Fréttablaðið - 28.06.2013, Page 1
M atreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarps-þáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur uppskrift að BBQ-kjúklingaleggjum
með engifer, chili og hvítlauk. Hægt er að
fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu
máltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarps-
stöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endur-
sýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv is
ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann
sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með
honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi.
BBQ-KJÚKLINGALEGG
SUMARMATUR
HUMARHÁTÍÐ Á HÖFNHin árlega humarhátíð er haldin um helgina á Höfn í Hornafirði, en hún hefur alltaf verið afar vel sótt. Hátíðin var fyrst haldin
árið 1993 og hefur stækkað með hverju árinu. Mikil og
vegleg dagskrá verður í boði alla helgina. Hana má skoða
á hornafjordur.is.
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013
NÝSKÖPUN
Kynningarblað
Umhverfisvænt ský
GreenQloud er íslenskt nýsköpunar-
fyrirtæki sem er með fyrsta umhverfi svæna tölvuský heims. SÍÐA 2
Nýsköpunarsmiðja
Tíu sprotafyrirtæki taka þátt í Startup
Reykjavík 2013 sem Arion banki og Klak-Innovit standa fyrir. SÍÐA 4
Grunnur að
framtíðinni
Mikil gróska á sér stað í starfsemi
nýsköpunarsetursins Klak-Innovit.
SÍÐA 4
Júní 2013Su ardrykkir
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Föstudagur
18
4 SÉRBLÖÐ
Lífið | Sumardrykkir | Nýsköpun
Fólk
Sími: 512 5000
28. júní 2013
150. tölublað 13. árgangur
Eitra fyrir lúpínu Skoða á leiðir til
að útrýma lúpínu sem breiðir úr sér í
Þengilhöfða við Grenivík. 2
29 milljarða bótamáli vísað frá
Einu stærsta skaðabótamáli sem
þrotabú hefur höfðað frá hruni var
vísað frá dómi í gær. Slitastjórn
Landsbankans áfrýjar líklega. 6
Fá ekki auglýstan nethraða Neyt-
endur í Evrópu fá ekki þann nethraða
sem þeir borga fyrir. Ísland er undir
meðaltali Evrópulanda. 12
MENNING Hljómsveitin Kaleo frum-
sýnir myndband við lagið Vor í Vagla-
skógi í kvöld. 30
SPORT Margrét Lára Viðarsdóttir sér
fyrir endann á langri meiðslasögu
sinni. 34
LÍFIÐ
FRÉTTIR
Nú er opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla
Lífi ð
28. JÚNÍ 2013
FÖSTUDAGUR
Baldur Jóhannes
son
og Ásdís María
Elfars dóttir
HEIMSÆKJA
NÝJAN MENN-
INGAR HEIM 2
Kristín Edda
Óskarsdóttir
SÝNIR SPENNA
DI
VARALITATÍSKU
FYRIR SUMARI
Ð4
Berglind
Hreiðarsdóttir
ÚTBÝR FALLEG
A
BRÚÐKAUPS-
KÖKU PINNA 8
www.forlagid.is
EINSTAKT
UPPFLETTIRIT
Yfir 350 fisktegundum gerð skil
Þakklát fyrir foreldrana
Elísabet Eyþórsdóttir í Sísý Ey hefur
verið umkringd tónlist alla tíð. Hún
á fimm ára snilling sem vill aðallega
hlusta á danshljómsveitina Prodigy.
SKOÐUN Hvort er betra að þúsund
ferðamenn sitji heima eða gisti í
svefnsófum fólks, spyr Pawel. 19
UTANRÍKISMÁL Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða
sig sem fyrst hvort aðildarviðræðum við Evrópu-
sambandið verði haldið áfram eða ekki. Þetta segir
Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB.
„Það er svo sem enginn sér stakur tíma-
rammi, en Stefan Füle [stækkunar-
stjóri ESB] hefur sagt íslenskum
stjórnvöldum frá okkar hugmyndum
því við þurfum líka að gera ráðstaf-
anir,“ segir hann. „Eini ramminn
sem við höfum núna til að skipu-
leggja samband okkar við Ísland er
umsóknin ykkar og það sem hefur nú
þegar komið fram í viðræðunum.“
Stano minnist á að ESB
sé kunnugt um að aðildar-
viðræður verði teknar upp
á Alþingi með haustinu og
ekki sé búist við því að
mikið gerist fyrr en þá.
„En það er ljóst að
þetta getur ekki verið sett á ís að eilífu,“ segir
hann. „Þess vegna þurfum við að fá viðbrögð frá
íslenskum stjórn völdum sem fyrst.“
Gunnar Bragi Sveinsson utan ríkis ráðherra hefur
sagt að ekkert sé búið að ákveða varðandi þjóðar-
atkvæða greiðslu um áframhaldandi
aðildarviðræður við ESB. Fram
kom í fréttum Stöðvar 2 á mið-
vikudag að rétt tæplega helm-
ingur þjóðarinnar vildi klára
aðildar viðræðurnar, samkvæmt
nýrri könnun Capacent. Um fjöru-
tíu prósent vilja slíta viðræðum.
