Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 16
5. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 16
Margir höfðu vonast til að
forsætisráðherra myndi
nota tækifærið við hátíð-
arræðu sína 17. júní sl.
til að slá á sáttatóna bæði
út á við sem og inn á við
til þjóðarinnar. Það hefði
getað auðveldað honum
eftirleikinn og gert þjóðina
sáttari við það afturhvarf
til fortíðar og sérgæslu
sem nýkjörinn meiri-
hluti á Alþingi hefur lofað
að standa vörð um og ráðherrar
útfæra nú kappsamlega. Einnig
hefði sú söguskoðun að sættir og
samlyndi hafi ríkt hjá þjóðinni á
krepputímum síðustu aldar, mátt
bera vott um meiri þekkingu á
þeim tíma. Sögufölsun er vand-
meðfarið valdatæki, sem hefur
alltaf verið notað af sigurvegur-
um allra tíma, sjálfum sér til upp-
hafningar.
Aftenging við vinaþjóðir
Sjaldan hafa átakalínur í íslensk-
um stjórnmálum verið skýrari.
Hvort sem horft er inn á við, til
skattlagningar auðlindanýtinga,
ríkisfjármála, umhverfismála,
atvinnuuppbyggingar eða skipu-
lagi stjórnsýslu, svo ekki sé minnst
á stjórnarskrármálið sjálft. Alls
staðar eru nú stigin föst
skref til að snúa við þeim
ákvörðunum sem teknar
voru á síðasta kjörtíma-
bili, og viðmið sett á löngu
liðna tíð. Meðan stjórnvöld
í nágrannaríkjum eru að
kortleggja framtíðina
fetum við í fótspor fortíð-
ar. Þetta seinkar því að við
Íslendingar getum orðið
samhliða öðrum nágranna-
þjóðum í samfélagsþróun-
inni. En kannski er það einmitt til-
gangurinn, því í utanríkismálum er
snúið við af þeirri braut sem mótuð
var eftir stríð, þar sem framtíð og
örlög þjóðarinnar voru fasttengd í
bandalögum með vestrænum ríkj-
um við inngönguna í NATO.
Þetta meginstef íslenskrar utan-
ríkisstefnu var endurtekið um
1970, við þátttöku í EFTA og síðan
aftur með EES-samningnum 1993.
Nú er sá dýrmæti meginþráður
rofinn, vík verður á milli vina.
Kannski þau rof verði enn dýpri.
Miðað við þær yfirlýsingar að for-
seti landsins fari með fullveldis-
málin f.h. ríkisstjórnarinnar, þá
má vænta þess að hér gætu orðið
frekari breytingar á. Hann hefur
aldrei verið mikill vinur vestrænn-
ar samvinnu. Og nú bætir for-
sætisráðherra um betur. Illsakir
eru troðnar við ríkjasamband
nágrannaþjóða okkar og þar alið
á tortryggni og fjandskap. Sjálf-
birgingsháttur forsætisráðherr-
ans 17. júní var með ólíkindum.
Málflutningurinn minnti á belg-
ing stjórnar Norður-Kóreu í garð
Bandaríkjanna.
Íslenskt samfélag í fjötrum
Síðbúin samfélagsþróun er ekki
ný af nálinni hérlendis. Við erum
og vorum það sem kalla má seink-
uð þjóð. Bjuggum við innlenda
kúgun, sem sambærileg var við
bændaánauð lénstímans í Evr-
ópu, nema hér voru það stórbænd-
ur sem héldu þróun samfélagsins
í heljargreipum með vistarbandi
og margvíslegum álögum á leigu-
liða. Þetta var ekki afnumið fyrr
en skömmu eftir að bændaánauð-
in var aflögð í flestum Evrópu-
ríkum. Við þurftum enga útlend-
inga til að kúga okkur. Það gerðu
samlandar okkar. Frelsisboðskap-
urinn kom með sunnanvindinum
yfir höfin. Þegar fullveldi var
fengið vorum við vanþróuð þjóð
bæði í pólitískum, búsetulegum
sem og atvinnulegum skilningi.
En dugleg vorum við og fljót að
tileinka okkur erlenda verkkunn-
áttu. Umbylting varð í atvinnuhátt-
um sem sumir stjórnmálamenn
óttuðust. Atkvæðin fluttu á möl-
ina í gin nýrra og óþekktra áhrifa-
valda. Þegar þjóðir eru staddar á
milli þekktrar fortíðar og óvissr-
ar framtíðar, bregðast þær oft við
með sterkri löngun til að hverfa
aftur til liðinna tíma, eins og best
kom fram í stefnu Jónasar frá
Hriflu um nýbýlavæðingu sveit-
anna. Bændasamfélagið átti áfram
að vera undirstaða þjóðlífsins.
