Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 28
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Spjörunum úr og helgarmaturinn. ...SPJÖ RU N U M Ú R 5 tómatar 1 lítill laukur 2 hvítlauksgeirar 100 ml rauðvín Grænmetiskraftur Salt og pipar Óreganó-þurrkrydd 1 meðalstórt egg- aldin 1 stór kúla mozzarella-ostur Fersk basilikulauf (hálf askja) Rifinn parmesanostur (u.þ.b. hálfur) Tómatsósa Saxið lauk og hvítlauk og létt steikið á pönnu. Skerið tómatana í litla bita og bætið út í, ásamt rauðvíni, grænmetiskrafti og matskeið af óreganói. Saltið og piprið eftir eigin bragðlaukum. Látið malla í um 5 mínútur og hellið í eldfast mót. Skerið eggaldin í 0,5 til 1 cm þykkar sneiðar og steikið upp úr ólífuolíu í um hálfa mínútu á hvorri hlið. Leyfið aldininu að draga í sig olíuna. Saltið og piprið (ekki nauðsynlegt). Leggið sneiðarnar ofan á tómatsósuna. Ostar og basilika. Skerið mozzarella- ostinn í þunnar sneiðar og leggið ofan á eggaldinið. Stráið parmesan- ostinum yfir og bakið í 200 gráðu heitum ofni þar til osturinn er orðinn fallega brúnn. Saxið basilikulauf og stráið yfir eftir að rétturinn hefur verið tekinn úr ofninum. Berið fram með fallegu salati. HELGAR MATURINN EGGALDIN MEÐ MOZZARELLA OG PARMESAN Hvern faðmaðir þú síðast? Ég faðmaði kærast- ann minn áður en hann hélt af stað á æskustöðvarnar í Stykkishólmi. En kysstir? Ég smellti kossi á kærastann við sama tilefni – hann á nú alltaf skilið að fá koss þessi elska. Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Vinnu- félagarnir koma mér alltaf skemmtilega á óvart, sérstak- lega vegna þess hvað þeir eru alltaf sjúklega fyndnir og skemmtilegir. (Hæ, Branden- burg!) Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi? Ég á það til að vera óstundvís, því miður! En ég held og vona að með árunum hafi mér tekist að bæta mig. (Hæ, Helga!) Ertu hörundsár? Ég átti það til þegar ég var yngri, og jafnvel langrækni! En eitt af því besta við að eldast er þroskinn og að ná að lyfta sér yfir hluti sem skipta engu máli, svona þegar allt kemur til alls. Dansarðu þegar enginn sér til? Algjörlega! Og syng hástöfum þegar þannig liggur á mér. (Hæ, Finnur!) Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig? Ég geri mig reglu- lega að fífli og hef gaman af því! Ég reyni að taka sjálfa mig ekki of hátíðlega. Hringirðu stundum í vælubílinn? Já, oft! Ég er með hann á speed-dial. Tekurðu strætó? Ég geri það ekki, því miður. Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag? Alltof miklum! Ég þori bara alls ekki að taka saman hversu miklum tíma. Úff. Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim? Nei, ég fer alls ekki hjá mér. Ég knúsa þá sem ég þekki; sama hvort þeir eru frægir eða ekki. Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Tja, ég get enn farið í splitt og spíkat. Vissuð þið það? Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Hitta leiðinlegt fólk og láta mér leiðast, bara alls ekki. Ég stefni á að hitta skemmti- legt fólk og njóta alls þess besta sem íslenskt sumar býður upp á. Er það ekki nokkuð skothelt plan? Erla Tryggvadóttir ALDUR: 34 ára. STARF: Viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Branden- burg. Angantýr Einarsson skrifstofustjóri fjármála- ráðuneytisins er mikill áhugamaður um mat og eldamennsku og deilir hér uppskrift þar sem öllum helstu ítölsku hráefnunum er blandað saman svo úr verður sérlega bragðgóður og þjóðlegur ítalskur réttur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.