Fréttablaðið - 22.07.2013, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 22.07.2013, Blaðsíða 15
Húsgagnaverslunin Patti opnaði nýja verslun á Bíldshöfða 18 þann 22. júní síðastliðinn, en verslunin var áður staðsett í Duggu- vogi. Patti sérhæfir sig í sérsmíðuðum sófum. „Það virðist sem orðið „sér- smíði“ hafi einhvers konar fælingar- mátt, fólk heldur að það þýði að hluturinn sé þá fokdýr, en það er ekki endilega raunin. Viðskiptavinir velja einfaldlega hvernig sófinn á að vera og það kostar ekkert meira,“ útskýrir Gunnar Baldursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. ÚTLIT, ÁKLÆÐI OG STÆRÐ Patti framleiðir hátt í þrjátíu módel af sófum en hvert módel getur verið sófasett, hornsófi, tungusófi eða stakur sófi. Fólk kemur og velur útlit, stærð og áklæði. „Við erum í rauninni með 900 möguleika á samsetningum. Til dæmis er hægt að velja á milli allt að sex armategunda á sumum sófunum,“ segir Gunnar. „Svo erum við með yfir 3.000 tegundir af áklæðum, þar á meðal hátt í 1.000 tegundir af leðri. Svo erum við með Aqua clean-efni sem er nýtt hjá okkur, en það efni er mjög auðvelt að þrífa. Rauðvín, jarðarber og meira að segja kúlupenni næst úr bara með köldu vatni.“ Verðið á sófanum fer mikið eftir því hvaða áklæði er valið. SÓFI SEM SMELLPASSAR Viðskiptavinir eru fyrirtæki, einstaklingar og opinberir aðilar. „Við sérútfærum gjarnan fyrir viðkomandi aðila,“ segir Gunnar. „Við breytum ekki endilega útliti sófans en stundum þarf að stytta sófana eða lengja, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.“ Hann tekur sem dæmi hornsófa sem er upprunalega 2,20 m á hvorn veg en al- gengt er að annar armurinn sé styttur vegna plássleysis en hinn hugsanlega lengdur á móti. „Þannig er hægt að fá sófa sem smellpassar í rýmið.“ Gunnar bendir fólki á að koma og skoða úrvalið í versluninni, en þar er hægt að sjá fimmtíu uppsett sófasett. „Öll módelin eru til sýnis,“ segir hann. „Fólk getur svo sniðið sófana eftir eigin höfði.“ DRAUMASÓFARNIR PATTI KYNNIR Húsgagnaverslunin Patti selur sérsmíðaða sófa sem viðskipta- vinurinn setur sjálfur saman úr módelum og áklæðum sem Patti býður upp á. GLÆNÝ VERSLUN Patti húsgögn opnuðu nýja verslun á Bílds- höfða 18 í júní. MYND/VALGARÐUR ÝMSAR STÆRÐIR OG GERÐIR Gunnar Baldursson framkvæmdastjóri mælir með að fólk líti við í versluninni og skoði úrvalið. MYND/VALGARÐUR MÖGULEIKAR ÁLS Skráning er hafin á ráðstefnu 13Al+ sem haldin verður 28. ágúst. Þar verður rædd núverandi staða og framtíðarmöguleikar sem felast í frekari framleiðslu á áli á Íslandi. SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.