Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 46
5. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34
„Ég er ekki með stór plön þessa
helgina. Er að fara í vinnuferð með
vinkonu minni og svo var eitthvað
verið að tala um að fara á hestbak.“
Ísgerður Gunnarsdóttir leikkona.
HELGIN
Elsta leiklistarhátíð landsins, Act alone, verður
haldin tíunda árið í röð 8. til 11. ágúst í sjávarþorp-
inu Suðureyri. Margt verður gert í tilefni af afmæli
hátíðarinnar og verður dagskráin sérstaklega fjöl-
breytt og skemmtileg þetta árið.
Efnt var til handritasamkeppni þetta árið undir
yfirskriftinni íslenski sjómaðurinn þar sem óskað
var eftir einleik sem fjallar um íslenska sjómann-
inn. Alls bárust sextán handrit í keppnina en til-
kynnt verður um sigurvegarann 1. ágúst. Það er
eftir nokkru að slægjast því sá höfundur sem þykir
eiga besta einleikinn að mati dómnefndar Act alone
mun hljóta 250.000 krónur í verðlaun.
Ilmur Kristjánsdóttir leikkona er einn af skipu-
leggjendum hátíðarinnar. „Við vildum búa til
sköpunarvettvang fyrir einleik. Nokkurs konar
hvatningar verðlaun og stuðla að nýsköpun. Það eru
ekki margir á Íslandi að skrifa einleiki.“
Sjálf vakti Ilmur mikla athygli fyrir hlutverk sitt
sem Ausa í einleiknum um Ausu Steinberg. „Það er
mjög sérstakt að leika einleik og ég dáist að fólki
sem stendur í þessu. Það er nefnilega mikil ábyrgð
að vera einn og getur líka verið einmanalegt. Þess
vegna er mikilvægt að fá marga áhorfendur.“
Að sögn Ilmar verður ýmislegt fyrir alla á
hátíðinni og má þá nefna barnaleikrit, tónleika og
íslenska og erlenda einleiki. „Þetta er fjölskylduvæn
skemmtun þar sem allir ættu að finna eitthvað við
sitt hæfi, “ segir Ilmur að lokum. - hó
Einmanalegt að sýna einleik
Leiklistarhátíðin Act alone verður haldin í tíunda sinn á Suðureyri í ágúst
SKIPULEGGUR Ilmur Kristjánsdóttir leikkona er einn af
skipu leggjendum leiklistarhátíðarinnar Act alone. MYND/VALLI
Það gengur ekki alveg eftir
áætlun. Við þurftum að grípa til
annarra ráðstafana út af sjóveiki,“
segir Lára, spurð hvernig lífið um
borð í Húna gangi. „Ég ber það
fyrir mig að fjögurra ára dóttir
mín, sem er með í för, hafi orðið
sjóveik á leiðinni frá Akureyri til
Húsavíkur, en sannleikurinn er
sá að ég var alveg eins sjóveik og
hún.“
Lára, maður hennar Arnar Þór,
sem er trommari í bandinu, og
dóttir þeirra fóru því landleiðina
til Borgarfjarðar eystri eftir tón-
leikana á Húsavík, enda sautján
tíma sigling ekki freistandi fyrir
sjóveika. „Við sögðum bara pass,
takk fyrir kærlega,“ segir Lára.
Lára er af sjómannaætt frá Ísa-
firði, bæði afi hennar og langafi
voru skipstjórar, og segist hún
skammast sín pínulítið fyrir sjó-
veikina. „Ég hef sjómennskuna
í blóðinu og vonandi tekur ekki
nema tvo, þrjá daga að venjast
þessu lífi. Ég mun verða með í
siglingunni frá Höfn til Vest-
mannaeyja, enda verður dóttirin
þá komin til afa síns og ömmu, og
vonandi gengur það betur. Ég verð
bara að harka af mér.“
Þótt hljómsveitin kalli sig
Áhöfnina á Húna er það ekki
alveg réttnefni. Á bátnum er átta
manna áhöfn auk Fjólu sem sér um
mats eldina ofan í hópinn um borð.
„Svo eru þrír kvikmyndatöku-
menn með í för, þannig að þetta er
heljarinnar hópur,“ segir Lára.
Fyrstu tónleikarnir voru á Húsa-
vík í fyrrakvöld og gengu alveg
frábærlega vel að sögn Láru. „Ég
held að flestir Húsvíkingar hafi
mætt og þetta tókst eins vel og
hægt var að hugsa sér.“
Í kvöld verður bein útsending
frá tónleikunum á Reyðarfirði og
síðan heldur Áhöfnin áfram hring-
inn um landið og endar á Akureyri
þann 20. júlí. fridrikab@frettabladid.is
Lára Rúnars fl úði í
land vegna sjóveiki
Áhöfnin á Húna lagði upp í hringferðina um landið í fyrradag. Siglingin frá
Akureyri til Húsavíkur gekk svo nærri einu konunni í bandinu að hún neitaði að
fara aft ur um borð og fór landleiðina til Borgarfj arðar eystri.
LANDKRABBAFJÖLSKYLDAN Fjölskyldan fagnar því að hafa fast land undir fótum á Borgarfirði eystri í gær.
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
„Íbúar Flateyrar eru svo ofsalega vinalegir og
tóku okkur opnum örmum og okkur langaði að
gefa eitthvað til baka,“ segir Sigurður Magnús-
son, betur þekktur sem Siggi Bahama. Hann og
tveir vinir hans smíðuðu frolfvöll og gáfu Flat-
eyringum að gjöf.
Siggi dvaldi fyrir vestan við tökur á kvik-
myndinni París norðursins og smíðaði frolf-
völlinn ásamt tveimur öðrum úr tökuliðinu. „Við
vorum þrír í þessu: ég, Óli tröllabarn og Geiri
glæsimenni. Við smíðuðum þetta úr rusli sem
við fundum á haugunum á Ísafirði þannig að
þetta kostaði ekki mikið, framleiðendur myndar-
innar lögðu svo út fyrir því sem upp á vantaði.“
Frolfvöllurinn stendur við snjóflóðavarnagarð
bæjarins og var opnaður við hátíðlega athöfn
daginn áður en tökuliðið hélt til síns heima. „Það
var bæjarhátíð daginn áður en við fórum og þá
var klippt á borðann og svæðið opnað. Mér skilst
að einn íbúanna ætli svo að taka sig til og leigja
út diska til ferðamanna.“
Siggi hóf sjálfur að spila íþróttina stuttu eftir
að hann flutti í íbúð við Klambratún, en þar er
vinsæll frolfvöllur. Hann segir íþróttina stór-
skemmtilega og mjög ávanabindandi. „Þetta er
rosalega skemmtileg íþrótt og reglurnar eru
alveg eins og í golfi, nema í frolfi er maður með
frisbí í stað kylfu. Sá sem klárar hringinn á sem
fæstum köstum sigrar,“ segir hann að lokum.
- sm
Gáfu Flateyringum frolfvöll
Sigurður Magnússon og félagar smíðuðu frolfvöll úr rusli og gáfu Flateyringum.
VIÐ VINNU
Óli trölla-
barn, Geiri
glæsimenni
og Siggi
Bahama við
störf sín.
MYND/SPESSI