Nú virðumst við aftur vera
komin á sama pólitíska reit. Þeir
tveir atvinnuvegir sem fæstum
veita atvinnu og minnsta þróun-
armöguleika eiga að bera uppi
framtíðar atvinnuþróunina. Land-
búnaðarstefnan tryggir stórum
hluta bænda hörmungarkjör, enda
er kindakjötsframleiðsla næst
geita búskap ein óhagkvæmasta
atvinnugrein á heimsvísu. Óhag-
kvæmar atvinnugreinar geta
aldrei leitt til skaplegra lífskjara.
En vissulega er hefðbundinn land-
búnaður afar þjóðlegur og því skal
hlúa að honum.
Oflátungsskapur og gorgeir
Enduruppvakning þjóðernis-
drambsins, sem nú er óspart sung-
ið lof, er varhugaverðasti boðskap-
urinn sem ríkisstjórnin leggur að
þjóðinni að tileinka sér. Ekkert er
hættulegra farsælli þróun sam-
félaga en ofuráhersla á þjóðerni,
trúarstefnur eða hugmyndafræði
og hefur alltaf leitt til ógæfu. Það
er ekki gæfulegt að þrengja sýn
okkar til umhverfisins og fram-
tíðarinnar.
Nesjamennska Heimssýnar er
slæmt leiðarljós lítilli þjóð. Fyrir
um öld síðan voru sambærileg
átök milli fortíðar og framtíðar og
nú, sem meðal annars kom fram í
mótmælum bænda gegn símanum.
Síminn þótti ekki þjóðlegt fyrir-
bæri. Við mærðum yfirburði vík-
ingaeðlisins íslenska á upphafsár-
um núverandi aldar, með kunnum
afleiðingum. Nú virðist holur oflát-
ungsskapur og gorgeir aftur orðin
þjóðleg einkenni. Seiður þjóðremb-
unnar er rammur afskekktri þjóð.
Vonandi stendur þetta gjörninga-
veður stutt yfir í þetta sinn.
Ofl átungsskapur treður illsakir
SAMFÉLAG
Þröstur
Ólafsson
hagfræðingur
➜ Við þurftum enga
útlendinga til að kúga
okkur. Það gerðu samlandar
okkar. Frelsisboðskapurinn
kom með sunnanvindinum
yfi r höfi n.
Það vekur alltaf furðu
mína þegar þeir sem mæla
á móti byggingu nýs Land-
spítala nota rökin að steypa
muni ekki leysa vanda spít-
alans. Ég get ekki tekið
undir það og tel mikla þörf
fyrir að bæta í steypu-
magnið á Landspítala.
Landspítalinn er það
sjúkrahús sem sinnir
öllum landsmönnum, líkt
og nafnið gefur til kynna.
Innan veggja sjúkrahúss-
ins starfa hátt á fimmta
þúsund starfsmenn og yfir
100.000 sjúklingar nýta sér þjón-
ustu spítalans ár hvert. Starfsemi
spítalans er dreifð um allt höfuð-
borgarsvæðið og telja húsakynni
hans tugi húsa. Flest þessara húsa
eru börn síns tíma og þjóna á engan
hátt þörfum þess heilbrigðiskerfis
sem við búum við í dag.
Núverandi húsnæði spítalans
þarfnast verulegs viðhalds og
sífellt þarf að breyta húsnæðinu
og bæta til að reyna að koma starf-
seminni fyrir. Tækninni hefur
fleygt fram og ekki var gert ráð
fyrir öllum þeim tækjum sem henni
fylgja í núverandi húsnæði. Allir
vita að spítalinn er í mikilli þörf
fyrir ný tæki en hvar á að koma
þessum tækjum fyrir? Húsnæðið
er of lítið. Til að mynda eru allar
geymslur stútfullar. Það veldur því
að gangarnir eru oftar en ekki full-
ir af rúmum, tækjum eða sjúkling-
um. Það vantar nefnilega ekki bara
pláss fyrir tæki og tól heldur líka
sjúkrastofur. Spítalinn er sprung-
inn.
