Fréttablaðið - 28.06.2013, Side 21
Matreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarps-þáttinn Eldað með Holta á ÍNN.
Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-
kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar
okkur uppskrift að BBQ-kjúklingaleggjum
með engifer, chili og hvítlauk. Hægt er að
fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu
máltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarps-
stöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endur-
sýndir yfir helgina. Einnig er hægt að
horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is.
ELDAÐ MEÐ HOLTA
HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann
sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með
honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi.
12-16 kjúklingaleggir
1 dl olía
1 msk. engifer, smátt saxað
½ -1 chili, frælaust og smátt saxað
2-3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 tsk. nýmalaður pipar
Salt
Allt sett í skál og blandað vel saman. Geymið
í kæli í helst 2 klukkustundir. Sigtið þá olíuna
frá og saltið. Grillið á milliheitu grilli í 20
mínútur. Snúið leggjunum reglulega. Penslið
kjúklingaleggina með grillsósunni og grillið í
5 mínútur til viðbótar. Berið fram með rest-
inni af bbq-sósunni og til dæmis grilluðum
kartöflum, grænmeti og salati.
BBQ-SÓSA MEÐ ENGIFER,
CHILI OG HVÍTLAUK
2-3 dl bbq-sósa að eigin vali
1 msk. engifer, smátt saxað
½-1 steinlaus chili, smátt saxað
1-2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. óreganó eða kóríander smátt saxað,
má sleppa
Allt sett í skál og blandað
vel saman.
BBQ-KJÚKLINGALEGGIR MEÐ ENGIFER, CHILI OG HVÍTLAUK
SUMARMATUR
Meistarakokkurinn Úlfar
fer létt með að útbúa
girnilegan rétt á grillið
sem einfalt er að útbúa.
MYNDIR/VALLI
HUMARHÁTÍÐ Á HÖFN
Hin árlega humarhátíð er haldin um
helgina á Höfn í Hornafirði, en hún hefur
alltaf verið afar vel sótt. Hátíðin var fyrst haldin
árið 1993 og hefur stækkað með hverju árinu. Mikil og
vegleg dagskrá verður í boði alla helgina. Hana má skoða
á hornafjordur.is.