Fréttablaðið - 28.06.2013, Side 4
28. júní 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
SUÐUR-AFRÍKA, AP „Hann er miklu betri í dag en þegar ég sá hann í
gærkvöld,“ sagði Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku í gær, um heilsu-
far Nelsons Mandela, sem var forseti landsins 1994 til 1999.
Mandela hefur legið þungt haldinn á sjúkrahúsi í Pretoríu síðan um
síðustu helgi. Í gær var hann orðinn heldur skárri, brást við snertingu
ástvina og gat opnað augun.
Almennt virðist vera farið að renna upp fyrir íbúum Suður-Afríku
að þessi helsti leiðtogi þjóðarinnar eigi ekki langt eftir. Hann er
orðinn 94 ára og nýtur ómældrar virðingar heima fyrir jafnt sem ann-
ars staðar. - gb
Mandela hresstist nokkuð en var enn í lífshættu:
Zuma hvatti fólk til að biðja
FYRIR UTAN SJÚKRAHÚSIÐ Í PRETORÍU Fjöldi fólks hefur lagt leið sína þangað
síðustu daga að votta Mandela virðingu sína. NORDICPHOTOS/AFP
NOREGUR Innflytjendur búsettir
í Noregi hafa fengið nær öll ný
störf í landinu. Í fyrra fjölgaði
um 38 þúsund störf á vinnumark-
aðnum. Í norskum fjölmiðlum
segir að nær 27 þúsund starf-
anna hafi farið til innflytjenda
búsettra í Noregi. Útlendingar
sem dvöldu í landinu til skamms
tíma fengu afganginn.
Norska alþýðusambandið,
LO, hefur lýst yfir áhyggjum af
þróuninni og óttast að þeir sem
minnst mega sín verði undir á
vinnumarkaðnum. - ibs
Norska alþýðusambandið:
Innflytjendur
fá öll ný störf
DÓMSTÓLAR
Ákært fyrir ítrekaða hráka
Ríkissaksóknari hefur ákært nítján ára
Akureyring fyrir brot gegn valdstjórn-
inni, með því að hafa í fyrrasumar,
á Ráðhústorginu á Akureyri, hrækt
ítrekað á buxur og skó lögreglumanns.
Ákæran var þingfest í Héraðsdómi
Norðurlands eystra í gær.
BANDARÍKIN
Ný innflytjendalög
Öldungadeild Bandaríkjanna samþykkti
í gær nýja innflytjendalöggjöf, sem
getur opnað milljónum ólöglegra inn-
flytjenda leið til að fá ríkisborgararétt.
Meiri andstaða er við lögin í fulltrúa-
deild, sem á enn eftir að fjalla um þau.
UMHVERFISMÁL Ekki var útlit fyrir
að olía hefði lekið úr stálskipinu
Þórsnesi II sem var dregið á flot
í gærkvöldi, rétt áður en Frétta-
blaðið fór í prentun.
Björgunin gekk vel að sögn
upplýsingafulltrúa Landhelgis-
gæslunnar, sem sá um björgunar-
aðgerðir. Til stóð að draga skipið í
höfn til nánari skoðunar, en þyrla
gæslunnar fylgdi á eftir til að fylgj-
ast með hvort olía færi að leka.
Togarinn Helgi SH 135 dró Þórs-
nes II á flot, en það hafði steytt á
skeri við Skoreyjar á Breiðafirði,
austan við Stykkishólm, rétt fyrir
hádegi í gær. Öllum níu skipverjum
var bjargað í land heilum á húfi.
Einar Þór Strand, formaður
björgunarsveitarinnar Berserkja
í Stykkishólmi, sagði í samtali við
Fréttablaðið að aðstæður hefðu
verið með besta móti og að björgun-
in hefði gengið vel fyrir sig.
„Ætli þeir hafi ekki verið allir
komnir í land um það bil 30 til 40
mínútum eftir að útkallið barst,“
sagði hann.
Umhverfisstofnunvar með allan
viðbúnað tiltækan fyrir dráttinn,
meðal annars flotgirðingar.
Í samtali við Fréttablaðið sagði
Róbert Arnar Stefánsson, forstöðu-
maður Náttúrustofu Vesturlands,
að olíuleki á þessum slóðum gæti
haft hrikalegar afleiðingar.
„Það eru þúsundir lítra af olíu í
skipinu og ef hún færi út í umhverf-
ið væri það alvarlegt mál bæði
fyrir lífríki sjávar og fuglalífið,
þar sem æðarfugl er meðal annars
kominn með unga út á sjó.“ - þj
Björgunaraðgerðir vegna strands við Skoreyjar á Breiðafirði stóðu fram eftir kvöldi í gær:
Mjög vel gekk að koma Þórsnesi II á flot
ENGINN LEKI SJÁANLEGUR Þórsnes II
virtist ekki mikið skemmt eftir að það
losnaði af strandstað í gær.
MYND/LHG
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
S
FG
4
20
40
0
4.
20
08
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Sunnudagur
Hæg breytileg átt eða hafgola.
RÓLEGHEIT UM HELGINA Veður verður víðast hvar nokkuð gott um helgina.
