Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 14
5. júlí 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ú r herbergjum unglinganna á Íslandi heyrast oft háværar samræður á ensku ef unglingurinn er að spila tölvuleik. Þetta er ný menning og mörgum þykir hún óhugnanleg. Í því samhengi er rætt um tölvuleikjafíkn og foreldrar oft áhyggjufullir. Það er erfitt að ala upp ungling í nútímasamfélagi hvað þá ef hann dvelur tímunum saman í gerviveröld tölvuleikjanna. En nýir siðir ungs fólks hafa alltaf valdið áhyggjum hinna sem eldri eru. Þannig var það með tónlistina, vídeógláp og aðrar nýjungar. Við erum oft alltof svartsýn á framtíð unga fólksins okkar og einblínum um of á hið neikvæða. Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá íslenskum atvinnumanni í tölvuleikjaspilun. Það er búið að kaupa hann til Sviss og þótt þessi frétt sé nýlunda í íslenskum fjölmiðlum eru tíðindin ekkert ósvipuð því en þegar sagðar eru fréttir af unglingum sem keyptir eru til að spila fótbolta eða handbolta í Svíþjóð. Sjálfur segir ungi atvinnumaðurinn, Jökull Jóhannsson, að þetta sé eins og hver önnur vinna en hann æfir þessa íþrótt, að spila tölvuleik, í átta tíma á dag. Bestu atvinnu- mennirnir í deild Jökuls, sem kennir sig við leikinn Starcraft, þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Það er því til nokkurs að vinna. Tölvuleikir tilheyra afþreyingariðnaði og síðustu ár hefur velta iðnaðarins orðið tvöfalt meiri en velta tónlistariðnaðarins. Fyrsti söludagur nýs leiks slær oft út miðasölu á stærstu bíó- myndir hvers árs á opnunarhelgi. Tölvuleikir velta líka meiru en tímaritaútgáfa í heiminum og slaga vel yfir helming veltu kvikmyndaiðnaðarins. Eitt af framsæknari fyrirtækjunum hér á landi er tölvu- leikjaframleiðandinn CCP sem gefur út Eve Online og fleiri leiki. Fjöldi manns starfar hjá fyrirtækinu sem er með skrif- stofur víða um heim. Hrunið hafði lítil áhrif á tölvuleikjaiðnað- inn nema þá til batnaðar því það losnaði um hæfileikafólk sem kastaði sér út í ævintýri á nýjum slóðum. Við sögðum frá nokkr- um ungum mönnum í síðustu viku sem hafa skapað nýjan leik sem kemur út á næstunni og heitir Aaru‘s Awakening. Samtals hafa þessir ungu menn eytt níu milljónum í beinhörðum pen- ingum til að koma leiknum á koppinn en raunverðið hleypur á yfir hundrað milljónum ef vinnuframlag þeirra er tekið með í reikninginn. Þetta er frumkvöðlastarf og mikil áhætta en miðað við umfjöllun í erlendum tölvuleikjamiðlum bendir allt til þess að veðmálið gæti gengið upp. Íslenskur tölvuleikjaiðnaður veltir yfir tíu milljörðum króna á ári og þó eigum við nóg inni. Ekkert bendir til þess að eftirspurn eftir afþreyingu í formi tölvuleikja eigi eftir að minnka. Þvert á móti fjölgar þeim sem spila leiki og þetta fólk eldist og vill fjölbreyttari afþreyingarleiki. Við eigum að taka öllum svona breytingum fagnandi og passa okkur að gera ekki lítið úr furðu- legu samræðunum sem við heyrum úr herbergjum unglinganna. Tölvuleikir velta meiru en tónlistariðnaðurinn: Atvinnumenn í tölvuleikjum Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Ekkert svar Enginn þeirra, sem fóru með völd yfir Íbúðalánasjóði á því tímabili þegar hann var settur á hliðina, hefur fengist til að tjá sig að nokkru ráði um efni rannsóknarskýrslunnar um málefni sjóðsins. Framkvæmda- stjórinn fyrrverandi, Guðmundur Bjarnason, segist enn ekki hafa kynnt sér hana nógu vel, þremur dögum eftir útgáfu hennar, stjórnar- formaðurinn fyrrverandi segist ekki einu sinni hafa séð hana, aðrir stjórnarmenn vilja ekkert segja og fyrrverandi ráðherrar