Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2013, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 22.07.2013, Qupperneq 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur 12 H úsgagnaverslunin Patti opnaði nýja verslun á Bíldshöfða 18 þann 22. júní síðastliðinn, en verslunin var áður staðsett í Duggu-vogi. Patti sérhæfir sig í sérsmíðuðum sófum. „Það virðist sem orðið „sér-smíði“ hafi einhvers konar fælingar-mátt, fólk heldur að það þýði að hluturinn sé þá fokdýr, en það er ekkiendilega raunin Viðskii við með Aqua clean-efni sem er nýtt hjá okkur, en það efni er mjög auðvelt að þrífa. Rauðvín, jarðarber og meira að segja kúlupenni næst úr bara með köldu vatni.“ Verðið á sófanum fer mikið eftir því hvaða áklæði er valið. SÓFI SEM SMELLPASSARVið ki DRAUMASÓFARNIRPATTI KYNNIR Húsgagnaverslunin Patti selur sérsmíðaða sófa sem viðskipta- vinurinn setur sjálfur saman úr módelum og áklæðum sem Patti býður upp á. ÝMSAR STÆRÐIR OG GERÐIR Gunnar Baldursson framkvæmdastjóri mælir með að fólk líti við í versluninni og skoði úrvalið. MYND/VALGARÐUR MÖGULEIKAR ÁLSSkráning er hafin á ráðstefnu 13Al+ sem haldin verður 28. ágúst. Þar verður rædd núverandi staða og framtíðarmöguleikar sem felast í frekari framleiðslu á áli á Íslandi. FASTEIGNIR.IS 22. JÚLÍ 2013 29. TBL. Landmark leiðir þig heim! * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem v eitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignavið ks ipti – þú h ringir v ið s le jum! * Sími 512 4900 landmark.is Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266 Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312 Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820 Íris Hall Löggiltur fasteignasali Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309 Kristberg Snjólfsson Sölufulltrúi Sími 892 1931 Eggert Maríuson Sölufulltrúi Sími 690 1472 Haraldur Ómarsson sölufulltrúi sími 845 8286 Sigurður Fannar Guðmundsson Sölufulltrúi Sími 897 5930 2ja herbergja íbúð í lyftublokk að Dúfnahólum 4, íbúð 104. Flott útsýni yfir Reykjavík, Esjuna o.fl. Íbúðin er laus við kaupsamning. Áhvílandi 11 8 Ve ð 15 5 Auður Kristinsdóttir Lögg. fasteignasali OP IÐ HÚ S Vegna mikillar sölu vantar eignir Dúfnahólar 4 – Íbúð 104 Opið hús þriðjudaginn 23. júli kl. 17:30 - 18:00 2 SÉRBLÖÐ Fasteignir | Fólk Sími: 512 5000 22. júlí 2013 170. tölublað 13. árgangur Spilað á Björgvin Eini orgelsmiður landsins er nú að setja upp nýjustu smíð sína í Vídalínskirkju í Garðabæ. 6 Bláskelsrækt eyðilögð Bláskelja- bóndi við Breiðafjörð sakar síldveiði skipstjóra um að valda sér tugmilljóna tjóni og hefur farið með málið til lögreglu. 2 Fá spítalann ekki gefins Hafnfirð- ingar fá hlut ríkisins í St. Jósefsspítala ekki gefins, samkvæmt ákvörðun velferðarráðuneytisins. 4 Fastir á flugvöllum Fleiri en Edward Snowden hafa þurft að hírast á flug- völlum í lengri tíma. Fréttablaðið skoðaði málið. 8 SKOÐUN Það vantar alltaf þessa listamenn, skrifar Guðmundur Andri Thorsson. 13 MENNING Berndsen og Hermigervill notuðu gamlar græjur úr eigu Kraft- werk við upptöku á nýrri plötu. 26 SPORT Katrín Jónsdóttir lék sinn síðasta landsleik í gær. Tilfinningaþrungin kveðjustund. 22 Góði tannhirðirinn Ultra reach tannburstinn frá zendium Mótaður eftir áhöldum tannlækna til að ná lengra Húsavíkurjógúrt á tilboði GEFORCE GTX 650 23.990 LANDBÚNAÐUR Undirbúnings- vinna er hafin við að reisa tutt- ugu og þriggja þúsund fermetra minka bú um tvo kílómetra utan við Þorlákshöfn. Áformin mið- ast við að hafa þar tíu þúsund læður en með slíkum fjölda er hægt að framleiða um 50 þús- und skinn. Þetta yrði tvöfalt stærra minkabú en minkabúið á Mön, sem nú er hið stærsta á landinu. Stefán Jónsson, sem er forgöngumað- ur um nýja búið við Þorlákshöfn ásamt Ármanni Einarssyni, segist vonast til þess að framkvæmdir geti hafist næsta vor. Peningar fyrir kostnaði eru ekki hristir fram úr erminni, en hann gæti orðið um 1,2 til 1,5 milljarðar. Þeir félagar eru