Fréttablaðið - 28.06.2013, Side 28
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Ferðalag. Förðun og ráð. Elísabet Eyþórsdóttir. Brúðkaup og gotterí. Hönnun og hugmyndir. Spjörunum úr. Helgarmaturinn
2 • LÍFIÐ 28. JÚNÍ 2013
HVERJIR
HVAR?
Umsjón blaðsins
Marín Manda Magnúsdóttir
marinmanda@frettabladid.is
Umsjón Lífsins á Vísir.is
Ellý Ármanns
elly@365.is
Útgáfufélag
365 miðlar ehf.
Forsíðumynd
Einar Egilsson
Auglýsingar
Atli Bergmann
atlib@365.is
Hönnun
Silja Ástþórsdóttir
siljaa@frettabladid.is
Lífið
Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík,
sími 512 5000
www.visir.is/lifid
Hár og makeup
Þórunn Hulda
Vigfúsdóttir
Lífi ð
Hamingja, fólk og
annað frábært
Valdimar Guðmundsson
tónlistarmaður lét sjá sig á
Faktory síðastliðna helgi og
dansaði fram á rauða nótt
með félögum sínum. Það
sást einnig til Kiddu Svarf-
dal ritstýru hun.is en hún
kom við á opnun Lemon á
Laugaveginum ásamt unn-
usta sínum Magnúsi Péturs-
syni. Gulli Briem sást
á Sólon í vikunni að
snæðingi með dóttur
sinni, Anítu Briem leik-
konu.
É
g hafði lesið bók sem unglingur um andlegt
ferðalag konu og líf hennar og störf í Ind-
landi og ég varð djúpt snortin af hugmyndinni
um uppljómun, jóga og þjónustu við aðra,“
segir Ásdís María Elfardóttir mannfræðing-
ur og bætir við að þá hafi hún ákveðið að einn daginn
skyldi hún upplifa Indland og sjálfboðastarf. Þetta
var löngu fyrir ofurvinsældir Eat, Pray, Love eftir
Elizabeth Gilberts. Þegar hún kynntist manninum
sínum, Baldri Jóhannessyni, var hún ekki lengi að
sannfæra hann um að fara með sér á vitund ævintýra
sem smituðu hann af varanlegri ferðalagaþrá.
Ásdís María Elfarsdóttir og Baldur Jóhannesson
höfðu lagt pening til hliðar í mörg ár og var hug-
myndin sú að þau gætu verið í bakpokaferðalagi
í heilt ár. Lífið í Kópavoginum var sett á bið, hús-
gögnin voru seld og þau tilkynntu vinum og ættingj-
um að þau hefðu enga hugmynd um lokadagsetningu
ferðalagsins. Flugmiðar aðra leiðina voru keyptir og
svo var lagt af stað í ferðalag um nánast ólýsanlegt
Indland.
„Á Indlandi finnur maður bæði ríkasta og fá-
tækasta fólkið og oftar en ekki býr það hlið við
hlið. Maður kynnist ansi ólíkum viðhorfum til ná-
ungans en tíðkast á Vesturlöndum. Myndin Slum-
dog Million aire var að sumu leyti raunsönn en að
sumu leyti mjúk útgáfa því þar var alltof lítið af
fólki í senunum,“ segir Baldur. Parið segir betl vera
eitthvað sem ekki sé hægt að horfa fram hjá þrátt
fyrir að heimamenn geri það. „Verandi menntuð
sem mannfræðingur veit ég svo margt um orsak-
ir betls og afleiðingar þess að gefa betlurum, en á
sama tíma er erfitt að snúa sér frá smástelpu sem
kemur til manns, vímuð af lími, og biður um pening,“
segir Ásdís og heldur áfram: „Það er ekki hægt að
fara varhluta af því að upplifa fátækt og stéttaskipt-
ingu á Indlandi, og við erum flest meðvituð um hana
í gegnum fjölmiðla og netið. Hins vegar má það ekki
gleymast í þessari umræðu að bera virðingu fyrir
heimalandi fólks og menningu og ekki bara tala um
hvað allt er fátæklegt.“ Tíminn á Indlandi var not-
aður óspart til að upplifa ólíkan menningarheim og
kennaranám í Brahmani Yoga. Þau tóku 500 stunda
réttindin í jóga en það var Ingibjörg Stefánsdóttir
sem kynntu þau fyrir náminu og ashtanga-jóga.
Myndirnar tala sínu máli um lífið á Indlandi þar
sem Ásdís og Baldur upplifuðu ótalmörg ævintýri
og eftir sitja tilfinningar eins auðmýkt, kærleikur og
mikill lærdómur.
„Indverska ríkisstjórnin er með slagorðið In-
credible India, sem smellpassar. Það er ótrúlegt að
vera þarna, í góðri og slæmri merkingu þess orðs.
Indland gerir mann orðlausan og ég get aldrei al-
mennilega svarað spurningunni: „Hvernig er Ind-
land?“ Það er ótrúlegt, í þeim skilningi að maður
trúir ekki stundum því sem er fyrir framan augu
manns,“ segir Ásdís að lokum.
FÓLK ÓLÝSANLEGT INDLAND
Ásdís María Elfarsdóttir og Baldur Jóhannesson upplifðu drauminn og ferðuðust til Indlands og lærðu jóga og hugleiðslu.
Baldur Jóhannesson og Ásdís María Elfarsdóttir á ævintýra-
legu ferðalagi um Indland.
Heimamenn baða sig í heilagri á.
Ferðasögurnar er hægt að nálgast inni á bloggi sem parið heldur úti http://hnotskurnin.blogspot.com/