Fréttablaðið - 22.07.2013, Side 8

Fréttablaðið - 22.07.2013, Side 8
22. júlí 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 www.volkswagen.is Nýr Golf kostar frá 3.540.000 kr. Komdu og reynsluaktu bíl ársins Golf Trendline, 1.4 TSI, beinskiptur, 122 hestöfl. Nýr Golf. Evrópu- og heimsmeistari Volkswagen Golf var kosinn bíll ársins í Evrópu 2013 á bílasýningunni í Genf og 66 bílablaðamenn hvaðanæva að útnefndu hann bíl ársins í heiminum á bílasýningunni í New York. RÚSSLAND Bandaríski uppljóstrar- inn Edward Snowden hefur nú setið fastur á flugvellinum í Moskvu í mánuð, án vegabréfs. Hann er engan veginn sá eini sem lent hefur í slíkum aðstæðum en ástæður þess eru reyndar margvís- legar. Sumir hafa týnt skilríkjum sínum, aðrir eru að mótmæla og enn aðrir hafa enga ástæðu gefið. Í tilviki Snowdens var það ákvörðun bandarískra stjórnvalda að ógilda vegabréf hans sem varð til þess að hann komst ekki lengra, eftir að hafa ferðast til Moskvu frá Hong Kong þann 23. júní. Snowden virðist hafa ætlað sér að fara áfram til Kúbu og bíða þar þangað til hann fengi pólitískt hæli, annaðhvort þar eða í öðru ríki. Hann hefur nú sótt um hæli í Rúss- landi til bráðabirgða, þangað til hann fær inni annars staðar. Fái hann hæli í Rússlandi getur hann farið út fyrir flugvöllinn og ferðast um landið en Vladimír Pútín forseti hefur sagt að á meðan hann sé í Rússlandi muni Rússar ekki leyfa honum að leka fleiri upplýs- ingum sem gætu verið skaðlegar fyrir Bandaríkin. gudsteinn@frettabladid.is Fleiri en Snowden fastir á flugvöllum Íranskur flóttamaður hafðist við í átján ár á flugstöð í París. Fleiri hafa þurft að hírast mánuðum saman á flugvöllum. © GRAPHIC NEWSMyndir: Associated Press Íranskur flóttamaður dvaldist í heil átján ár í flugstöðinni á Charles de Gaulle-flugvellinum í París. Hann hafði týnt skilríkjum sínum. Hann yfirgaf loks flugstöðina árið 2006 þegar hann þurfti að fara á sjúkrahús. Árið eftir fór hann í skýli fyrir heimilislaust fólk í París. Árið 2004 varð saga hans efniviður í kvikmyndina Flugstöðin, sem Tom Hanks lék aðahlutverk í. Hún flúði frá Íran ásamt syni sínu og dóttur eftir að eiginmaður hennar var tekinn af lífi í írönsku fangelsi. Hún bjó á Sjeremetsjevó-flugvellinum í Moskvu í tíu mánuði áður en hún fékk hæli í Kanada árið 2007. Japanskur ferðamaður hafðist við á Benito Juarez-flugvellinum í Mexíkóborg í nærri fjóra mánuði árið 2008. Þetta gerði hann sjálfviljugur og hefur aldrei gefið upp ástæðuna. Í desember 2008 fór hann loks burt í fylgd japanskrar konu. Kínverskur aðgerðasinni dvaldist á Narita-flugvellinum í Tókýó í þrjá mánuði árið 2010 eftir að honum hafði verið neitað um að ferðast aftur til Kína. Hann fékk á endanum leyfi til að fara til Shanghaí, en var settur í stofufangelsi við komuna þangað. Keníamaður reyndi að komast til Bretlands árið 2004 á vegabréfi, sem ætlað er breskum ríkisborgurum búsettum utan Bretlands. Honum var neitað og var sendur aftur til Kenía. Þar dvaldi hann í þrettán mánuði á Naíróbí-flugvelli í mótmælaskyni og fékk á endanum fullgildan breskan ríkisborgararétt. Uppljóstrarinn hefur verið fastur á flugvellinum í Moskvu frá 23. júní, eftir að Bandaríkjastjórn ógilti vegabréf hans. Honum hefur verið boðið hæli í Bólivíu, Níkaragva og Venesúela og hefur sótt um bráðabirgðahæli í Rússlandi. Mehran Karimi Nasseri Zahra Kamalfar og fjölskylda hennar Hiroshi Nohara Feng Zhenghu Sanjay Shah Edward Snowden BRETLAND Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hefur hvatt netþjónustufyrirtæki til þess að vinna harðar að því að útrýma barna- klámi af veraldarvefnum. Cameron sagði jafn- framt að hann mundi íhuga að herða lögin, bregðist fyrirtækin ekki við þessari beiðni. „Sem stjórnmálamaður og foreldri hef ég áhyggjur af