Fréttablaðið - 29.06.2013, Síða 69

Fréttablaðið - 29.06.2013, Síða 69
LAUGARDAGUR 29. júní 2013 | MENNING | 37 HRESSIR Ólafur Hólm, trommari í Nýdönsk, og Pétur Grétarsson voru hressir. Í HÁSKÓLABÍÓI Hrafnhildur Hafliðadóttir og Halldór Hafliðason voru í Háskólabíói. Tónleikar Jeffs Beck í Háskólabíói hófust klukkutíma á eftir áætlun. Hljómsveitin Mezzoforte sá um að hita upp salinn með nokkrum fínum lögum. Skömmu síðar steig Beck, klæddur joggingbuxum, á svið ásamt fjórum hljóðfæraleikurum, þar á meðal háfættum fiðluleikara og Rhondu Smith, bassaleikara Prince. Hljóðfæraleikararnir spiluðu frá- bærlega og skyggðu nánast á hinn 69 ára Beck, sem þó stóð fyrir sínu með alls kyns gítarfimleikum. - fb Gæða gítarleikur Jeff Beck spilaði í Háskólabíói á fi mmtudagskvöld. Margir voru spenntir að sjá gítarhetjuna uppi á sviði. SÁU JEFF BECK Tolli Morthens, Mike Pollock og Einar Már Guðmundsson sáu Jeff Beck í Háskólabíói. STEFÁN OG ÞÓRHILDUR Stefán Guðjónsson og Þórhildur Stefánsdóttir voru á meðal gesta. JEFF BECK Gítarleikarinn heimsþekkti á tónleikunum í Háskólabíói. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Rihanna hefur fengið nálgunar- bann á karlmann að nafni Robert Melason, sem handtekinn var í síðustu viku uppi á þaki á húsi söngkonunnar í Kaliforníu. Rihanna sagði við lögregluna að hún óttaðist um öryggi sitt eftir að maðurinn var handtekinn. Maðurinn var vistaður á geðdeild í kjölfarið en hann heldur því fram að hann hafi ekki vitað að söngkonan ætti heima í tilteknu húsi. Lögreglan hefur engu að síður skipað honum að halda sig tímabundið í rúmlega 90 metra fjarlægð frá Rihönnu, heimili hennar og vinnustað, en það kemur í ljós hinn 10. júlí hvort nálgunarbannið verði varanlegt. Óttaðist um öryggi sitt FÉKK NÁLGUNARBANN Lögreglan í Kaliforníu handtók karlmann í síðustu viku uppi á þaki á húsi Rihönnu. Maðurinn var dæmdur í tímabundið nálgunarbann. Heidi Klum geymir hárið af börnum sínum og býr til lista- verk úr því. Fyrirsætunni fannst erfitt að þurfa að klippa hárið á drengjunum sínum og því ákvað hún að geyma það í stað þess að fleygja því. Í upphafi var Klum ekki viss um hvað gera ætti við hárið en fékk síðar þá hug- mynd að nota það í föndur með drengjunum. „Synir mínir tveir voru með miklar krullur og þegar ég rakaði allt hárið af, ákvað ég bara að geyma það. Svo sagði ég við sjálfa mig: „Ég veit ekkert hvað ég ætla að gera við þetta,“ en hárið var svo fallegt. Svo næst þegar þeir ákváðu að mála sig með andlitsmálningu, límdi ég hárið þeirra á og þeir litu út eins og þrívíddarmálverk,“ sagði Klum í viðtali við vefsíðuna YourTango á dögunum. Fyrirsætan á fjögur börn með söngvaranum Seal, en þau skildu í apríl í fyrra. Býr til listaverk úr barnahárinu SKRÍTIÐ ÁHUGAMÁL Heidi Klum býr til listaverk úr hári barna sinna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.