Fréttablaðið - 28.06.2013, Side 22

Fréttablaðið - 28.06.2013, Side 22
FÓLK|HELGIN Sveitarstjórn Stranda-byggðar skrifaði undir sér-staka hamingjusamþykkt árið 2005. Markmið samþykktar- innar er að auka hamingju fólks hér á svæðinu. Hátíðin er hluti af því markmiði,“ útskýrir Esther Ösp, tómstundafulltrúi Stranda- byggðar, glaðlega í símanum þegar Fólk slær á þráðinn en þar standa nú yfir Hamingjudagar með fjölbreyttri dagskrá. Esther veit ekki til þess að önnur sveitarfélög á landinu vinni markvisst að hamingju íbúanna með þessum hætti og er ekki frá því að Hólmvíkingar séu hamingjusamasta fólk á landinu og sáttmálinn sé að skila sér. „Héðan flytur allavega enginn, það er frekar húsnæðisskortur og hækkandi fasteignaverð hér á svæðinu,“ segir hún hlæjandi. „Hátíðin er vel sótt á hverju ári og hingað eru allir velkomnir. Íbúafjöldinn hefur yfirleitt fjórfaldast í bænum á Hamingju- dögum.“ Dagskrá hátíðarinnar hófst á þriðjudaginn en nær hámarki um helgina. Meðal þess sem prýðir dagskrána er tónlistarsmiðja og tónleikar með Svavari Knúti tónlistarmanni. Sirkus Íslands treður upp og kvennakórinn Norðurljós heldur tónleika. Þá verður slegið upp sundlaugar- partýi og sunginn brekkusöngur, farið í jóga á Galdratúni og í kassabílarallý svo einungis fátt eitt sé nefnt. En hver er hápunkt- ur hátíðarinnar? „Hamingjutónarnir á laugar- dagskvöldið eru hápunkturinn,“ segir Esther. „Þá koma einnig hamingjuhlaupararnir í mark eftir 53 kílómetra hlaup og fá sér fyrstir af hnallþóruhlaðborð- inu en íbúar Hólmavíkur bjóða upp á tertur af ýmsum toga og leggja mikinn metnað í bakstur- inn. Þá um kvöldið spila heima- menn og vinir á útitónleikum og við kveikjum eld í tunnum svo stemmingin verður einstök. Á sunnudeginum eru furðuleikar á sauðfjársetrinu þar sem keppt er í trjónubolta og kvennahlaupi, þar sem karlar hlaupa með konur sínar á bakinu. Nú von- umst við bara eftir góðu veðri.“ Nánar má kynna sér dagskrá hátíðarinnar á www.hamingju- dagar.is. ■ heida@365.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Grillaðar sætar kartöflur eru frábært með-læti með kjöti eða fiski. Sætar kartöflur eru sumarlegar á diskinum og bragðast ákaf- lega vel auk þess að vera hollar. Þegar þær eru grillaðar verða þær stökkar að utan en mjúkar að innan. Þegar sætar kartöflur hafa verið einu sinni á borðum verða þær það fljótt aftur. Flestum líkar þetta skemmtilega sæta bragð. Það sem þarf: ■ 3-4 sætar kartöflur ■ salt og pipar ■ smávegis ólífuolía ■ safi úr hálfri sítrónu og smátt rifinn börkur ■ ferskt kóríander Einfalt er að útbúa kartöflurnar. Flysjið þær og skerið í stóra báta. Það má hafa hýðið á kartöfl- unum eða eftir smekk. Sjóðið stutta stund eða þar til þær fara að mýkjast. Látið mesta hitann rjúka úr þeim. Penslið bátana með olíu og bragðbætið með salti og pipar. Blandið saman límónusafa, límónu- berki og kóríander. Það má setja steikarkrydd út í blönduna ef vill. Geymið þar til kartöflurnar eru tilbúnar. Raðið kartöflubátunum á heitt grillið og hafið þar í 8-10 mínútur á hvorri hlið eða þar til að þær eru komnar með grillrenndur. Fer eftir stærð bátanna og hversu öflugt grillið er. Raðið á disk og dreifið sítrónublöndunni yfir. Berið fram með grill- uðu kjöti eða fiski. SÆTAR KARTÖFLUR Á GRILLIÐ GIRNILEGT Sætar kartöflur eru ljúffengur sumarmatur. HÉÐAN FLYTUR ENGINN FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Íbúar Strandabyggðar eru hugsanlega hamingjusamasta fólkið á landinu. Hamingjudagar eru nú haldnir níunda árið í röð á Hólmavík og fjórfaldast íbúafjöldinn yfir hátíðisdagana. HNALLÞÓRUHLAÐBORÐ Bæjarbúar bjóða öllum gestum hátíðarinnar upp á tertusneið. FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Keppni í íþróttum og leiksýningar af ýmsum toga verða í boði fyrir gesti. EINTÓM HAMINGJA Íbúar Strandabyggðar eru hugsanlega hamingjusamasta fólkið á landinu. Hreims- borgarar Hreima er best! Hreimur, Magni, Vignir Snær og Erna Hrönn Laugardaga kl. 9 – 12 í allt sumar Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.