nýir í greininni en Stefán er vélsmiður og Ármann útgerðarmaður. „Við ákváðum að prófa enda er mikil gróska í þessari grein,“ segir Stefán. „Þetta er náttúrlega bóla, við vitum það, en við erum nú allavega nokkrir eldri en tvævetra í þessu svo við förum að öllu með gát og látum hana ekki springa framan í okkur,“ segir Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda. - jse / sjá síðu 10 Ekkert lát á bólunni í íslenskri minkarækt Áform eru uppi um að reisa minkabú við Þorlákshöfn fyrir tíu þúsund læður. Það er tvöfalt stærra en stærsta bú landsins. Annað stórt minkabú situr fast í kerfinu. Þetta er nátúrulega bóla, við vitum það, en við erum nú allavega nokkrir eldri en tvævetra í þessu svo við förum að öllu með gát Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda Bolungarvík 13° SV 4 Akureyri 17° S 3 Egilsstaðir 20° NA 2 Kirkjubæjarkl. 18° SA 2 Reykjavík 14° SA 3 Bjart á A-helmingi landsins í dag en skýjað að mestu V-til með lítilsháttar vætu. Vindur hægur að mestu. Hiti 13- 20 stig, hlýjast NA-lands. 4 FÓLK Íslendingar hafa verið dug- legir að sækja sólbaðsstofur á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Ég get ekki kvartað,“ segir eigandi sólbaðsstofu í Kópavoginum. Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn það sem af er sumri. Ferðaskrifstofur hafa varla undan við bókanir og ljóst að Íslendingar reyna hvað þeir geta til að komast í sól. „Síðustu þrjár, fjórar vikur er gjörsamlega allt búið að vera á hvolfi hjá okkur. Það er eigin- lega bara ekkert laust sæti í sól- ina,“ segir Inga Birna Ragnars- dóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Wow air. - ka / sjá síðu 26 Íslendingar sakna sólarinnar: Mikil ásókn í ljósabekkina FÓTBOLTI Landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir setti punktinn aftan við 19 ára landsliðsferil sinn í gær þegar EM-ævintrýri íslenska kvennalandsliðsins end- aði á 0-4 tapi fyrir Svíum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Svíþjóð. Þetta var 132. og síðasta leikurinn hennar Katrínar. „Ég fór að hágráta þegar hún kom út af því að ég á eftir að sakna hennar og ég veit líka hvað þetta er erfitt fyrir hana. Hún getur verið virkilega stolt af sinni frammistöðu og öllu sem hún hefur gert fyrir íslenska kvenna- knattspyrnu,“ sagði Margrét Lára Viðars dóttir. „Ég var hálftóm í hausnum þegar ég var tekin út af og svo eftir leikinn voru meiri tilfinning- ar í gangi. Ég grét eins og smábarn en svona er þetta bara. Það er svo- lítið skrýtið að þetta sé búið. Það tekur víst eitthvað annað við en það segja þær mér þessar stelpur sem hafa hætt,“ segir Katrín bros- andi en það voru mörg tár sem féllu á Örjans Vall í Halmstad í gær. - óój / sjá Íþróttir síðu 22 EM-ævintýri stelpnanna okkar lauk með 4-0 tapi fyrir Svíþjóð í gær: Katrín kvaddi með tár á vanga KEMPUR KVEÐJAST Katrín Jónsdóttir faðmar markvörðinn Guðbjörgu Gunnarsdóttur, einn allra besta leikmann Íslands á Evrópumótinu, eftir tapið gegn ógnarsterku liði Svía í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ég fór að hágráta þegar hún kom út af því að ég á eftir að sakna hennar og ég veit líka hvað þetta er erfitt fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu SAMFÉLAGSMÁL Samtök kvenna af erlendum uppruna lýsa yfir áhyggjum af konunum sem vinna á kampavínsklúbbunum. Varaformaður samtakanna segir mikilvægt að lögregla fylgist náið með að þeim sé ekki misboðið á neinn hátt. Liggja verði fyrir skýr verklýsing og löggildur samn- ingur þegar erlent fólk er ráðið hingað til lands. „Starfsmenn eiga að þekkja réttindi sín og hvort störf þeirra hér samræmist lögum í landinu,“ segir Anna Katarzyna Wozniczka, varaformaður sam- takanna. Anna segir jafnframt að Íslendingar megi ekki vanmeta starfsemina og ættu frekar að horfa til reynslu nágrannaland- anna hvað hana varðar. - mlþ / sjá síðu 4 Efins um kampavínsklúbba: Hafa áhyggjur af konunum ANNA WOZNICZKA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.