Fréttablaðið - 22.07.2013, Side 16

Fréttablaðið - 22.07.2013, Side 16
FÓLK| FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Bergrún Mist hefur mikinn áhuga á innanhúshönnun og öllu sem henni tilheyrir. Hún er dugleg að breyta til í herberginu sínu en hún telur sig vera haldna einhvers konar innréttingar áráttu. „Ég er ekki með neinn sérstakan stíl en fyrir tilviljun eru öll húsgögnin mín svört og úr Ikea. Ég veit ekki hvernig það gerðist en til þess að lífga upp á þá finnst mér gaman að skreyta öll þessi svörtu húsgögn með fylgihlutum í öllum regnbogans litum,“ segir Bergrún. Það skemmtilegasta sem hún veit er að fara í Ikea með vinkonunum og skoða og fá hugmyndir. „Við skoðum innréttuðu herbergin en þaðan er hægt að fá margar góðar hugmyndir. Ég skoða líka mikið Tumblr og tískublogg til þess að fá innblástur. Svo kaupi ég auðvitað líka þá hluti sem mér finnst flottir og kem þeim fyrir á fallegum stað,“ útskýrir Bergrún. „Ég breyti herberginu mínu meira en heilbrigt gæti talist. Þessar breytingar felast í reglulegri endurröðun á hús- gögnum og á hlutunum í hillunum eða jafnvel í því að kaupa eitthvað nýtt í þær. Ég hef ekki verið mikið að búa til hluti sjálf en ég gerði eina mynd sem hefur fengið að hanga uppi hjá mér í nokkur ár og er mjög ánægð með hana,“ segir Bergrún. Spurð að því hverju hana dreymir um að bæta við í herbergið sitt segist hún fá valkvíða en dettur þó í hug Kartell Ghost-stóllinn eftir hönnuðinn Philippe Stark. „Sá stóll er klassísk hönnun og þrátt fyrir að vera ekkert það áberandi og glær þá gerir hann mjög mikið fyrir hvaða umhverfi sem er,“ segir Bergrún. „Draumaheimilið verð ég að segja að sé staðsett í New York þar sem veggir nir eru úr múrsteinum og allar innréttingarnar mjög nýtískulegar en samt hlýlegar,“ segir Bergrún. Bergrún er nýútskrifuð úr Verzlunar- skóla Íslands. „Í sumar er ég í þremur vinnum. Á daginn er ég í skólagörð- unum í Kópavogi og með því tek ég kvöldvaktir til skiptis í Sambíóunum og Lifandi markaði. Það er nóg að gera en þrátt fyrir allt þetta er ég enn þá bara að bíða eftir sólinni.“ Í haust er planið að vinna fram í nóvember og fara svo til Kaliforníu í Bandaríkjunum að njóta lífs- ins með vinkonu. ■ gunnhildur@365.is GETUR EKKI HÆTT AÐ BREYTA TIL ALLTAF AÐ ENDURRAÐA Bergrún Mist er ung stúlka sem hefur lagt mikla vinnu í herbergið sitt. Innblásturinn fær hún frá Tumblr, tískubloggum og Ikea. NOTAR LITINA Bergrún skreytir svörtu húsgögnin með litríkum fylgihlutum. MYND/ARNÞÓR KAUPIR MEST Í IKEA Þegar Bergrún gerir sér glaðan dag fer hún að skoða Ikea með vinkonu. MYND/ARNÞÓR Goodwin Festival of Speed er árleg hátíð sem haldin er í Vestur-Sussex-héraði á Englandi og snýst um hraðskreiða bíla. Allt frá árinu 1997 hefur Gerry Judah hannað nýjan skúlptúr fyrir hverja hátíð. Í ár var komið að Porsche 911-bifreiðinni en svo vill til að tegundin heldur upp á fimmtíu ára afmæli í ár. Skúlptúrinn í ár minnir helst á þrjár þotur sem þjóta til himins með reykský á eftir sér. Í verkið notaði Judah þrjár 35 metra langar stálplötur en á enda hverrar þeirra festi hann bíl af gerðinni Porsche 911. Bílarnir þrír eru frá ólíkum tímabilum og hylla þannig sögu Porsche. Allt verkið í heild vegur 22 tonn en þess má geta að hver stálstöng mjókkar eftir því sem neðar dregur og neðsti hlutinn er það mjór að venjulegur maður nær utan um súluna með höndunum. SKÚLPTÚR ÚR PORSCHE 911 Hönnuðurinn Gerry Judah hannar á hverju ári skúlptúr til heiðurs einni bíla- tegund á hátíðinni The Goodwood Festival of Speed. UPP Í LOFT Bílarnir þrír virðast þjóta af krafti beint upp í loft. 50% afsláttur af gegnheilum harðviðarhúsgögnum frá Míru ÚTSALA Kíktu við í Heimilisprýði í Hallarmúla eða á www.mira.is Opið: Mánudagar-föstudagar frá kl. 10 til 18 Laugardagar: frá kl. 11 til 16 Sunnudagar: lokað  Sími 553 8177 Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.