Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 50
28. júní 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26 BÆKUR ★★★ ★★ Stúdíóið Pekka Hiltunen. Sigurður Karlsson þýddi. UPPHEIMAR Lia er ung finnsk kona, grafískur hönnuður að mennt, sem vinnur sem umbrotsmaður á virtu tíma- riti í London. Hún er dálítið einræn og sérlunduð en þegar hún verður vitni að því að lík finnst í bílskotti og kynnist stuttu síðar annarri finnskri konu í London, Mari, kemst heldur betur hreyfing á líf hennar. Mari rekur nokkurs konar ofur- teymi sem vinnur við það að koma upp um fólk sem hefur óhreint mjöl í pokahorninu. Hún er haldin þrá- hyggju fyrir því að finna eitthvað misjafnt um leiðtoga öfgasinnaðs hægriflokks í Bretlandi og þegar Lia kemst að því að líkið í bílskott- inu hafi verið af lettneskri vændis- konu skipta þær með sér verkum til að veita morðingjanum og stjórn- málamanninum makleg málagjöld. Stúdíóið er ein af þessum glæpa- sögum sem í raun snúast minnst um glæpi og mest um persónur rann- sakandanna, en er þó afskaplega pólitískt rétthugsandi þar sem man- sal á austur-evrópskum konum og sú hætta sem stafar af fylgisaukn- ingu öfgasinnaðra þjóðernissinna er í brennidepli. Persóna Liu, sem allt stendur og fellur með, er afskap- lega vel dregin og lesandanum finnst hann þekkja þessa konu út og inn að lestri loknum. Mari er öllu óræðari persóna; þessi kona sem ekki veit aura sinna tal og er í her- ferð gegn spillingu og illum öflum virkar engan veginn sannfærandi. Samskipti þeirra Liu eru frábær- lega skrifuð og að sumu leyti má segja að bókin sé óður til finnskra kvenna sem láta ekkert stöðva sig á leið sinni að því markmiði sem þær hafa valið. Aðrar persónur eru hálf- gerðar skuggamyndir, enda sjáum við þær einungis með augum Liu, sem ekki getur talist hafa mikinn áhuga á að kynnast öðru fólki ofan í kjölinn. Sagan er ekki beint spennandi í hefðbundinni merkingu en svo vel skrifuð og áhugaverð að hún held- ur lesandanum við efnið og honum leiðist aldrei. Sjónarhornið færist milli rannsókna á málunum tveim og vandlega er passað upp á að les- andinn sé nú ekkert of vel haldinn af upplýsingum á einu bretti. Þýðing Sigurðar Karlssonar er til fyrirmyndar eins og við mátti búast, ekki ein klúðursleg setning á 440 síðum, sem er afrek sem margir af fremstu rithöfundum þjóðarinnar ættu í basli með að jafna. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Vel skrifuð og öðruvísi glæpasaga sem tekur á viðkvæmum málum sem verið hafa í brennidepli undanfarin ár. Fræknar og finnskar Hinn 32 ára gamli Svíi Fre- drik Backman sló rækilega í gegn í heimalandi sínu síðastlið- ið haust með sinni fyrstu skáld- sögu, Maður sem heitir Ove; bráð- fyndinni en um leið harmrænni sögu um þvergirðinginn Ove, 59 ára gamlan ekkil sem hefur allt á hornum sér en þarf að fóta sig upp á nýtt í lífinu eftir fráfall eigin- konu sinnar og atvinnumissi. Rétturinn á bókinni hefur verið seldur til fjölda landa. Bókin kom út í íslenskri þýðingu hjá Veröld á dögunum og til stendur að gera kvikmynd eftir henni innan tíðar. Backman hefur starfað sem lausa- penni og er gríðarvinsæll blogg- ari í Svíþjóð en um 50.000 manns fylgjast reglulega með heimasíðu hans. Í biðröð í Apple-verslun Backman segir það hafa blundað í sér lengi að skrifa skáldsögu. „Ég leit hins vegar ekki á það sem raunhæfan möguleika, ég hélt ekki að fólk hefði nógu mikinn áhuga á því sem ég skrifa til að ég gæti lifað af því. Mér finnst það enn mjög ótrúlegt.“ Hann segist þó ekki geta sagt til um hvenær bókin kom til hans, eins og margir höfundar. „Þetta byrjaði bara á skemmti- legum karakter sem óx á blogg- inu mínu og Jonasar Cramby, sem bloggar á sömu síðu og ég, Cafe. se. Við kölluðum þennan karakter „Ove“ og hann var svona góðlát- leg alhæfing um hinn dæmigerða sænska, miðaldra karl; mann- gerð sem amast við öllu og öllum á grundvelli prinsippa. Konan mín segir að ég sé smám saman að breytast í þennan karl en Ove er samsuða úr mörgum körlum, þar á meðal mér, og líka konum. Ég vona að það sé eitthvað algilt við hann, eitthvað sem er auðvelt að skilja og samsama sig með burt- séð frá því hver maður er eða hvar maður býr.“ Hugmyndin að því að skrifa heila bók um Ove kviknaði hins vegar í biðröð í Apple-verslun. „Ég stóð fyrir aftan mann sem var alveg brjálaður út í starfs- fólkið því það gat ekki útskýrt fyrir honum hvað iPad væri. Ég sá gremjuna safnast upp þegar starfsfólkið reyndi að skýra að þetta væri tölva en samt ekki og þegar hann komst að því að það fylgdi ekki lyklaborð sprakk hann. Ég hugsaði með mér að þetta gæti orðið fjandi fín byrjun á bók. Ég spurði Jonas hvort ég mætti nota þennan karakter sem við höfðum verið að leika okkur með, sem hann samþykkti góðfúslega. Ég byrjaði að skrifa og nú erum við hér.“ Ove á oft kollgátuna Ove er ekki geðugur maður, upp- fullur beiskju og óþoli gagnvart þeim sem ekki sjá heiminn frá hans bæjardyrum eða hafa ekki unnið sér meira til saka en að Önuga karluglan sem sló í gegn Svíinn Fredrik Backman hefur slegið í gegn með bókinni Maður að nafni Ove. Hann segir vinsældirnar hafa komið sér á óvart og ekki síður útgefandanum. FREDRIK BACKMAN Útgefandinn tímdi ekki að borga undir hann á Bókamessuna í Gautaborg því hann hélt að enginn hefði áhuga. Backman fór því sjálfur, áritaði 500 bækur og seldi réttinn á bókinni til tíu landa. MYND/KALLE ASSBRING Björg Magnúsdóttir hittir beint í mark með yndislega fyndinni sögu 2. PRENTUN VÆNTANLE G FULLKOMIN SKVÍSUBÓK Í FRÍIÐ! MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.