Fréttablaðið - 28.06.2013, Síða 8

Fréttablaðið - 28.06.2013, Síða 8
28. júní 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SAMFÉLAGSMÁL Ekkert land í heim- inum sem leyfir ættleiðingar til annarra landa leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Nokk- ur samkynhneigð hjón hafa leitað til Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ) í von um að getað ættleitt barn frá útlöndum, en er alltaf vísað frá. Ein hjón hafa þó fengið forsamþykki en umsóknin var þó aldrei send út á grundvelli erlendra laga. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri ÍÆ, segir félagið enn ekki hafa fundið neitt land í heiminum sem leyfi alþjóðlegar ættleiðingar barna til samkynhneigðra, þrátt fyrir ítrek- aðar fyrirspurnir. „Það er einfaldlega þannig að það er ekkert verið að ættleiða frá þeim löndum sem heimila slíkar ættleið- ingar, eins og til dæmis Íslandi, Sví- þjóð eða Danmörku,“ segir hann. Ættleiðingarferlið hér á landi er tvískipt. Fyrst fara hjón eftir íslenskum reglum til að fá for- samþykki og til þess verða þau að uppfylla innlendar kröfur sem gerð- ar eru til kjörforeldra. „Svo erum við með samstarfs- lönd sem eru með sínar reglur og umsækjendur verða að uppfylla þær kröfur sem landið gerir. Og við þekkjum ekkert land í heiminum sem heimilar alþjóðlegar ættleiðing- ar samkynhneigðra,“ segir Kristinn. Mega ekki ættleiða frá upprunalöndum Samkynhneigð hjón geta ekki ættleitt börn frá löndum sem ÍÆ er með samninga við vegna þess að ekkert þeirra leyfir ættleiðingar samkynhneigðra. Ein hjón hafa fengið forsamþykki. Ráðuneytið þarf að bregðast við, segja Samtökin '78. Brýnt að ýta við utanríkisráðuneytinu BANNAÐ AÐ ÆTTLEIÐA Ekkert af sam- starfslöndum Íslenskrar ætt- leiðingar leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. NORDICPHOTOS/GETTY Sérstakur starfshópur um ættleiðingar starfar innan Samtakanna '78 og hefur hópurinn meðal annars unnið náið með Íslenskri ættleiðingu. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að verið sé að setja þrýsting á utanríkisráðuneytið til að búa til samninga við þau lönd sem séu ekki alfarið á móti ættleiðingum samkynhneigðra og hafa verið að leyfa slíkar ættleiðingar innanlands. „Þetta verður eitt af verkefnum haustsins að sannfæra ráðuneytið um að fara í þessa vinnu, koma þessum málaflokki í lag og vinna af krafti í samningagerðum í samstarfi við Íslenska ættleiðingu,“ segir hann. „Það eru lönd sem hafa verið að ættleiða innanlands til hinsegin para á síðustu árum svo skrefið yrði ekkert langt.“ Árni finnur fyrir miklum vilja innan Samtakanna til að ýta við málaflokknum, sem endurspeglist meðal annars í þessum starfshópi sem einbeiti sér einungis að ættleiðingum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fyrsta ættleiðing samkyn- hneigðra hjóna hér á landi hafi gengið í gegn nýverið. Lög sem heimila samkynhneigðum að ætt- leiða hafa þó verið gild síðan árið 2006. sunna@frettabladid.is Kaupt ni 1 – 210 Garðabæ 575 1200 – www.hyundai.is VANDAÐUR Hyundai ix35, d sil beinskiptur Verð fr : 5.390 þ s. kr. Eyðsla fr 5,1 l/100 km*- CO2 149 g/km TAKMARKAÐUR AKSTUR Fáir bílaframleiðendur treysta bílum sínum jafnvel og Hyundai sem býður 5 ára ábyrgð og ótakmarkaðan akstur með öllum nýjum Hyundai bílum. Opnunartími Hyundai Kauptúni 1(Beint á móti IKEA) Opið frá kl. 07.45–18.00 virka daga. ÓKEYPIS LÉTTSKOÐUN fyrir Hyundai viðskiptavini. Viðskiptavinir Hyundai geta komið með bílinn sinn hvenær sem er í Léttskoðun sér að kostnaðarlausu. E N N E M M / E N N E M M / E N N E M M / E N N E M M / M / E N N E M M / E N N E M M MMMMMMMMMMM E N N E M M M E N N E M E N N E M E N N E M E N N E M E N N E M N S ÍA / N S ÍA / N S ÍA / N S ÍA / S ÍA / S ÍA / A S ÍA S ÍA SSS 5 1 5 1 4 5 1 5 1 555 M 5 8 4 8 44 M 5 8 4 M 5 8 4 M 5 8 4 M 5 8 *M ið að v ið u p p g ef na r tö lu r fr am le ið en d a um e ld sn ey tis no tk un í la ng ke yr sl u – A uk ab ún að ur á m yn d , á lfe lg ur . Vandaður Staðalb naður: brekkuhj lp, brekkubremsa, ESP-st ðugleikast ring, rafræn stj rnun fj rhj ladrifs o.fl. Hyundai / BL ehf. Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 BYGGÐAMÁL Bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ gagnrýna harð- lega umgengni á bænum á Ytri- Knarrartungu í Snæfellsbæ. Smári Björnsson, forstöðu- maður tæknideildar Snæfellsbæj- ar, segir suma bæi virkilega þurfa að taka sig á. „Það er einn af þess- um Knarrartungubæjum sem er verstur og erfitt að eiga við. Þrátt fyrir margar tillögur og útrétta hjálparhönd frá okkur hefur þetta gengið illa,“ segir hann. Eitthvað þurfi að gera en af hálfu ábúanda sé „lítill vilji til þess að taka til“. Hann segir þetta miður, sérstak- lega miðað við hvað sveitarfélagið sé orðið fallegt. Snæfellsbær hafi reynt að höfða til ábúenda. Eftir að vinsamlegar tillögur og ábendingar um bætta umgengni dugðu ekki til komu yfirvöld á staðinn með gám og buðust til þess að fjarlægja draslið þeim að kostnaðarlausu. Ekki var fallist á þá lausn. „Þetta er alls ekki nógu gott,“ segir Smári, en bætir þó við að sumir sjái verðmæti í hlutum sem að aðrir sjá ekki. „Að mínu mati er þetta drasl en annar segir að þetta sé nytsamlegt.“ Helgi Helgason, framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Vestur- lands, segir að málið verði tekið fyrir í vikunni. Heilbrigðiseftirlit í hverjum landshluta láta sig varða umgengni hjá fólki, en það er aðal- lega á könnu sveitarfélaganna að benda íbúum í sínu sveitarfélagi á þegar umgengni er ábótavant. Birna Guðmundsdóttir, ábúandi á Ytri-Knarrartungu, vildi ekki tjá sig um málið. - nj Ábúendur á Ytri-Knarrartungu hlíta ekki tilmælum: Ítrekað áminnt fyrir slæma umgengni YTRI-KNARRARTUNGA Bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ hafa þrýst á um bætta umgengi á sveitabæ í sveitarfélaginu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.