Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.06.2013, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 28.06.2013, Qupperneq 42
KYNNING − AUGLÝSINGNýsköpun FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 20134 Á þriðju hæðinni í Borgar-túni 18 hafa tíu ný sprota-fyrirtæki komið sér fyrir. Í sumar taka þau þátt í nýsköpunar- verkefninu Startup Reykjavík sem er samstarfs verkefni Arion banka og Klak-Innovit og fer nú fram í annað sinn. Verkefninu er ætlað að flýta vexti og þroska fyrirtækj- anna tíu eins mikið og hægt er á þeim tíu vikum sem verkefnið stendur yfir. Segja má að með þátttöku í Startup Reykjavík fái fyrir tækin sæti um borð í hraðlest sem ætlað er að koma þeim á næsta áfanga- stað fyrr en ella hefði orðið. Fyrir- tækin fá m.a. 2 milljónir í hlutafé frá Arion banka gegn 6% eignar- aðild bankans í v iðkomandi fyrirtæki, þau fá fyrsta f lokks sameigin lega skrifstofu aðstöðu, banka, t íu vikna þjálfun frá mentor um víðs vegar úr atvinnu- lífinu og starfsfólki Klak-Innovit, aðgang að víðtæku tengslaneti og tækifæri til að kynna sig fyrir framan hóp fjárfesta á lokadegi verkefnisins í ágúst. Fer vel af stað Verkefnið hefur nú staðið yfir í tvær vikur. Teymin hafa fengið mentora í heimsókn, hlustað á fyrirlestra og unnið hörðum höndum að ýmsu sem tengist fyrstu skrefunum. Þeirra bíður enn mikil vinna allt fram í miðj- an ágúst þegar verkefninu lýkur með sérstökum fjárfestadegi. Þar munu teymin kynna hugmyndir sínar og árangurinn sem þau hafa náð með þær í sumar og freista þess að vinna hylli fjárfestanna. Fjárfestir í 20 sprotafyrir- tækjum Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í nýsköpun hjá Arion banka segir beinan stuðn- ing við íslenskt frumk vöðla- umhverfi skipta miklu máli fyrir íslenskt samfélag. „Í gegnum Start up Reykjavík hefur Arion banki á tveimur árum fjárfest í tuttugu sprotafyrirtækjum sem fá ekki bara stuðning frá bank- anum í gegnum Startup Reykja- vík heldur einnig að því verkefni loknu frá starfsfólki bankans. Þær hugmyndir og þau teymi sem veljast inn í Startup Reykja- vík eru flest á sínum fyrstu stigum og veitir Arion banki þeim þolin- mótt f jármagn í formi hluta- fjár.“ Einar segir markmiðið með Start up Reykjavík vera að stuðla að heilbrigðara og sterkara um- hverfi fyrir íslenska frumkvöðla auk breiðari f lóru fyrirtækja sem geta sem fyrst orðið áhugaverðir kostir fyrir fjárfesta. Tíu sprotafyrirtæki taka þátt í Startup Arion banki og Klak Innovit standa að 10 vikna nýsköpunarsmiðju. Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í nýsköpun hjá Arion banka, ræddi við þátt- takendur í Startup Reykjavík og gesti á opnunardegi verkefnisins fyrir um tveimur vikum. Zalibuna: Zalibuna mun hanna og byggja einmennings rússíbana í náttúru Íslands þar sem farþegar geta notið útsýnis, náttúrufegurð- ar og spennu, allt í einni ferð. www.zalibuna.is Þoran: Þoran verkefnið snýst um að koma á laggirnar fyrstu viskí framleiðslunni á Íslandi og að búa til fyrsta flokks, einmalts viskí til útflutnings. www.thoran.is Mindlantis: Sýndarheimur á netinu þar sem sköpunarkraftur barna er virkjaður og skapandi ævintýraveröld þróuð út frá hug- myndum þeirra. www.mindlantis.com Activity Stream: Hugbúnaður- inn auðveldar fyrirtækjum að veita framúrskarandi þjónustu með því að greina viðskiptaupplýsingar og miðla í rauntíma. www.activitystream.com GolfPro Assistant: GolfPro Assistant er vefhugbúnaður fyrir golfkennara sem aðstoðar þá við alla þætti golfkennslu s.s. þjónustu og samskipti þeirra við nemendur. www.golfproassistant.com FYRIRTÆKIN SEM TAKA ÞÁTT Í STARTUP 2013 Herberia: Herberia brúar bilið á milli óskráðra náttúruvara og hefðbund- inna lyfja með því að framleiða og skrá hágæða jurtalyf fyrir Evrópumarkað. www.facebook.com/herberiame- dicines SAReye Þróun á samþættri leitartækni sem byggir annars vegar á loftmyndatöku og hins vegar úrvinnslu á myndunum með myndgreiningartækni ásamt nánari greiningu á upplýsingunum með hóp- greiningartækni. www.sardrones.com Silverberg: Hanna, þróa og selja mælingarbúnað fyrir líkamsræktar- stöðvar og hugbúnað þar sem not- endur geta fylgst með árangri sínum. www.signup.silverberg.is Snjóhús Software: Snjóhús hannar, þróar og selur hugbúnað fyrir snjallsíma og vinnur núa að þróun einkaþjálfara apps. www.snjohus.com Y-Z: Y-Z hyggst þróa nýja aðferð við að auka notagildi fatnaðar með tæknilegum útfærslum sem bæta framúrstefnulegum eiginleikum við klassíska hönnun. www.ziskazun.blogspot.com Nýsköpunarsetrið Klak Innovit varð til fyrr á þessu ári þegar Klak, ný-sköpunarmiðstöð atvinnulífsins, og Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðla- setur, sameinuðust. Að sögn Kristjáns Freys Kristjáns sonar framkvæmdastjóra er hlut- verk Klak Innovit að hjálpa fólki að gera hugmyndir sínar að veruleika en það gerir félagið fyrst og fremst með því að bjóða fjöl- breytt verkefni sem öllum er frjálst að taka þátt í. „Við leiðum líka saman fjárfesta og sprota, veitum sprotafyrirtækjum og öðrum áhugasömum ráðgjöf og húsnæði ásamt aðstoð og öf lugum tengingum við ein- staklinga, samtök og fyrirtæki út um allan heim.