Fréttablaðið - 22.07.2013, Side 12
22. júlí 2013 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Mikael
Torfason
mikael@frettabladid.is
Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri lindesign.is
Einstakar brúðargjafir
Brúðargjafatilboð
www.lindesign.is
Sundrung innan raða stjórnarflokkanna,
og þá einkum innan Vinstri grænna, er
ef til vill helsta ástæða þess afhroðs sem
þeir guldu í síðustu alþingis kosningum,
þó að fjölmargar aðrar ástæður komi
einnig við sögu. Enginn virðist sjá sér
hag í því að rifja upp þá ógæfu sem
fylgdi því að standa í sífelldri katta-
smölun.
Skoðanakannanir sýna að kjósendur
telja að flokkarnir hafi ekki framfylgt
mikilvægum stefnumálum. Klofningur
og ágreiningur voru meginástæður
þess. Í kjölfarið misstu flokkarnir
trúverðug leika, sem er forsenda tiltrúar
kjósenda á stjórnmálamönnum. Stöðugar
skylmingar þingmanna leiddu til mann-
falls í eigin röðum og gengu nærri gras-
rótinni. Þetta yfirskyggði þann mikla
árangur sem náðist.
Ágreiningur innan flokkanna gerði
það að verkum að ekki var hægt að ljúka
við endurskoðun á fiskveiðistjórnunar-
kerfinu og koma á skikkanlegu auð-
lindagjaldi. Viðræður við ESB voru í
hægagangi vegna framgöngu einstakra
ráðherra og þegar Samfylkingin féllst
formlega á að hægja á þeim var endan-
lega gert út um trúverðugleika flokksins.
Stóriðjubrölt Vinstri grænna varð
heldur ekki til þess að auka trúverðug-
leika þeirra. Icesave-samningarnir voru
eitt samfellt klúður sem klauf flokkana
og ekki var einu sinni talað fyrir þeim
þegar á reyndi. Erfitt var að ná saman
um skuldamál heimilanna. Landsdóms-
málið kristallaði mismunandi sýn á
uppgjörið við hrunið. Enga sameigin-
lega sýn var heldur að finna um inntak
nýrrar stjórnarskrár né hvort sverfa
ætti til stáls í málinu. Ekkert lát var á
togstreitu þingmanna vegna kjördæma-
pots. Samfylkingunni var refsað harka-
lega fyrir að hafa hvorki tekist að koma
helstu stefnumálum sínum í framkvæmd
með Vinstri grænum né Sjálfstæðis-
flokknum.
Klofningur innan þingflokks Vinstri
grænna gerði hann nær óstjórntækan.
Stór hluti hans yfirgaf flokkinn
og Samfylkingin klofnaði einnig.
Þingmennirnir létu fjölmiðla trekkja
sig upp líkt og spiladósir og dönsuðu í
hringi í kringum sjálfa sig. Það virðist
vera mikið gert og mörgu fórnað til að
komast á forsíðuna í Hádegismóum.
Vinstrimönnum tókst með einstökum
hætti, enn eina ferðina, að grafa undan
sjálfum sér og eigin trúverðugleika.
Forsíðan í Hádegismóum
STJÓRNMÁL
Baldur
Þórhallsson
prófessor í stjórn-
málafræði við HÍ
➜ Stóriðjubrölt Vinstri grænna
varð heldur ekki til þess að auka
trúverðugleika þeirra.
W
arren Buffett, einn ríkasti maður heims, hefur
látið hafa það eftir sér að velgengni hans sé
fyrst og síðast til komin vegna þess að hann
þurfti einungis að keppa við helming mann-
kyns. Konurnar sátu nefnilega heima og
kepptu ekki við hann í viðskiptum og því fór sem fór.
Í fleiri áratugi hafa flest vestræn ríki reynt að breyta
þessu. Mörgum finnast breytingarnar of litlar og miða of
hægt. Það líður heldur aldrei langt á milli frétta sem sýna
okkur svart á hvítu hversu
mikið á eftir að breytast svo
raunverulegu jafnrétti sé náð.
Það er auðvitað óásættanlegt
og sífellt fleiri gera sér grein
fyrir því. Við megum samt
ekki horfa fram hjá þeirri
staðreynd að mörg teikn eru á
lofti sem sýna okkur svo ekki
verður um villst að við höfum náð mjög langt. Það er bjart
framundan hvað jafnrétti kynja varðar.
