Fréttablaðið - 28.06.2013, Side 46
28. júní 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT
Það er talað um að þetta sé dýrasta plata Íslandssögunnar,“
segja þeir Magnús og Freyr. „Hún kostaði þrjá hjónaskilnaði,
þrjár meðferðir, gjaldþrot og barreikninga í metratali.“ Platan
sem er til umræðu kom út árið 2006 og heitir því uppörvandi
nafni Lög til að skjóta sig við. Á henni flytja þeir félagarnir
eigin lög við texta Davíðs Þórs Jónssonar. Yrkisefnin eru dekkri
hliðar tilverunnar; ástarsorg, fyllerí og almennur eymingja-
skapur, og lögin eru í kántrístíl eins og slíkum viðfangsefnum
hæfir. „Þetta er kántrí eins og kántrí á að vera,“ segir Freyr.
„Allir alvöru kántrítextar eru mjög mjög sorglegir.“ „Það er
ekki alveg rétt,“ grípur Magnús fram í. „Kántrí er þrjú gítar-
grip og sannleikurinn sagði Johnny Cash, en við erum með
aðeins flóknari útgáfu af þessari formúlu. Fimm til sex grip
og texta sem minna á sjónvarpssápu.“
Ástæða þess að við erum að ræða plötuna núna er að í kvöld
mun Sviðin jörð stíga á svið á Café Rosenberg og rifja upp
nokkur lög frá þessu dökka tímabili í lífi félaganna. Hvað kom
til að þeir ákváðu að endurvekja þennan draug? „Sviðin jörð er
uppvakningur, zombie. Þú getur yfirgefið Sviðna jörð, en Sviðin
jörð yfirgefur þig aldrei,“ segir Magnús véfréttarlegur. „Ég veit
ekki hvað Magnúsi gengur til með þessu,“ segir Freyr. „Þetta
eru verstu fréttir ársins í mínum huga.“ Hví þá? Óttastu að
óhamingjan sem fylgdi þessu tímabili gangi aftur líka? „Já, ég
óttast það. Síðan þetta var höfum við allir fundið hamingjuna á
ný og mér finnst dálítið ógnvekjandi að rifja þetta tímabil upp,“
segir Freyr. „Þótt við förum dimma dali og napra tinda óttumst
við aldrei því Hjörtur Howser, maðurinn sem á frægasta „hætt“
poppsögunnar, verður okkur til halds og trausts,“ segir Magnús
og virðist ekki hafa nokkrar áhyggjur.
Er ekki gjörsamlega vonlaust að vera sannfærandi kántrí-
músíkant ef maður er hamingjusamur? „Það má segja það,“
viðurkennir Magnús. „Það fyrsta sem glatast við að öðlast
hamingju er sannfæring, hún er hamingjufólki gagnslaus með
öllu.“ Þið munið þá væntanlega ekki flytja lagið „Þið, þetta
happy happy lið“ í kvöld? „Jú, reyndar, enda er verið að ulla á
hamingjufólkið í textanum,“ segir Magnús. „Músíkin er spegill
sem hittir mann sjálfan fyrir.“
Sviðin jörð verður ekki eina hljómsveitin sem stígur á svið á
Rosenberg í kvöld. Þar munu einnig troða upp tvær aðrar hljóm-
sveitir Magnúsar, Bítladrengirnir blíðu og Spottarnir. „Það er
þarna brot úr hinum mörgu hillum í tónlistarskáp Magnúsar,“
segir Freyr. „Ég er bara statisti.“ Einhver sérstök ástæða fyrir
þessum tónleikum, Magnús? „Ja, ég er að fara í sumarfrí og
ætla að slökkva á símanum, draga fyrir gluggana, setja tölvuna
á sleep, læsa dyrunum og leggjast í naflaskoðun með köttinn
sem félaga,“ segir Magnús. „Sérhver svanasöngur er upphaf
nýrrar hljómkviðu.“
fridrikab@frettabladid.is
Fimm grip og textar
sem minna á sápuóperu
Hljómsveitin Sviðin jörð verður vakin upp frá dauðum í kvöld eft ir sjö ára þögn. Hún er
samstarfsverkefni útvarpsmannanna Magnúsar R. Einarssonar og Freys Eyjólfssonar, sem
sendu á sínum tíma frá sér plötu með eigin lögum við texta Davíðs Þórs Jónssonar.
SVIÐIN JÖRÐ Útvarpsmennirnir og frændurnir Magnús R.
Einarsson og Freyr Eyjólfsson vekja upp gamlan draug á Café
Rosenberg í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
MERKISATBURÐIR
1119 Krossfarar bíða ósigur í Blóðvallarbardaga utan við
Antíokkíu.
1519 Karl I. Spánarkonungur er krýndur keisari hins Heilaga
rómverska ríkis sem Karl V.
1541 Ný kirkjuskipun er samþykkt í Skálholtsbiskupsdæmi og
með því hefjast siðaskiptin á Íslandi.
1762 Katrín mikla tekur við keisaratign í Rússlandi eftir lát
eiginmanns síns Péturs III.
1840 Hátíðahöld í Reykjavík í tilefni af krýningu Kristjáns VIII.
Danakonungs og drottningar hans.
1912 Fyrsti leikurinn í fyrsta Íslandsmótinu í knattspyrnu fer
fram. KR keppir á móti Fram á Íþróttavellinum við Melana og fer
leikurinn 1-1.
1914 Fyrri heimsstyrjöldin hefst þegar Frans Ferdinand
erkihertogi er myrtur í Sarajevó.
