Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 42
5. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 30 FÓTBOLTI Nokkur umræða hefur verið um hrindingar í íslenska boltanum. Jóhannes Karl Guð- jónsson, leikmaður ÍA, fékk að líta rauða spjaldið á miðvikudag fyrir að hrinda Þórsaranum Ármanni Pétri Ævarssyni. Jóhannes ýtti nokkuð ákveðið við honum en Ármann hefði líklega getað staðið í lappirnar hefði hann kosið að gera svo. Við höfum einnig séð atvik eins og í leik Keflavíkur og Fram þar sem maður fór niður við litla snert- ingu. Í bæði skiptin fékk árásar- aðilinn að líta rauða spjaldið. Fréttablaðið spurði Gylfa Þór Orrason, formann dómaranefndar KSÍ, almennt út í skilgreininguna á slíkri háttsemi. „Ef boltinn er ekki í leik þá gerast menn sekir um ofsalega framkomu ef þeir haga sér þannig. Tólfta grein knattspyrnulaganna kveður á um að vísa beri leik- manni af velli sem sýnir af sér ofsalega framkomu á meðan bolt- inn er ekki í leik,“ segir Gylfi Þór. „Síðan verður dómari að meta hvort sá sem verður fyrir slíku sýni af sér óíþróttamannslega framkomu með því að kasta sér niður eða álíka. Það er þó aldrei hægt að gefa meira en gult spjald fyrir það.“ Gylfi Þór segir að hrinding gefi ekki alltaf rautt spjald. Dómarar þurfi að fara eftir þeirri skil- greiningu sem gefin er upp. Hún er ofsaleg framkoma. En er það litið hornauga ef dómarar taka ekki fast á svona atriðum og sleppa mönnum sem ýta frá sér? „Já, í raun og veru. Dómarar eiga að fara eftir lögunum og þurfa að hafa stjórn á leiknum. Leik- menn vita að þeir setja sig í hættu með því að haga sér á þennan hátt.“ - hbg Ofsaleg framkoma er alltaf rautt spjald Formaður dómaranefndar KSÍ segir að dómarar þurfi að meta það hverju sinni hvað sé ofsaleg framkoma. ERFITT STARF Dómararnir hafa staðið í ströngu í Pepsi-deildinni í ár líkt og síðustu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Verð: 43,0 millj. Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir, Sölufulltrúi jorunn@miklaborg.is sími: 845 8958 • Glæsilegt tvílyft hús • Fallega innréttað • Bílskúr • Góð staðsetning 225 Álftanes Austurtún – Raðhús FÓTBOLTI Katrín Ásbjörns dóttir, leikmaður Þór/KA, fékk þær slæmu fréttir á þriðjudaginn að hún myndi missa af loka- keppni Evrópumóts lands- liða sem fram fer í Svíþjóð síðar í júlí. Í hennar stað kemur Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni. Breytingin er gerð með þeim fyrirvara að UEFA samþykki beiðni KSÍ um að taka inn nýjan leikmann fyrir lokakeppnina. Breytingar á þeim 23ja manna lista sem var sendur UEFA 1. júlí síðastliðinn eru háðar samþykki læknanefndar UEFA. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir mig og ég í raun trúi þessu ekki enn þá,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég lenti í samstuði við Þórdísi Hrönn [Sigfúsdóttur, leikmann Breiðabliks] á þriðjudaginn fyrir viku og ég hvíldi því tvo næstu leiki til þess að vera klár fyrir EM. Ég var að reyna komast fyrir boltann þegar ég fæ spark í kálfann og þar sem ég var það stöðug þá vilja læknarnir meina að brjósk og bein hafi farið illa saman.