þessari þróun. Við eigum öll smá sök í því að segja að allt sé leyfilegt á veraldar- vefnum og að það sé ekkert við því að gera. En það eiga að vera til lög um það sem birtist á vefnum,“ sagði Cameron í sjónvarpsviðtali á BBC á sunnudaginn. Forsætisráðherrann sagði að leitarvélar eins og Google og Yahoo þyrftu að taka meiri ábyrgð á því efni sem finna má hjá leitar- vélunum. „Það er mikilvægt að fyrirtæki af þessari stærðargráðu sýni samfélagslega ábyrgð,“ bætti Cameron enn fremur við. Hann hrósaði þó netfyrirtækjunum fyrir að hafa lokað algjörlega á viss leitarorð á þráð- lausu interneti til þess að koma í veg fyrir að börn gætu komist í gróft myndefni á stöðum eins og kaffihúsum og veitingastöðum. - ka David Cameron vill að netþjónustufyrirtækin taki enn meiri ábyrgð og íhugar að breyta lögum: Cameron vill útrýma barnaklámi af netinu HVETUR TIL ÁTAKS Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, vill útrýma barnaklámi af veraldarvefnum. LÖGREGLUMÁL Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum aðfara- nótt sunnudags en maður hafði verið sleginn í andlitið. Var hann fluttur með lögreglubíl á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar en talið er að hann hafi nefbrotnað. Maðurinn var í svo annarlegu ástandi að starfsfólk slysadeildar- innar gat með engu móti aðstoð- að hann. Var hann því vistaður í fangageymslu lögreglunnar þar til ástand hans skánaði. - ka Ein líkamsárás um helgina: Nefbrotnaði við hnefahögg SVÍÞJÓÐ 22 ára gömul kona var skotin til bana á lestarstöð í Umeå í Svíþjóð í gærmorgun. Konan var flutt lífshættulega slösuð á Norrlands-sjúkrahúsið þar sem hún lést af sárum sínum. Fjölmörg vitni voru að skotárás- inni. „Við heyrðum skothvell og eftir 2-3 sekúndur birtist kona hinum megin við lestarteinana sem hrópaði á hjálp. Hún gekk fimm metra og féll svo í jörðina,“ sagði Eric Örnkloo í samtali við Aftonbladet. Tveir menn, 26 og 28 ára, voru handteknir vegna morðsins í gær. Þeir eru taldir þekkja konuna. - ka 22 ára kona myrt í Svíþjóð: Skotin til bana á lestarstöð ATVINNUMÁL Fyrirtækið Arna ehf. mun hefja vinnslu á mjólk í Bolungarvík í næsta mánuði. „Við munum fyrst í stað fram- leiða drykkjarmjólk, rjóma og ab-mjólk,“ segir Hálfdán Óskars- son, mjólkurfræðingur og einn af eigendunum. „Síðan bætast við bragðbættar sýrðar mjólkur- afurðir eins og jógúrt og skyr í ágúst eða september. Allar vörur Örnu ehf. eru laktósafríar og henta því fólki sem hefur mjólkuróþol en jafn- framt öðrum þeim sem vilja mjólk án laktósa.“ Í fyrstu verður mjólkinni dreift á Vestfjörðum en síðan er stefnt að sölu um allt land. - jse Mjólkurvinnsla fyrir vestan: Ný mjólk fyrir fólk með óþol SLYS Erlendur ferðamaður veikt- ist í göngu á Fimmvörðuhálsi klukkan rúmlega þrjú í gær. Var konan flutt af björgunar- sveitarmönnum niður af hálsin- um og þar beið hennar sjúkrabíll. Konan var svo flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Hvols- velli á Landspítalann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar fann konan fyrir verk fyrir brjósti. - mlþ Erlend kona veiktist á göngu Flutt með þyrlu frá Hvolsvelli FANN VERK Í BRJÓSTI Þyrla Landhelg- isgæslunnar sótti konu á Fimmvörðu- háls í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON RANNSÓKN Þjóðverjar eru frjáls- legastir allra þjóða á sólarströnd- um samkvæmt rannsókn sem var gerð af ferðavefnum Expedia. Rannsókninni var ætlað að kort- leggja strandhegðun ferðafólks. Könnunin náði til ferðamanna víða að og sýndu niðurstöður að 17 prósent þýskra ferðamanna hafa striplast á stöndum en Frakkar eru hins vegar ólíklegastir til að gera slíkt hið sama. - hva Ólík strandmenning þjóða: Þjóðverjar helst naktir á strönd Nokkrir flugvallarbúar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.