“ Klak Innovit er í eigu Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og Ný- herja, auk nokkurra einstaklinga. Verkefni Klak Innovit eru fjölbreytt en á meðal þeirra eru: Startup Reykjavík Nýsköpunarverkefnið Startup Reykjavík er samstarfsverkefni Klak Innovit og Arion banka. „Þar býðst sprotafyrirtækjum tvær milljónir króna í hlutafé gegn 6% eignarhlut Arion banka, tíu vikna þjálfun frá mentor- um víðs vegar úr atvinnulífinu og starfs- fólki Klak Innovit. Þeim býðst sameigin- leg skrifstofuaðstaða, aðgangur að víðtæku tengslaneti og tækifæri til að kynna sig fyrir framan hóp fjárfesta á lokadegi verkefnis- ins í ágúst.“ Gulleggið Klak Innovit stendur árlega fyrir frum- kvöðlakeppninni Gullegginu. „Megin- markmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskipta hugmynda. Samhliða er þátttakendum boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. Til þess að taka þátt þarf einungis að skila inn stuttu ágripi af hugmyndinni á einni blaðsíðu.“ Seed Forum Iceland Á Seed Forum Iceland ráðstefnunni gefst ís- lenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum færi á að kynna sig fyrir fjárfestum með það fyrir augum að hljóta fjárfestingu. Fyrir- tækin sem taka þátt í Seed Forum Iceland eru gaumgæfilega valin úr hópi þeirra fyrir- tækja sem talin eru skara fram úr. Atvinnu- og nýsköpunarhelgar / Startup Weekend Atvinnu- og nýsköpunarhelgin (ANH) er samstarfsverkefni Klak Innovit og Lands- bankans. Viðburðurinn er að erlendri fyrir- mynd sem reynst hefur vel og eru viðlíka helgar haldnar um allan heim (e. Startup Weekend). „Markmið helganna er að virkja fólk til athafna og er hver helgi hugsuð sem vettvangur fyrir þá sem langar að koma eigin viðskiptahugmynd í framkvæmd eða taka þátt í uppbyggingu hugmynda annarra.“ Nýsköpunarhádegi Klak-Innovit Þriðjudagshádegi eru Nýsköpunarhádegi Klak Innovit. „Við fáum áhugaverða og spennandi frumkvöðla í heimsókn sem segja sögu sína og deila reynslu sinni með áhorfendum. Öllum er frjálst að mæta á Ný- sköpunarhádegi en í sumar býðst áhuga- sömum að mæta á sambærilega viðburði sem heita Startup Stories. Þau fara fram í Startup Reykjavík, Borgartúni 18 á 3. hæð og eru frá kl. 12 hvern þriðjudag.“ Snilldarlausnir Marel Hugmyndaríkir framhaldsskóla nemar koma hugmyndum sínum í framkvæmd með þátttöku í Snilldarlausnum Marel – hugmy ndasamkeppni framhalds- skólanna. „Við höfum staðið fyrir keppn- inni í fimm ár í samstarfi við Marel og Samtök atvinnulífsins. Á þeim tíma hafa yfir eitt hundrað nýjar hugmyndir af ýmsum toga borist keppninni.“ Önnur verkefni Meðal annarra verkefna sem Klak Innovit kemur að má nefna TEDx og Viðskipta- smiðjuna. „Við höfum umsjón með TEDx fyrirlestrum á Íslandi en margir þekkja Ted Global ráðstefnurnar sem vakið hafa heimsathygli. Viðskiptasmiðjan er far- vegur fyrir frumkvöðla og stjórnend- ur fyrirtækja til að móta verðmæta við- skiptahugmynd, skapa trúverðugt teymi og framtíðarsýn fyrirtækis sem miðar að vexti og árangri. Viðskiptasmiðjan er bæði hönnuð fyrir fyrirtæki sem eru í rekstri og frumkvöðla sem eru að móta viðskipta- hugmynd sína.“ Auk þess sinnir Klak Inn- ovit öðrum tímabundnum verkefnum eins og Nordic Innovation Marine Marketing Program (NIMMP), tímaritinu Nordic Innovation og Alþjóðlegu athafnavikunni. Grunnur lagður að framtíðinni Mikil gróska á sér stað í starfsemi nýsköpunarsetursins Klak Innovit. Félagið býður upp á fjölda spennandi viðburða sem nýtast frumkvöðlum og hugmyndaríkum einstaklingum á öllum aldri. Starfsmenn Klak Innovit, frá vinstri: María Þorgeirsdóttir, Kristján Freyr Kristjánsson framkvæmdastjóri, Ragnar Örn Kormáksson, Diljá Valsdóttir og Stefán Þór Helgason. MYND/VALLI Í hádeginu á þriðjudögum í allt sumar gefst gestum og gangandi sérstakt færi á að kíkja í heimsókn í Startup Reykjavík því þá eru sagðar svokallaðar frumkvöðlasögur. Sögumaður hverju sinni er frumkvöðull sem náð hefur eftirtektarverðum árangri og viðkomandi segir frá ein- hverju áhugaverðu tengdu því að stofna og reka fyrirtæki á eigin spýtur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.