Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Nína Björk Gunnarsdóttir. List og fegurð. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 4 • LÍFIÐ 5. JÚLÍ 2013 Velkomin heim! Nú ertu flutt aftur til Íslands frá Lúxemborg, hvernig er tilfinningin að vera komin heim? „Það er rosalega góð tilfinning. Ísland er land mitt og hérna vil ég festa rætur næstu árin. Ég gat ekki verið mínútu lengur úti. Ég var komin með mikla heimþrá og svo eru miklu fleiri tækifæri fyrir konur hér heima. Konur á Íslandi eru miklu sjálfstæðari. Svo er það bara lífið að vera í kringum sína nánustu.“ Hvað kom til að þið flytjið heim núna? „Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Okkur fannst þetta rétti tíminn núna þar sem sonur minn, sem er að byrja í gagnfræðaskóla, vildi vera unglingur á Íslandi. Ég er að fara í meira ljósmyndanám, kærastinn fékk vinnu á Íslandi og dóttirin er komin með leikskóla- pláss, þannig að allir eru með sitt. Það er eiginlega ótrúlegt hvað allt gengur vel með heimflutning- inn. Ég fann meira að segja íbúð á tveimur dögum.“ Mikið snobb í Lúxemborg Hvað bjóstu lengi í Lúxemborg? „Ég bjó úti í fjögur ár. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími og ég fékk ýmis tækifæri í ljósmyndun- inni. Ég eignaðist frábærar vin- konur og ég kynntist sjálfri mér einnig upp á nýtt. Börnin hafa fengið heilan helling út úr þessu þannig að ég er bara þakklát fyrir þennan tíma með börnunum mínum. Ég fæddi Emblu dóttur mína í Lúxemborg, sem var stærsta gjöfin mín. Egill stóð sig vel í skólanum og átti góð tímabil í fótboltanum. Það er líka nauðsyn- legt að komast í burtu frá Íslandi, þá kann maður að meta litlu hlut- ina svo miklu betur.“ Geturðu nefnt helstu kosti og ókosti við borgina? „Lúxem- borg er æðislega staðsett og því er svo auðvelt að ferðast annað þaðan frá. Þar er frábært heil- brigðiskerfi. Hugsunarhátturinn er frekar gamaldags og svo er ansi mikið snobb í gangi. Þarna ganga þrettán ára stelpur um með Louis Vuitton-töskur enda má ekki minna vera. Mig langar ekki til að ala upp börnin mín í svoleiðis um- hverfi. Maður lærir ekki á lífið nema maður vinni fyrir hlutunum. Það þykir eðlilegt að konur séu heimavinnandi en ég er svo mikið fiðrildi og þarf því að vinna og skapa.“ Heima er best Fékkstu stundum heimþrá? Hvers saknaðirðu þá einna helst? „Ég saknaði fjölskyldu og vina, og þess hvað allt er þægi- legt á Íslandi. Það er svo stutt í allt og svo er menningin heima aðlaðandi. Mér finnst Íslendingar upp til hópa ofboðslega skemmti- legt fólk. Það getur verið að ég fái örlítið menningarsjokk þegar ég kem til baka en ég hræðist ekkert nema myrkrið á veturna.“ Þú hefur búið erlendis áður, er það ekki? „Jú, ég bjó í Kaup- mannahöfn þar sem ég var í ljós- myndanámi. Svo starfaði ég sem fyrirsæta í London, París, Mílanó og á Grikklandi.“ Hvernig var að vera með tvö börn í stórborg? „Þetta var frá- bært tækifæri fyrir þau til að læra meiri aga og önnur tungumál og það verður þeim gott veganesti út í lífið. Hins vegar er frelsið heima svo gott fyrir íslensk börn.“ Ræktar tengslanetið Hvernig var það að vinna sem ljósmyndari/stílisti í Lúxem- borg? „Ég tók að mér ýmis áhuga- verð verkefni og tók myndir af öllum flottustu tískumerkjunum í heimi fyrir Friden í Lúxemborg, MATUR Sushi og indverskur matur. DRYKKUR Vatn og gott rauðvín. VEITINGAHÚS Aka, Lúxemborg. VEFSÍÐA ninabjork.is VERSLUN Topshop London, MaJe. HÖNNUÐUR Margir flottir, erfitt að gera upp á milli. HREYFING Ganga og dansa og fara í ræktina. DEKUR Baðstofan í Laugum. STARF Ljósmyndari/ Stílisti ALDUR 36 ára KÆRASTI Matthías Ásgeirsson byggingaverkfræðingur BÖRN Egill Orri 12 ára og Embla Örk 3 ára NÍNA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR TÍSKUHEIMURINN ER MITT ÁHUGAMÁL Nína Björk Gunnarsdóttir lifi r og hrærist í tískuheiminum en hún byrjaði ung að sitja fyrir sem módel en færði sig síðan bak við myndavélina. Undanfarin ár hefur hún verið að stílisera og ljósmynda ásamt því að sinna móðurhlutverkinu. Nýverið fl utti hún til Íslands eftir búsetu í Lúxemborg þar sem lífi ð var heldur íburðarmeira. Lífi ð ræddi við Nínu Björk um ljósmyndunina, nýtt upphaf og framtíðardrauma á Íslandi. Uppáhalds

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.