Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 38
5. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26
BAKÞANKAR
Stígs
Helgasonar
Þegar ég var smástrákur hlupu stundum í mig óknyttir, eins og gekk, og ég
hringdi símaöt. Sjaldnast voru þau frumleg
– það var til dæmis vinsælt að hafa sam-
band við verslanir og spyrja starfsmenn
einkennilegra spurninga um vöruúrval og
láta þá hlaupa til og frá í allskyns erindis-
leysu. Ha ha. Yfirleitt voru fleiri áheyrend-
ur að símtalinu – viðhlæjendur væru þeir
kallaðir ef þeir hefðu ekki alltaf beitt sig
hörðu til að halda rokunum niðri.
KLASSÍSKAST var nafnagrínið. Manni
var tamt að taka upp símann, hringja í
fimm stafa númer af handahófi og spyrja
hvort Bolli væri heima. „Enginn Bolli?
En undirskál?“ Svo skellti maður á og
sturlaðist úr hlátri. Það var auðvelt að
vera lítill. Þetta gerði ég án þess að
átta mig á kaldhæðninni sem fólst í
því að maður sem héti Stígur vogaði
sér að skopast að nöfnum annarra.
FÁ samþykkt íslensk mannanöfn
bjóða nefnilega upp á eins mikið grín
og mitt eigið. Einmitt þess vegna
þróaði ég snemma með mér býsna
þykkan skráp sem engir útúrsnúning-
ar bitu á, og ég geri ráð fyrir að það
sama eigi við um þá 35 sem deila með mér
eiginnafni.
„STÍGUR lýgur meira en hann mígur,“
var frasi sem náði snemma fótfestu í mínu
nánasta umhverfi þótt hann hafi verið –
og sé enn ––fullkomlega órökréttur, enda
lygar og þvaglát algjörlega ósambærilegar
gjörðir og útilokað að leggja á þær sama
mælikvarða. En hann var auðvitað ekki illa
meintur, ekki frekar en það þegar maður
var kallaður Göngustígur í fyrsta sinn eða
það sjöþúsundasta, og ekkert af þessu tók
maður nærri sér. Sumpart ber fólk nöfn
einmitt svo að hægt sé að snúa upp á þau.
OG spaugið er vissulega mishugvitssam-
legt. „Ef Stígur væri plataður til að taka að
sér kött, væri það þá Stígvélaði kötturinn?”
spurði hnyttinn kollegi minn eitt sinn, við
nokkra kátínu mína og annarra viðstaddra.
SVO getur það líka verið torrætt og valdið
heilabrotum. Þannig barst mér til dæmis
tölvupóstur í gær frá virtum og máls-
metandi þjóðfélagsþegn á áttræðisaldri
sem hófst á orðunum: „Það var ánægju-
legt, Stífur.“ Ég vona að það hafi verið
innsláttar villa.
Stígkrampi
Fatahönnuðurinn Raf Simons
sýndi nýja línu tískuhússins
Dior á mánudag. Athygli vakti
að fyrirsæturnar Alek Wek,
Grace Mahary, Joan Smalls,
Maria Borges, Kelly Moreira
og Yasmin Warsame
voru á meðal þeirra
sem sýndu hönnun
Simons, en þetta er
í fyrsta sinn sem svartar fyrir-
sætur sýna fyrir Dior frá því að
hann tók við stjórn. Þetta er sjö-
unda línan sem Simons hannar
fyrir Dior.
Svartar fyrirsætur sýna fyrir Dior
Raf Simons notaði í fyrsta sinn svartar fyrirsætur þegar hann sýndi fyrir Dior.
FLOTT Raf
Simons hefur
hannað sjö
línur fyrir
Dior.
HÖNNUÐ-
URINN Raf
Simons
ásamt skart-
gripahönnuð-
inum Gaia
Repossi.
NOR-
DICPHO-
TOS/GETTY
ALEK WEK
Fyrirsætan var á
meðal þeirra sem
sýndu nýjustu línu
Dior.
GLÆSILEGT FRÁ
DIOR Línan frá
Dior þótti hin
glæsilegasta.
RÖNDÓTT Sýningar-
stúlkur Raf Simons hafa
yfirleitt verið hvítar.
THIS IS THE END 5 - 8 - 10.20
WHITE HOUSE DOWN 5 - 10
THE PURGE 8
THE ICEMAN 8 - 10.20
EPIC 2D 5
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
EKKERT EYÐILEGGUR GOTT
PARTÝ EINS OG HEIMSENDIR!
5%
DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
THIS IS THE END KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
THIS IS THE END LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
THE LONE RANGER KL. 5 - 8 - 11 12
WHITE HOUSE DOWN KL. 5.10 - 8 - 10.50 14
THE PURGE KL. 10.35 16
THE INTERNSHIP KL. 5.25 - 8 7
EPIC 2D ÍSL.TAL KL. 3.20 L
EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 3.20 L
THIS IS THE END KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
WHITE HOUSE DOWN KL. 6 - 9 14
THE PURGE KL. 8 - 10 16
THE INTERNSHIP KL. 9 7
EPIC 3D Í SL.TAL KL. 5.45 L
THE GREAT GATSBY KL. 6 12
THIS IS THE END KL. 5.40 - 8 - 10 16
WHITE HOUSE DOWN KL. 8 14
THE PURGE KL. 10.30 16
S.B., DV
S.G.S., MBL
Miðasala á: og
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
AKUREYRI
MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM
SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT
SPARBÍÓ
EMPIRE
H.S.S. - MBL