þegar farinn að ganga og hann virðist vænni en í fyrra. Þótt allt of snemmt sé að spá fyrir um veiði sumarið lofar þessi byrjun svo sannar- lega góðu. Óskabyrjun Í Þverá, sem opnaði 12. júní, voru í fyrrakvöld komnir 40 laxar á land, þar af kom 21 í opnuninni. Í Kjarrá, sem opnaði 15. júní, eru komnir 54 laxar á land. „Þetta er óskabyrjun,“ segir Ingólfur Ásgeirsson. „Þetta er einhver besta opnun í Þverá í manna minnum. Að stærstum hluta er þetta fallegur tveggja ára lax sem er mjög vel haldinn og smálaxinn sem hefur líka verið að skila sér sem er mjög jákvætt. Við verðum líka að átta okkur á því að við erum á milli strauma – það verður ekki stórstreymt fyrr en eftir helgi. Vegna þessa er mjög merkilegt að við séum að sjá svona sterkar göngur strax.“ „Ástandið á stofninum virðist vera eins og best verður á kosið og það má segja að það sé staðan úti um allt land. Veiðimálastofnun var líka að benda á að ástandið í sjó hafi verið með besta móti – fiskurinn hafi nóg æti. Síðan er líka spurning hvort eitthvað af þessum laxi sem skilaði sér ekki í fyrra sé að gera það núna. Það væri óskandi. Það er því ekki hægt að segja annað en að þetta allt saman gefi tilefni til þess að vera bjartsýnn fyrir sumarið.“ Þykkur og pattaralegur Haffjarðará opnaði á sunnu- daginn, 16. júní. Fyrstu þrjá dagana veiddust 40 laxar og var eingöngu veitt á þrjár stangir. Einar Sigfússon, einn eigandi árinnar, segir þetta alveg ljóm- andi byrjun. „Þetta er betri byrjun en undan farin ár og eins og annars staðar kemur fiskurinn mjög vel haldinn úr sjó,“ segir Einar. „Ég man varla eftir að hafa séð svona fallega fiska í byrjun sumars. Laxinn er þykkur og pattara legur. Sömu sögu er hægt að segja um smálaxinn þannig að þetta lofar allt mjög góðu tel ég. Nú krossar maður bara fing- urna og vonar að framhaldið verði í sama dúr.“ Fluga vikunnar er Black Eyed Prawn, sem tældi fyrsta lax sumarsins í Norðurá þann 5. júní. Veiði hófst klukkan sjö og var laxinn kominn á þremur mínútum síðar. Black Eyed Prawn, sem stundum er skammstöfuð BEP, er forveri Frances-flugunnar. Flug- an var upphaflega hnýtt á sjö- unda áratugnum af Peter Dean. Frances-flugan hefur í tímans rás þróast úr þessari flugu í þá útgáfu sem við þekkjum í dag. Best er að veiða fluguna þannig að kastað er þvert á straum eða jafnvel upp í straum, línunni mendað og flugan látin „damla“ niður og jafnvel skrapa árbotninn. Best að láta þessa damla Laxveiði hefst í Elliðaám í dag. Klukkan sjö mun Reykvíkingur ársins renna fyrir laxi í Foss- inum og Jón Gnarr borgarstjóri. Það mun ekki verða tilkynnt hver er Reykvíkingur ársins fyrr en skömmu áður en veiði hefst. Á vefsíðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur kemur fram að mikill lax sé kominn í árnar miðað við árstíma. „Þess má geta að sést hefur til stórlaxa í vor á Elliðaárvísu, og menn haft á orði að langt sé síðan að jafn vænir laxar hafi gengið árnar. Það eru því vonandi góðir tímar í vændum fyrir veiðimenn í Elliðaánum,“ segir á vef Stanga- veiðifélagsins. - th Veiði hefst í Elliðaám í dag Daníel Þorri Haukson, sem er tíu ára gamall veðimaður, veiddi maríulaxinn við opnun Flókadals- ár í Borgarfirði í fyrradag. Faðir hans, Haukur Birgisson, veiddi einmitt sinn maríulax í sömu á fyrir fjörutíu árum síðan. Afinn, Birgir Jóhannsson, var einnig með í för. Hann hefur veitt í ánni í hartnær hálfa öld. Lax- inn, sem strákurinn veiddi, var fimm punda hrygna og veiddist hann við Steinakvörn. Veiðimaðurinn Ingi Rafn Sigurðsson, hefur opnað Flóku undanfarin sumur. Hann sagði að ástandið í ánni núna minnti á sumarið 2008 en það var