Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 20
FÓLK|HELGIN Hjörtur Matthías Skúlason er einn af stofnendum og skipuleggjendum Rauðasand Festival sem haldið er á Melnesi á Rauðasandi um helgina. „Ástæðan fyrir því að ég vildi hafa festivalið á þessum stað er að ég ólst upp hérna og við fáum að nota landið hjá systur minni,“ segir Hjörtur. Hátíðin verður haldin í þriðja skiptið þetta árið. Uppselt er á hátíðina en alls voru 350 miðar í boði. Fjöldi tónlistarmanna mun mæta og troða upp í gamalli hlöðu á svæðinu. „Þetta byrjaði allt þannig að okkur vinina langaði til að halda stórt partí fyrir alla vini okkar úti á landi en flestir vinir okkar eru miklir listamenn. Einhvern veginn varð hugmyndin stærri og stærri og að lokum langaði okkur að halda festival,“ segir Hjörtur. Nóg er um að vera á daginn eins og til dæmis sandkastala- keppni og söguganga með Vilborgu Örnu pólfara. „Einn daginn ætlum við að byggja skúlptúr og í lok kvöldsins munum við kveikja í honum,“ segir Hjörtur sem er afar spenntur fyrir helginni og hefur verið á Vestfjörðum alla vikuna að gera allt tilbúið fyrir hátíðina. Hjörtur segir að það sé mikilvægt að taka lopapeysuna og lopasokka með á útihátíðir sem þessa, enda geta íslenskar sumarnætur orðið ansi kaldar. Flestir Íslendingar ættu að eiga eitt eða tvö stykki af þessari hlýju þjóðargersemi hangandi uppi í skáp. Í gærkvöldi byrjaði upp- hitun fyrir hátíðina með nokkrum plötusnúðum sem komu stuðinu í fólkið. Ágætis spá er fyrir næstu daga á Vestfjörðum en fólk er þó beðið um að gera ráð fyrir rigningu og roki þegar pakkað er í ferðatöskurnar. Skipu- lagning fyrir næstu hátíð mun hefjast strax í næstu viku. „Þá ætlum við að byrja á að gera samantekt og fara yfir það sem fór vel og hvað mætti gera betur,“ segir Hjörtur. Vinnan við að setja upp hátíð sem þessa er gríðarlega mikil en þar sem allir skipu- leggjendurnir eru í vinnu þá verður að byrja snemma. Hjörtur er vöruhönnuður og starfar hjá Lumex. gunnhildur@365.is TÓNLISTARHÁTIÐ Á RAUÐASANDI ÞRIÐJA ÁRIÐ Í RÖÐ Hjörtur skipuleggur Rauðasand Festival þriðja árið í röð ásamt nokkrum vinum. Hátíðin fer fram um helgina og nóg verður um að vera. Uppselt var á hátíðina fyrir einum og hálfum mánuði. Þetta er þægilegur og fljótlegur réttur sem einfalt er að gera á ferðalagi eða heima. Brauðið er hægt að kaupa tilbúið og hita á grill- inu. Sósu má gera degi áður. Grænmetið er hægt að skera niður áður en haldið er af stað í sveitina. Uppskriftin miðast við fjóra. 600 g kjúklingabringa 1 msk. olía ½ tsk. salt ¼ tsk. pipar 2 rauðar paprikur 2 gular paprikur 1 kúrbítur 2 laukar olía salt og pipar 4 pítabrauð Poki með blönduðu salati Paprika, kúrbítur og laukur er skorið niður, penslað með olíu og bragðbætt með salti og pipar. Grillið í 10-15 mínútur. Kljúfið kjúklingabringurnar í tvennt, penslið með olíu og bragðbætið með salti og pipar. Grillið í tvær mínútur á hvorri hlið, lækkið hitann og grillið áfram í 2-3 mínútur. Hitið pítabrauðin á grillinu og fyllið með fersku salati, grilluðu grænmeti og kjúklingabringunum. Fyrir þá sem vilja létta og bragðgóða sósu með er einfalt að laga hana úr grískri jógúrt sem bragðbætt er með smá sítrónusafa, hunangi, pressuðum hvítlauk, dijon- sinnepi, salti og pipar. GRILLAÐUR KJÚKLINGUR Í PÍTABRAUÐI MEÐ GRÆNMETI RAUÐISANDUR „Hugmyndin var fyrst að halda stórt partí fyrir alla vinina,“ segir Hjörtur. HJÖRTUR MATTHÍAS Einn af skipu- leggjendum hátíðarinnar. Hann ólst upp á Rauða- sandi og hátíðin er haldin á landi systur hans. MYND/JONINA DE LA ROSA Grensásvegur 8, sími 553 7300 mán-fim 12–18, fös 12–19, lau 12–17 ÚTSALAN HAFIN 50–70 % afsláttur af öllum fatnaði 50 % afsláttur af öllu skarti 30 % afsláttur af klútum, töskum og öðrum fylgihlutum 10% afsláttur af standard bolum og toppum SOHO/MARKET Á FACEBOOK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.