Framsóknar- flokksins láta ýmist ekki ná í sig eða þykjast ekkert hafa um málið að segja. Þetta er merkileg staða. Óforskammað Nú er það svo að allir þessir karl- menn voru í vinnu fyrir íslenskan almenning. Skýrsla nefndar sem þjóðkjörið Alþingi skipaði kemst að því að Íbúðalánasjóður, undir þeirra stjórn, hafi verið í tómu rugli og ruglið hafi kostað þjóðarbúið risa- vaxnar upphæðir. Þessum mönnum er ekki stætt á því að þiggja bara eftirlaun í sínum hornum og þegja þunnu hljóði. Hafi þeir ekki lesið skýrsluna skulu þeir bara gjöra svo vel og útvega sér hana, lesa hana í snarhasti, og standa síðan fyrir máli sínu. Annað er ófor- skammað. Frægir með athugasemdir Skipulagsráð Reykjavíkurborgar fjallaði á fundi sínum á miðvikudag um breytt deiliskipulag í Kvosinni. Það er ljóst að það eru margir sem hafa sitthvað að athuga við deiliskipulagið, því að á fundinum voru kynntar ótal athugasemdir sem hafa borist. Fjöldi þeirra var frá tón- listarmönnum. Á meðal þeirra sem sendu inn athugasemd voru Úlfur Eldjárn, Tómas R. Einarsson, Högni Egilsson, og Samúel Jón Samúelsson úr Jagúar. Þá er Páll Óskar Hjálmtýsson að sjálfsögðu á lista, og eins vinkona hans, hörpuleikarinn Monika Abendroth. stigur@frettabladid.is Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Rannsóknarskýrsla Alþingis um Íbúða- lánasjóð er vissulega svört, um það þarf ekki að deila. Engin ástæða er þó til að fyllast svartsýni um framtíð hús- næðismálanna. Við eigum að læra af skýrslunni og bæta vinnubrögð og stefnumótun. Húsnæðismálin eru eitt mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna. Öruggt húsnæði er grunnur að velferð fólks um leið og skipan húsnæðismála er eitt stærsta efnahagsmálið. Eðli málsins samkvæmt tekur tíma að gera breytingar á húsnæðis kerfinu. Rannsóknarskýrslan um Íbúðalánasjóð sýnir að breytingar á fjármögnun húsnæðis geta haft alvarlegar afleiðingar ef ekki er hugað að víðtækum áhrifum þeirra í upphafi. Skýrslan sýnir einnig að markviss hús- næðisstefna er nauðsynleg til að tryggja fólki húsnæði af réttri stærð og á réttum stöðum. Nú á Íbúðalánasjóður um 2.200 íbúðir en innan við þriðjungur þeirra er í útleigu. Hinar standa auðar, sumar jafn- vel ekki fullbyggðar eða í byggðarlögum þar sem lítil eftirspurn er eftir húsnæði. Gagnleg umræða Þverpólitískur samráðshópur um hús- næðisstefnu skilaði tillögum vorið 2011 og þar skapaðist samstaða um húsnæðis- stefnuna. Lögð var áhersla á að innleiða húsnæðisáætlanir í sveitarfélögum, efla upplýsingar um húsnæðismarkaðinn, breyta húsnæðisstuðningi svo eigendum húsnæðis sé ekki gert hærra undir höfði en leigjendum, breyta rekstrarumhverfi húsnæðisfélaga og síðast en ekki síst skapa stöðuga umgjörð um fjármögnun húsnæðis. Á síðustu mánuðum og miss- erum hafa vinnuhópar verið að skila til- lögum um þessa þætti stefnunnar. Nú er mikilvægt að koma þeim í framkvæmd enda mikil eftirspurn eftir húsnæði á við- ráðanlegu verði. Við í Samfylkingunni fögnum því að Eygló Harðardóttir, nýr félags- og hús- næðismálaráðherra, ætlar að skipa verk- efnisstjórn um húsnæðismál og sam- vinnuhóp með henni. Heildstæðar tillögur liggja fyrir í velferðarráðuneytinu frá fyrri ríkisstjórn og rannsóknar skýrslan um Íbúðalánsjóð hefur að geyma mjög gagnlega umræðu. Halda þarf áfram breytingum á Íbúða- lánasjóði, ákveða skipan húsnæðislána og innleiða þá metnaðarfullu húsnæðis- stefnu sem þverpólitísk sátt ríkir um. Húsnæðismálin eru stóra málið. Stóra málið! ➜ Eðli málsins samkvæmt tekur tíma að gera breytingar á húsnæðis- kerfi nu. HÚSNÆÐISMÁL Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.