Dýrast að gera ekki neitt
Margur hefur notað þau rök gegn
byggingu spítalans að huga þurfi
að mannauðnum og ætla ég ekki
að draga úr mikilvægi þess. Mann-
auðurinn er það sem virkilega þarf
að hlúa að. Lág laun og mikið álag
er að sliga starfsfólkið. Bæta þarf
þessi atriði sem allra fyrst og er
kjörið tækifæri til þess
nú þegar kjarasamningar
verða lausir á nýju ári. En
vinnuumhverfi hefur líka
mikið að segja. Í dag ætti
vinnustaður með lekum
gluggum og myglu í veggj-
um að heyra sögunni til. Það að
sjúklingar þurfi að liggja á gangin-
um í allra augsýn, inni á setustofu
eða inni á salerni ætti líka að til-
heyra fortíðinni. Fjölbýli er einnig
eitthvað sem ekki ætti að nota í dag
með tilliti til sýkingavarna og smit-
sjúkdóma, svo ég tali nú ekki um
vegna friðhelgi einkalífsins. Það
að veita góða þjónustu hefur líka
áhrif á líðan starfsfólks við vinnu
sína. Að veita góða þjónustu eykur
starfsánægju. Við þurfum nýtt
sjúkrahús, bæði starfsfólksins og
sjúklinganna vegna.
Ég fagna því að heilbrigðisráð-
herra hefur ekki blásið byggingu
Landspítalans út af borðinu sbr.
umræðu á alþingi þann 25. júní
síðastliðinn. Landspítalinn er mik-
ilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfi
okkar, ómissandi hlekkur. Ef Land-
spítalinn getur ekki sinnt hlutverki
sínu sem skyldi lamast allt heil-
brigðiskerfið.
Ég hef fullan skilning á því að
nauðsynlegt sé að sýna aðhald í rík-
isrekstri en útreikningar hafa sýnt
að með byggingu nýs sjúkrahúss,
og því að koma þjónustunni undir
eitt þak, næst fram hagræðing sem
fljótt borgar upp kostnað bygging-
arinnar. Spítalareksturinn er dýr,
en hann er dýrari en hann þyrfti
að vera eins og fyrirkomulagið er
í dag. Stundum er nefnilega dýrast
að gera ekki neitt.
Ekki bara steypa
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Ólafur G.
Skúlason
formaður Félags
íslenskra hjúkrunar-
fræðinga
➜ Það vantar
nefnilega ekki bara
pláss fyrir tæki og tól
heldur líka sjúkra-
stofur. Spítalinn er
sprunginn.
Við setningu Alþingis sagði
forsetinn eðlilegt að Alþingi
skyldi fyrir fjórum árum,
þegar örlagaþrungin óvissa
ríkti í efnahagslífi hins
vestræna heims, sjá kosti í
viðræðum við Evrópusam-
bandið. Nú blasti annar
veruleiki við. Enginn vissi
hvernig sambandið kynni
að þróast og evrusvæð-
ið byggi við djúpa kreppu.
Síðan segir:
„Þessi atburðarás, og reyndar
líka viðræður mínar við fjölmarga
evrópska áhrifamenn, hafa sann-
fært mig um að þrátt fyrir vinsam-
legar yfirlýsingar sé í raun ekki
ríkur áhugi hjá Evrópusamband-
inu á því að ljúka á næstu árum við-
ræðum við okkur. […] Því er í senn
ábyrgt og nauðsynlegt að deila
þeirri sýn með þingi og þjóð að litlu
kann að skipta hvort Ísland kýs að
halda viðræðum áfram; mótaðilann
virðist í reynd skorta getu eða vilja
til að ljúka þeim á næstu árum.“
Þegar forsetinn segir mótaðilann
virðast í reynd skorta getu eða vilja
til að ljúka samningaviðræðunum á
næstu árum hafa flestir skilið orð
hans þannig að Evrópusamband-
ið vildi ekki „taka við Íslandi“ – á
næstu árum.
Í viðtali við RÚV 27. júní vegna
Þýskalandsheimsóknar segist for-
setinn aldrei hafa sagt „að Evr-
ópusambandið vildi ekki taka við
Íslandi” og bætir við að óábyrgt
sé af Íslandi að fara í viðræður við
Evrópusambandið í einhverjum
leikaraskap.
„Ég sagði í þingsetningarræðunni
að það væri margt sem að benti til
þess, og það væri mín ályktun eftir
viðræður við marga og það hefur
nú styrkst í þessari heimsókn, að af
ýmsum ástæðum, sem að ég rakti í
ræðu minni, að ekki væri unnt að
ljúka viðræðum, nema að ljóst væri
að verulegur stuðningur
væri meðal Íslendinga fyrir
aðild.“
Þessi skoðun kemur ekki
fram í ræðunni heldur sú
skoðun að í raun væri ekki
ríkur áhugi hjá Evrópu-
sambandinu á því að ljúka á
næstu árum viðræðum við
okkur.