Í síðustu viku varð ung stúlka, Aníta Hinriksdóttir, heims-
og Evrópumeistari í 800 metra hlaupi og stelpurnar okkar
komust í átta liða úrslit í Evrópukeppni landsliða í knatt-
spyrnu. Stelpurnar okkar áttu síðustu viku. Þær sýndu okkur
hversu langt við höfum náð og hvað margt mun breytast til
batnaðar í náinni framtíð. Síðasta vika var framtíðin sem svo
margir hafa beðið eftir.
Það verður forvitnilegt að sjá og heyra hvernig forsvars-
fólk íþróttafélaga hér á landi ætlar að réttlæta það að mis-
muna kvennaíþróttum eftir síðustu viku. Hvernig mun
KSÍ til dæmis færa rök fyrir því að borga eigi dómurum
lægri laun fyrir að dæma kvennaleiki eftir síðustu viku?
Rökleysan var nógu vitlaus fyrir síðustu viku en nú er nóg
komið. Í dag er allt breytt.
Breytingarnar hafa legið í loftinu og liggja enn í
loftinu. Það er allt að breytast og breytingarnar munu
snerta okkur öll. Við strákarnir munum ekki sitja einir að
stöðuhækkunum og frama á vinnumarkaðinum. Strákarnir
munu heldur ekki sitja einir að fjármagni til íþrótta eða
áhorfi á íþróttaviðburði. Vissulega er langt í land á mörgum
sviðum en við erum áþreifanlega nálægt réttlátara og sann-
gjarnara samfélagi.
Svo vitnað sé áfram í Warren Buffett þá hefur hann lýst
því að systur hans hafi verið miklu betur gefnar en hann.
Þær urðu samt ekki ríkastar í heimi. Það eru fáar konur
á slíkum listum. Systur Warrens fengu jafn mikla ást og
umhyggju og hann en kröfurnar til þeirra voru allt aðrar.
Foreldrar, kennarar og samfélagið höfðu aðra framtíðarsýn
hvað þær varðaði en litla Warren Buffett. Hann átti að geta
allt og fékk hvatningu í þá átt. Ekki þær. En nú er það breytt.
Foreldrar stúlkna í dag eru löngu hættir að boða dætrum
sínum þrengri framtíðarsýn en sona sinna. Við höfum breyst
og erum þegar farin að uppskera. Sem betur fer.
Aníta Hinriksdóttir og landsliðið í knattspyrnu:
Stelpurnar okkar
áttu síðustu viku
Björk gefur í
Mörgum fannst borgarfulltrúinn
Björk Vilhelmsdóttir ganga býsna
langt þegar hún sagði í fréttum að
á svokölluðum Kampavínsklúbbum
í borginni væri stundað vændi og
að konurnar þar væru að öllum
líkindum fórnarlömb mansals.
Eigendum staðanna fannst hún
raunar hafa farið svo langt fram úr
sér að þeir hafa ákveðið að stefna
henni fyrir meiðyrði. En í stað þess
að draga orð sín til baka þá
gaf Björk í, ef eitthvað var,
í fréttum Stöðvar 2 fyrir
helgi.
Samkvæm sjálfri sér
„Þessar konur eru
ekki að spjalla við
mennina því að þær
tala hvorki íslensku né ensku. Þetta
er bara kynlífsþjónusta og það er
vændi,“ sagði Björk. Fólki getur sýnst
sitt um þessi viðhorf Bjarkar, en hún
er þó ærleg og dregur ekki í land
þegar að henni er sótt. Menn vita
hvar þeir hafa hana, gæti
einhver sagt.
Ósammála rektorar
Rektorar Háskóla Ís-
lands og Háskólans í
Reykjavík eru ósammála
um það hvort skynsam-
legt sé að sam-
eina skólana
tvo. Það
þarf ekki
að koma
á óvart.
Annars
vegar talar þar Kristín Ingólfsdóttir,
rektor stærri skólans, sem sér líklega
fram á að verða þá vænlegasti kandí-
datinn í rektorsstöðu hins sameinaða
risaskóla, og hins vegar Ari Kristinn
Jónsson, rektor smærri skólans, sem
gæti óttast að missa
spón úr sínum aski ef
skyndilega yrði bara
einn rektor yfir báð-
um einingum. Best
væri að fá almennilega
úttekt á kostunum
og göllunum áður en
lengra er haldið.
stigur@frettabladid.is