- sv
Stækkunarstjóri ESB segir ekki hægt að hafa umsókn á ís að eilífu:
Íslendingar ákveði sig sem fyrst
Bolungarvík 9° V 4
Akureyri 9° V 2
Egilsstaðir 10° NV 4
Kirkjubæjarkl. 13° V 5
Reykjavík 10° V 10
SKÚRIR Í dag verður yfirleitt fremur
hæg vestlæg átt en aðeins hvassara við
S-ströndina. Víða skúrir, einkum V-til í
fyrstu. Hiti víðast 8-14 stig. 4
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín
KÖNNUN Mikill meirihluti landsmanna
er andvígur því að lækka veiðigjöld á
útgerðina eins og ríkisstjórnin áformar,
samkvæmt nýrri skoðanakönnun Frétta-
blaðsins og Stöðvar 2.
Alls eru 70,6 prósent þeirra sem
afstöðu taka í könnuninni andvíg því að
lækka veiðigjaldið en 29,4 prósent eru
hlynnt því að lækka gjaldtökuna.
Meirihluti stuðningsmanna allra
annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins
er andvígur því að lækka veiðigjöldin.
Alls eru 59 prósent þeirra sem myndu
kjósa Framsóknarflokkinn nú andvíg
áformum ríkisstjórnarinnar en 41 pró-
sent vill lækka gjöldin.
Um 39,5 prósent stuðningsmanna
Sjálfstæðisflokksins eru andvíg því að
lækka gjöldin en 60,5 prósent eru því
fylgjandi.
Afstaða stuðningsmanna annarra
flokka er afgerandi. Á bilinu 86 til 90
prósent stuðningsmanna Bjartrar fram-
tíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri
grænna eru andvíg lækkun gjaldanna,
og 74 prósent stuðningsmanna Pírata.
Hringt var í 1.677 manns þar til náðist
í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki hinn
26. og 27. júní. Þátttakendur voru valdir
með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarend-
ur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfalls-
lega eftir búsetu og aldri. Spurt var:
Á að lækka veiðigjaldið eins og ríkis-
stjórnin áformar að gera? Alls tóku 73,3
prósent þeirra sem náðist í afstöðu til
spurningarinnar. - bj
70% vilja óbreytt veiðigjöld
Mikill meirihluti landsmanna er andvígur áformum ríkisstjórnarinnar um að lækka veiðigjöld á útgerðirnar
samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Meirihluti sjálfstæðismanna vill lækka veiðigjöldin.
Afstaða landsmanna til
lækkunar veiðigjalds
Heimild: Skoðanakönnun
Fréttablaðsins og Stöðvar 2
dagana 26. og 27. júní
Spurt var: Á að
lækka veiði-
gjaldið eins og
ríkis stjórnin
áformar að
gera?
FÓLK Þau Daniel Annisius og
Alexia Askelöf gengu í það heil-
aga í Naustavík við Skjálfanda-
flóa á mánudaginn.
Þau starfa bæði hjá hvala-
skoðunarfyrir-
tækinu Gentle
Giants á Húsa-
vík, en þau
kynntust þar
árið 2007.
Daniel segir
athöfnina hafa
verið ævintýri
líkasta.
„Við ferjuð-
um fólkið yfir
flóann í hvalaskoðunarbátnum
okkar, Sylvíu, og athöfnin fór
fram í fjörunni. Svo kom sólin
fram einmitt á meðan á athöfn-
inni stóð, sem var alveg frá-
bært.“
Þau segjast ekki komast í
brúðkaupsferð í sumar vegna
anna í hvalaskoðuninni, en í
haust sé stefnan tekin á að fara í
Interrail-ferðalag. - þj / sjá siðu 38
Parið Daniel og Alexia:
Fundu ástina
í hvalaskoðun
ALEXIA
ASKELÖF
BJÖRGUNIN GEKK VEL Stálskipið Þórsnes II var dregið af strandstað við Skoreyjar í Breiðafi rði í gær, en þar hafði það steytt
á skeri fyrr um daginn. Óttast var að olía gæti lekið frá skipinu en ekki var að sjá nokkuð slíkt í gær. Sjá síðu 4
MYND/RÓBERT A. STEFÁNSSON
En það er ljóst að
þetta getur ekki verið sett
á ís að eilífu.
Peter Stano, talsmaður
stækkunarstjóra ESB
GUNNAR BRAGI
SVEINSSONPETER STANO
29,4%
70,6%