Það var þennan dag árið 1867 að
Grímur Thomsen skáld og alþingis-
maður keypti æskuheimili sitt að
Bessastöðum og settist þar að ásamt
eiginkonu sinni Jakobínu Jónsdóttur.
Grímur fæddist á Bessastöðum árið 1820,
sonur gullsmiðsins og skólaráðsmannsins
Þorgríms Tómassonar og Ingibjargar
Jónsdóttur konu hans.
Saga Bessastaða nær allt frá landnáms-
tíð til vorra daga, en rannsóknir forn-
leifafræðinga hafa leitt í ljós að fyrstu
íbúarnir settust þar að á landnámsöld
og hefur búseta þar verið óslitin síðan.
Á þjóðveldisöld bjó þar Snorri Sturluson,
skáld og höfðingi, en eftir dauða Snorra
sló Noregskonungur eign sinni á
staðinn. Síðari hluta miðalda sátu
í konungsgarði á Bessastöðum
æðstu fulltrúar erlends valds
á Íslandi, en eftir einveldis-
töku Danakonungs urðu
Bessastaðir embættisbústaður
fulltrúa konungs, landfógeta og
amtmanns, allt þar til yfirstjórn
landsins flutti til Reykjavíkur.
Árið 1805 fluttist Hólavalla-
skóli, þá eini lærði skóli
landsins, til Bessastaða. Hann hlaut heitið
Bessastaðaskóli og starfaði til 1846.
Grímur fór ungur til náms
við Hafnarháskóla, þar sem
hann nam lög, heimspeki og
bókmenntir. Eftir árafjöld
í útlöndum varð Grímur
alþingismaður og bóndi að
Bessastöðum á Álftanesi og er
enn í dag talinn eitt af höfuð-
skáldum Íslendinga. Hann lést
árið 1896 og seldi ekkja hans
Landsbanka Íslands Bessa-
staði.
ÞETTA GERÐIST 28. JÚNÍ 1867
Grímur Thomsen kaupir Bessastaði
Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir,amma
og langamma
KRISTJANA GUÐNÝ
EGGERTSDÓTTIR
(NANNA)
Verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík mánudaginn 1. júlí kl: 13:00
Eggert Magnússon
Guðrún Magnúsdóttir
Inga Steinunn Magnúsdóttir
Kristjana Vigdís Magnúsdóttir
tengdabörn,barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma
ERLA LÍSA SIGURÐARDÓTTIR
Völvufelli 44, Reykjavík
Lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
sunnudaginn 23. júní 2013
Jarðarförin verður auglýst síðar
Kolbrún Pálína Hafþórsdóttir Páll Heiðar Magnússon
Sigríður Einarsdóttir Ragnar Þórarinn Bárðarson
Jónas Steindór Óskarsson María Erla Hilmarsdóttir
Sigurður Óskar Óskarsson Þórunn Edda Björgvinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar kæri frændi,
JÓN GESTUR SIGURÐSSON
frá Tungu,
verður kvaddur í Hvammstangakirkju
laugardaginn 29. júní kl. 13.00. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök
Heilbrigðisstofnunarinnar Hvammstanga.
Systkinabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, dóttur, tengdamóður, systur
og ömmu.
INGIBJARGAR ÓLAFAR
ANDRÉSDÓTTUR,
hjúkrunarfræðings,
Birkiás 13 , 210 Garðabæ
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeilda,
11 B og 11 E, líknardeildar og heimahlynningar Landsspítala
háskólasjúkrahúss, fyrir einstaka umhyggju og hlýju.
Kristín Logadóttir Hallgrímur Þór Sigurðsson
Andrés Már Logason
Kristín Magnúsdóttir
Örn Andréssson
Guðbjörg Erla Andrésdóttir
Magnús Andrésson
Hrafn, Lóa og Már Hallgrímsbörn.
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann
www.kvedja.is
„Nú eru bara jólin hjá okkur,“ sagði Eyþór Ingi Jónsson,
organisti á Akureyri, í gær þegar nýbúið var að taka utan af
barokkhljóðfæri sem var að berast frá Ítalíu. Það kom rétt mátu-
lega fyrir barokkhátíðina á Hólum sem hófst í gærkveldi með
vígslu hljóðfærisins.
„Þetta er lítið hljóðfæri af sembalfjölskyldunni, svokallaður
virginall, sem á sér engan sinn líka á Íslandi. Það er smíðað
algjörlega eftir þörfum endurreisnar- og snemmbarokk-
tónlistar,“ segir Eyþór Ingi og bætir við að fámennum hópi
áhugafólks hafi tekist að afla fjár fyrir hljóðfærinu. „Fyrir um
sex árum stofnuðum við smá félagsskap til að efla barokktónlist-
ina á Norðurlandi með fræðslu, tónleikahaldi og hátíð einu sinni
á ári. Við sáum strax að við þyrftum ekta hljóðfæri og hófum að
safna fyrir virginal, sem var mjög sérstakt hljóðfæri á 17. öld.
En við erum bara hálfnuð því þetta verða tvö hljóðfæri í einu.“
Á barokkhátíðinni í ár kennir ýmissa grasa. Þátttakendur
eru frá Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð, Hvíta-Rússlandi, Úkraínu
og Hollandi. - gun
Nú eru bara jólin hjá okkur
Einstakt barokkhljóðfæri var vígt í gærkveldi á Hólum í Hjaltadal, þar sem barokkhátíð
stendur yfi r fram á sunnudag. Það nefnist virginall og er úr sembalfj ölskyldunni.
VIRGINALL Sérstakt hljóðfæri á 17. öld.