Fréttablaðið - 28.06.2013, Side 25

Fréttablaðið - 28.06.2013, Side 25
Júní 2013 Ég nota Mickey Finn epla líkjör í drykkina en Mickey Finn hefur alltaf verið þekkt fyrir gæðakokkteila, búna til úr ekta ávöxtum. Til að mynda þarf 40 epli til að búa til einn lítra af Mickey Finn Sour Apple,“ segir Samúel en líkjörinn á sér langa sögu. „Mickey Finn var írskur að uppruna en fluttist til Ameríku þegar tímarnir voru erfiðir heima fyrir. Þegar hann kom til Chicago hófst ferill hans í barmennsku og áður en langt um leið hafði hann unnið sig upp í bransanum og var orðinn einn af aðal bareigendum Chicago-borgar. Í dag er Mickey Finn næstsöluhæsti líkjörinn á Írlandi á eftir Baileys og söluhæsti eplalíkjörinn á Íslandi.“ Ljúfar veigar í lautarferðina Sælustundir sumarsins eru flestar í góðra vina hópi og fátt er betra en að klingja glösum í sólinni. Samúel Þór Hermannsson vínþjónn gefur uppskriftir að svalandi sumarveigum sem einfalt og fljótlegt er að blanda og slá þannig upp veislu úti á túni eða niðri á strönd. Sælustundir sumarsins í góðra vina hópi. MYND/ANTON Sumardrykkir FERSKUR GRANATEPLA- OG HINDBERJADRYKKUR 6 cl Stolichnaya-vodka 24-36 cl Mickey Finn Sour Raspberry Granateplasafi Granatepli Byrjum á að fylla könnu af klökum. Hellum svo 6 cl af Stolichnaya-vodka yfir og svo er Hammer-gini og Mickey Finn Sour Raspberry skellt í könnuna. Fyllt upp með granateplasafa Út í þennan drykk er frábært að bæta við ferskum granateplum. BLUEBERRY PEACH 6 cl Hammer-gin 24-36 cl Mickey Finn Sour Blueberry Ferskjusafi Bláber Byrjum á að fylla könnu af klökum. Hellum svo 6 cl af Stolichnaya-vodka yfir og svo er Hammer-gini og Mickey Finn Sour Blueberry skellt í könnuna. Fyllt upp með ferskjusafa. Frábært að bæta við ferskum bláberjum í þennan drykk. GRÆNA SKRÍMSLIÐ 6 cl Stolichnaya-vodka 24-36cl Mickey Finn Sour Apple Engiferöl Byrjum á að fylla könnu af klökum. Stolichnaya-vodka og Mickey Finn Sour Apple er svo skellt í könnuna og fyllt upp með engiferöli. Út í drykkinn er mjög fallegt að setja nokkrar lime-sneiðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.