Yfirleitt hægur vindur og lítur út fyrir bjart veður á morgun en lítils háttar vætu vestan
til. Hitinn mætti þó vera mun hærri þessa daga.
9°
4
m/s
9°
7
m/s
10°
10
m/s
10°
13
m/s
Á morgun
Hæg suðlæg eða breytileg átt.
Gildistími korta er um hádegi
13°
10°
13°
10°
9°
Alicante
Basel
Berlín
25°
20°
20°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
17°
18°
19°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
18°
18°
26°
London
Mallorca
New York
22°
25°
27°
Orlando
Ósló
París
32°
18°
19°
San Francisco
Stokkhólmur
22°
20°
13°
5
m/s
11°
4
m/s
10°
4
m/s
10°
7
m/s
9°
2
m/s
11°
3
m/s
5°
4
m/s
12°
11°
14°
15°
13°
Í LOK ÁRS 2011 skulduðu fjöl-
skyldur á aldrinum 35-49 ára mest
allra aldurshópa. Samanlagðar skuldir
þeirra voru 809,3 milljarðar króna.
Heimild: Hagstofa
LÖGREGLUMÁL Nokkuð hefur borið á því undanfarið
að óprúttnir aðilar noti söluvefi, á borð við bland.
is, til þess að selja illa fengna hluti og koma þeim í
verð.
Í samtali við Fréttablaðið lýsti kona, sem vildi
ekki láta nafns síns getið, áhyggjum sínum yfir
málinu, en hún og maðurinn hennar urðu fyrir
því að brotist var inn í verkfærageymslu þeirra
og ýmsu stolið. Þar voru dýr verkfæri og fáir eiga
eins. Þannig fór ekki á milli mála þegar konan sá
hluta verkfæranna til sölu á söluvefnum bland.is að
um þeirra eigur væri að ræða.
Þegar þau leituðu til lögreglu með málið var þeim
sagt að bland.is gæfi ekkert upp um notandann
og að þau þyrftu dómsúrskurð til þess að nálgast
slíkar upplýsingar. Slíkt getur tekið langan tíma.
Notandinn hafði stofnað reikning á bland.is
stuttu áður en auglýsingin með þýfinu hafði verið
sett inn. Þannig þurftu hjónin sem um ræðir að
taka málin í sínar hendur.
Þau settu sig í samband við þann sem seldi þýfið
í gegnum bland.is og gerðu sér upp áhuga á þvi að
kaupa umrædd verkfæri. Þau mældu sér við mót
við hann, en það var svo lögreglan sem mætti á
svæðið í stað þeirra.
Jón H. B. Snorrason aðstoðaryfirlögregluþjónn
segir þetta þekkt vandamál. „Við höfum oft þurft
að snúa okkur til þeirra sem eru í forsvari fyrir
söluvefi á landinu. Við leggjum áherslu á það við
þessa söluvefi að ef grunur leikur á að um sé að
ræða þýfi geti þeir ekki ábyrgðarlaust haldið áfram
að hýsa söluna. Þá yrðu þeir í framhaldinu sekir
um hylmingu,“ segir Jón. „Upp til hópa held ég að
það sé heiðarlegt fólk sem stendur að baki slíkum
síðum og að jafnaði eru menn samvinnuþýðir, en
það getur ekki komist undan þessari ábyrgð. Við
höfum áður þurft að leita til dómstóla til fá úrskurð
um eitt og annað vegna söluvefja. Slíkir úrskurðir
kosta mikla vinnu af hálfu hins opinbera,“ bætir
Jón við.
Skorri Rafn Rafnsson, framkvæmdastjóri bland.
is, segir starfsfólk sitt gera allt í sínu valdi til
að koma í veg fyrir að þýfi sé selt á söluvefnum.
„Svona mál eru sjaldgæf, en við erum náttúrlega
með 230 þúsund notendur. Við berjumst gegn svik-
samlegu athæfi. Hins vegar erum við skyldug til
að virða þau lög og þær reglur landsins sem gilda
um persónuvernd,“ segir Skorri. „Við deilum ekki
upplýsingum um notendur okkar nema í skjóli
laga, nánar tiltekið laga um persónuvernd, dóms-
úrskurðar og neyðarréttar,“ bætir Skorri við. „Við
innleiddum auðkenningarskyldu til þess að sporna
við því að ólöglegt athæfi þrifist á vefnum. Það
hefur skilað töluverðum árangri,“ segir Skorri jafn-
framt. olof@frettabladid.is
Sá stolnu verkfærin
sín til sölu á Bland.is
Forsvarsmenn sölusíðna á netinu gefa ekki upplýsingar um notendur nema að
undangengnum dómskúrskurði. Framkvæmdastjóri bland.is segir starfsfólk þó
reyna að sporna við sölu þýfis. „Þekkt vandamál,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn.
JÓN H.B.
SNORRASON
GERIR ALLT SEM Í VALDI ÞESS
STENDUR Framkvæmdastjóri bland.is
segir starfsfólk sitt gera allt sem í valdi
þess standi til að sporna við þýfissölu
en að það þurfi að starfa innan ramma
laganna. FRÉTTABLAÐIÐ/EINAR
SKORRI RAFN
RAFNSSON