“ Kölluð til í myndatöku Læknar íslenska landsliðsins í knattspyrnu vildu fá leikmanninn til Reykjavíkur í myndatöku þar sem útlitið var orðið nokkuð dökkt fyrir Katrínu. „Ég fór í myndatöku á þriðju- daginn og þá kom í ljós það sem maður óttaðist mest. Þar kom fram að ég er með beinmar í ökkla. Þetta eru þannig meiðsli að ég má akkúrat ekkert gera. Ef ég æfi í þessu ástandi mun þetta versna og gæti haft áhrif á feril minn sem knattspyrnukona. Ég verð því frá í fjórar vikur og má í raun lítið gera á þeim tíma, annað en að vera í sundi.“ Katrín fékk síðan símtalið sem hún hafði óttast. „Siggi Raggi [Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðs þjálfari] hringdi í mig seinnipartinn á þriðjudag og sagði mér að ég myndi missa af lokakeppninni út af beinmari og vökva í liðböndum.“ Katrín hefur áður lent í því að missa af landsliðsverkefnum vegna meiðsla. „Á Algarve-mótinu í fyrra tognaði ég á liðbandi í hné á síð- ustu æfingu landsliðsins fyrir fyrsta leik og var þá send heim. Ég hef einnig lent í því að missa af Evrópu mótinu í U-19 ára lands- liðinu þegar ég tognaði aftan í læri rétt fyrir mót. Ég er orðin alveg rosalega þreytt á þessu.“ Í sínu besta formi Katrín hefur leikið sérstaklega vel fyrir Þór/KA á tímabilinu og var við það að finna sitt allra besta form. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í á mínum ferli og maður hreinlega trúir þessu ekki. Ég var búin að vinna mér inn sæti í lands- liðinu og það hefur kostað mig blóð, svita og tár. Í vetur æfði ég mikið til að komast í þetta form. Ég átti sannarlega skilið að vera valin í landsliðið. Ég hef engin orð til að lýsa vonbrigðunum“. stefanp@frettabladid.is Ekki einu sinni enn Óheppnin virðist elta Katrínu Ásbjörnsdóttir en hún missir af lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fer fram í Svíþjóð í júli. Katrín fékk beinmar. ÓHEPPIN Katrín Ásbjörnsdóttir lendir í því í þriðja sinn á ferlinum að missa af landsliðsverkefni vegna meiðsla sem koma fram korteri fyrir mót. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL H Ú S G AG N A H Ö L L I N O P I Ð O G O P I Ð E I T T S Í M A N Ú M E R ÚTSALA SUMAR- | | | | | | | | | | UREYRI | REYKJAVÍK | AKU REYRI | REYKJAVÍK | AKUR EYRI | – fyrir lifandi heimili – AFSLÁTTUR %50 ALLT AÐ Hefur aldrei klæðst landsliðsbúningi FÓTBOLTI Íslenska karlalands- liðið í knattspyrnu þarf að sætta sig við að falla niður um tólf sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í gær. Ísland er nú komið í 73. sæti á listanum en á Evrópulistanum er Ísland í 35. sæti. Spánverjar eru sem fyrr á toppi listans og þar á eftir koma Þjóðverjar, Kólumbíumenn, Argentínumenn og Hollendingar. England féll niður um sex sæti og er í 15. sæti listans en Brass- arnir eru komnir inn á topp tíu listann á nýjan leik. Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 4-2, þann 7. júní á Laugardals- vellinum. - hbg Ísland hrapar um tólf sæti FÓTBOLTI Soffía Arnþrúður Gunnars- dóttir verður fimmti leikmaður Stjörnunnar í EM-hóp Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar en Stjörnuliðið er með átta stiga forskot á toppi Pepsi-deildarinnar. Soffía er 25 ára gamall vinstri fótar leikmaður sem getur spilað nokkrar stöður á vellinum. Hún er eini leikmaður íslenska hópsins sem hefur aldrei spilað landsleik, hvort sem er hjá A-liðum eða yngri landsliðum. Soffía er þó ekki eini nýliðinn í hópnum því liðsfélagi hennar úr Stjörnunni, Anna Björk Kristjánsdóttir hefur heldur ekki náð að spila A- landsleiki. Anna Björk á hins vegar leiki með yngri landsliðum. - óój

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.