metár í ánni. „Í Pokagljúfri var til dæmis krökt af fiski. Þar sáum við lax stökkva á tíu mínútna fresti. Mér sýnist þetta lofa mjög góðu,“ sagði Ingvi Rafn. - ósk, - th Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Hinn tíu ára gamli Daníel Þorri veiddi sinn fyrsta lax í Flókadalsá í Borgarfi rði í fyrradag. Faðir hans og afi voru með í för. Krökt er af fi ski í ánni. Mælingar á hreistri smálaxa í Norðurá og Þjórsá sýna að aðstæður í hafi hafa verið góðar. Þetta kemur fram á vef Veiðimála- stofnunar. „Eins og mönnum er enn í fersku minni var smálaxagengd (lax sem er eitt ár í sjó) og veiði síðasta sumar lítil. Rannsóknir á hreistri sýndu að sjávarvöxtur smálaxa í fyrra var mjög lé- legur,“ segir á vef stofnunarinnar. „Gagnaraðir Veiðimálastofnunar sýna að þegar vöxtur er lítill í sjó eru göngur einnig litlar og þar með veiði. Þetta skýrist af því að þegar skilyrði eru erfið í sjó er vöxtur minni og afföll meiri.“ „Nú eru fyrstu smálaxar sumarsins farnir að sýna sig á veiðislóð. Sýni hafa verið tekin af laxi í Norðurá og í Þjórsá. Mælingar af smálaxahreistri úr báðum þessum ám sýna að sjávarvöxtur er góður. Þetta eru góðar fréttir og gefur sterka vís- bendingu um að smálaxagengd á Suður- og Vesturlandi verði mun betri en á síðastliðnu sumri. Smá- lax á Norðurlandi kemur heldur síðar og þarf einnig að fylgjast vel með ástandi hans þegar hann sýnir sig. Lax er farinn að sýna sig víða í ám. Vísbendingar eru um að stórlax sé smár eins og við mátti búast enda var lax af sama árgangi, þ.e. smálax í fyrra, smár. Hins vegar er smálax einnig mættur í ár á Suður- og Vestur- landi sem er snemmt og veit á gott með veiði sumarsins,“ segir á vef Veiðimálastofnunar. - th ➜ Vísbendingar eru um góðar smálaxagöngur MARÍULAX Daníel Þorri bítur hér veiðiuggan af maríulaxinum. Minna að fletta meira að frétta F ÍT O N / S ÍA BESTI FRÉTTA- OG AFÞREYINGARVEFURINN Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það efni sem leitað er að.“ Laxveiði í nokkrum völdum ám JÓN GNARR Borgarstjórinn sést hér landa laxi í Elliðaánum sumarið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Laxveiðiá Veiði hófst Fjöldi laxa 1 Norðurá 5. júní 153 * 2 Brennan 5. júní 30 * 3 Straumar 5. júní 30 * 4 Ferjukotseyrar 5. júní 4 * 5 Blanda 5. júní 64 ** 6 Þverá og Kjarrá 12. júní 94 *** 7 Haffjarðará 16. júní 40 ** 8 Hítará 18. júní 10 * 9 Skjálfandafljót 18. júní 19 ** 10 Flókadalsá 18.júní 12 ** Blússandi gangur í laxveiðinni Ástandið á laxastofninum virðist vera eins og best verður á kosið segir Ingólfur Ásgeirsson, einn leigutaka Þverár/Kjarrár. „Ég man varla eft ir að hafa séð svona fallega fi ska í byrjun sumars,” segir Einar Sigfússon. * klukkan 13 í gær ** klukkan 22 í fyrrakvöld *** klukkan 13 í fyrradag 1 23 4 5 6 7 8 9 10 Veiði í Blöndu hófst 5. júní og var byrjunin erfið sökum veðurs og þess hversu áin var skoluð. Í fyrrakvöld voru samt 64 laxar komnir á land sem er mjög gott að sögn Þorsteins Hafþórssonar, veiðileiðsögumanns á Blönduósi. „Áin er í rólegheitum að hreinsa sig og hængarnir eru byrjaðir að sýna sig,“ segir Þorsteinn. „Lax- arnir sem hafa verið að veiðast hafa flestir verið á bilinu 80 til 85 sentímetrar en þó veiddist ein 95 sentímetra hrygna hérna á þriðjudagskvöldið.“ Tröllanáttúra Skjálfanda- fljót opnaði á þriðjudag- inn og veidd- ust 19 laxar fyrsta daginn. „Ég held mér sé óhætt að segja að þetta sé besta byrj- un frá upphafi,“ segir Stefán Sigurðsson, sölu- stjóri hjá Lax-á. „Þetta er orðin uppáhaldsáin mín í dag. Þarna er alvöru vatn og tröllanáttúra.“ trausti@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.