Fréttablaðið - 28.06.2013, Page 30
FRÉTTABLAÐIÐ Förðun og ráð. Elísabet Eyþórsdóttir. Brúðkaup og gotterí. Hönnun og hugmyndir. Spjörunum úr. Helgarmaturinn.
4 • LÍFIÐ 28. JÚNÍ 2013
M
ér finnst mattar
varir málið í sumar
því það er mjög
flott andstæða við
ljómann í húðinni.
Mattar varir voru einnig mjög
áberandi á tísku pöllunum fyrir
sumarið í þessum dökkbleiku
og órans-tónum,“ segir Kristín
Edda Óskarsdóttir förðunar-
fræðingur og bætir við að sterk-
ir litir verði áfram vin sælir í
varalitatískunni í sumar. Krist-
ín Edda sýndi Lífinu hvernig
lostafullar varir eiga að líta út
í sumar og notaði varaliti frá
Chanel, Edition, Mac og Bobby
Brown. Kristín Edda segir ís-
lenskar konur vera ófeimnar
við að nota liti enda séu þær
mjög meðvitaður um hvað sé í
gangi hverju sinni. Dökkbleikir,
appelsínu gulir og kóral-litir
verða sérstaklega vinsælir og
varalitablýanturinn er nauðsyn-
legur með og þá einna helst með
dökkum varalitum eins og hafa
verið vinsælir upp á síðkastið.
Hins vegar sé öðruvísi stemning
í gangi núna þar sem línurnar
eru mikið mýkri en áður. Krist-
ín Edda mælir einnig með því
að undirbúa varirnar með vara-
primer og hvíla aðeins blýantinn.
„Ég er akkúrat núna mjög
hrifin af dökkbleikum litum og
pastel-fjólubláum tónum. Uppá-
haldsmerkið mitt er Mac. Ég hef
elskað það frá því að ég gekk
inn í búðina í fyrsta skipti. Ef ég
þarf að nefna einn lit þá fékk ég
mér Girl About Town-varalitinn
frá MAC. Ég gæti ekki verið
ánægðari með hann.“
FÖRÐUN Á ALLRA VÖRUM
Varalitatískan er sjóðheit í sumar en varirnar eiga að
vera farðaðar í sterkum og áberandi litum.
Mælir með MAC – Kristín Edda Óskars-
dóttir, förðunarfræðingur og sálfræði-
nemi við HÍ.
Módel: Elísabet Ormslev
1
4
2
5
3
6
1 SHINE 20 EDITION
2 GIRL ABOUT TOWN MAC
3 CALYPSO BOBBY BROWN
4 INTERLUDE CHANEL
5 LADY DANGER MAC
6 UP THE AMP MAC
Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | postdreifing.is
Við sjáum um örugga dreifingu á fjölpósti
Við náum til fjöldans
B
ra
n
de
n
bu
rg
Póstdreifing dreifir fjölpósti sex daga vikunnar til heimila
á stærsta markaðssvæði landsins. Mælingar sýna að 60%
landsmanna skoða fjölpóst og er hann því áhrifarík leið
til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn
á heimilin. Örugglega til þín.
Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300.
Hamingjuhornið
HAFDÍS HULD
SÖNGKONA
HVAÐ GERIR ÞÚ TIL
ÞESS AÐ RÆKTA HUG-
ANN? „ÉG FER Í GÖNGU-
TÚR HÉRNA Í DALNUM EÐA
LES GÓÐA BÓK.“
HVERNIG HLEÐUR ÞÚ
BATTERÍIN? „YFIR TE-
BOLLA MEÐ GÓÐUM
VINUM EÐA MEÐ ÞVÍ AÐ
FARA Í ÚTREIÐARTÚR.“
HVAÐ FÆR ÞIG TIL
AÐ BROSA UPP ÚR
ÞURRU? „DÓTTIR MÍN
HÚN ARABELLA IÐUNN,
ÞAÐ ER EKKI ANNAÐ
HÆGT EN AÐ BROSA Í NÁ-
VIST HENNAR.“
HVER ER LYKILLINN AÐ
HAMINGJUNNI? „ÉG
HELD AÐ HAMINGJAN FEL-
IST Í ÞVÍ AÐ HAFA GOTT
FÓLK Í KRINGUM SIG. ÞAÐ
VERÐUR ALLT SKEMMTI-
LEGRA Í GÓÐUM FÉLAGS-
SKAP.“