Alvörusamband
Nú er það ályktun forsetans
„að ekki væri unnt að ljúka viðræð-
um, nema ljóst væri að verulegur
stuðningur væri meðal Íslendinga
fyrir aðild“ – og forsetinn heldur
áfram:
„Því það er á vissan hátt óábyrgt
af okkur sem þjóð að fara í viðræð-
ur við alvörusamband eins og Evr-
ópusambandið, svona í einhverjum
leikaraskap, bara til þess að kanna
nú, hvað við kannski fengjum út úr
því. Slíkur leikaraskapur er bara
ekki gjaldgengur í alvöru alþjóðleg-
um samskiptum, þó að það kannski
passi á Íslandi í umræðunni þar.
Við verðum að passa okkar orðspor
sem þjóð og sem lýðveldi að þegar
við sækjum um inngöngu í aðildar-
samband eins og Evrópu þá mein-
um við það í alvöru.“
Í þingsetningarræðunni var það
„í senn ábyrgt og nauðsynlegt að
deila þeirri sýn með þingi og þjóð
að litlu kann að skipta hvort Ísland
kýs að halda viðræðum áfram“. Í
viðtalinu við RÚV er það óábyrgt
af okkur sem þjóð að fara í viðræð-
ur við alvörusamband eins og Evr-
ópusambandið svona í einhverjum
leikaraskap bara til þess að kanna
nú hvað við kannski fengjum út
úr því. Ísland – þar sem leikara-
skapur passar í umræðunni innan-
lands – getur ekki boðið alvörusam-
bandi eins og Evrópusambandinu
að kanna hvað fengist kannski út úr
samningaviðræðunum.
Samningar
Þegar gengið er til samninga er
verið að kanna hvað fæst út úr
samningum. Norðmenn gengu til
samninga við EB 1972 og lögðu
samninginn fyrir þjóðina sem var
felldur vegna þess að kjósendur
töldu sig engu bættari. Hið sama
gerðist 1993.
Norðmenn fóru ekki í viðræður
við „alvörusamband“ í einhverjum
leikaraskap heldur sem fullvalda
þjóð til að kanna hvað fengist út
úr samningum. Enginn talaði um
að það væri á vissan hátt óábyrgt
af Norðmönnum að fara í viðræð-
ur við alvörusamband eins og Evr-
ópusambandið til þess að kanna
hvað þeir fengju út úr samningun-
um, allra síst þjóðhöfðingi Norð-
manna sem lét aldrei hafa neitt
eftir sér um afstöðu sína, enda
þjóðhöfðingi allra Norðmanna,
hvort heldur þeir voru með eða
á móti aðild. Auk þess vissi hann
að hann ræður ekki stefnu Norð-
manna í stjórnmálum.
Forseti Íslands þarf að gera sér
grein fyrir að hann ræður ekki
stefnu Íslands í stjórnmálum,
heldur kjörnir fulltrúar – stjórn-
málamenn – og forsetinn er ekki
stjórnmálamaður. Samkvæmt
stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
er „forseti lýðveldisins ábyrgðar-
laus á stjórnarathöfnum“ og „ráð-
herrar bera ábyrgð á stjórnar-
framkvæmdum öllum“. En hann
má ekki vera ábyrgðarlaus í tali.
Evrópusambandið
og forseti lýðveldisins
UTANRÍKISMÁL
Tryggvi Gíslason
fyrrverandi skóla-
meistari
➜ Enginn talaði um, að það
væri á vissan hátt óábyrgt af
Norðmönnum að fara í við-
ræður við alvörusamband
eins og Evrópusambandið
til þess að kanna hvað þeir
fengju út úr samningunum
DEH-1500DEH-150 DEH-4500
LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800
VERSLANIR UM LAND ALLT
www.ormsson.is
HEIMSKLASSA
HLJÓMFLUTNINGUR
4X50 W MOSFET magnari / Útvarp með 24
stöðva minni / Spilar MP3, WMA, WAV,
CD-R/RW / AUX og USB tengi á framhlið / Hægt
að tengja við fjarstýringu í stýri (tengi fylgir ekki)
/ EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið- og hátóna.
Verð: 22.900,- kr.
4X50 W MOSFET magnari / Útvarp með 24
stöðva minni / Spilar MP3, WMA, WAV,
CD-R/RW / AUX tengi á framhlið / Hægt að tengja
við fjarstýringu í stýri (tengi fylgir ekki) / EEQ,
Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna.
Verð: 19.900,- kr.
4X50 W MOSFET magnari / Útvarp með 24
stöðva minni / Spilar MP3, WMA, WAV,
CD-R/RW / AUX og USB tengi á framhlið / iPod í
gegnum USB / Bluetooth, mic fylgir / EEQ,
Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna.
Verð: 37.900,- kr.