Fréttablaðið - 22.07.2013, Qupperneq 38
22. júlí 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 26
App sem
þú þarft
Nýtt í spjaldtölvuna og snjallsímann
Nú er komið app fyrir Fréttablaðið:
Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjall-
símann með nýja Fréttablaðsappinu. Nú er hægt að
nálgast Fréttablaðið hvar sem er, á hverjum morgni.
Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play eða í App store
og náðu í appið.
„Ég er mjög ánægður með það efni
sem er búið að taka upp. Þetta verk-
efni er búið að þróast í smá tíma
og fljótlega munum við deila þessu
með fólki,“ segir Barði Jóhannsson,
sem er betur þekktur sem Barði í
Bang Gang, um samstarf sitt og JB
Dunckel, annars forsprakka hljóm-
sveitarinnar Air.
Saman hafa þeir stofnað hljóm-
sveitina Starwalker en mikil dulúð
hefur fylgt þessu verkefni og segir
Barði að þeir vilji sem minnst segja
þar til í lok sumars.
„Við höfum verið að halda þessu
meira fyrir vini okkar á meðan við
erum að vinna í þessu.“
Þeir félagar hafa verið að vinna
að tónlist saman með hléum í
nokkurn tíma og að sögn Barða má
eiga von á stuttskífu og myndbandi
frá þeim á næstu misserum.
Stofnuð hefur verið Facebook-
síða hljómsveitarinnar þar sem
hægt er að sjá nokkra sekúndna
klippu frá hljómsveitinni.
Brot úr tónlistarmyndbandi með
hljómsveitinni er síðan væntanlegt
í lok sumars.
Hljómsveitin Air nýtur mikilla
vinsælda um allan heim en hljóm-
sveitin spilaði í Laugardalshöll árið
2007. Önnur breiðskífa hennar,
Moon Safari, fór á topp vinsældar-
lista en einnig samdi hljómsveitin
tónlistina fyrir mynd Sofiu
Coppola, The Virgins Suicides.
- hó
Stofnar hljómsveitina
Starwalker með meðlimi Air
Mikil dulúð yfi r verkefni þeirra Barða í Bang Gang og JB Dunckel.
STARWALKER
Þeir Barði
Jóhanns-
son og JB
Dunckel eru
hljómsveitin
Starwalker.
„Þegar ég sá þessar græjur
hugsaði ég með mér að ég yrði
hreinlega að fá að nota þær,“
segir tónlistarmaðurinn Davíð
Berndsen, sem um þessar mundir
vinnur að gerð nýrrar plötu ásamt
Sveinbirni Thorarensen, öllu
þekktari undir listamanns nafninu
Hermigervill.
Davíð var nýverið í Hollandi þar
sem hann komst í kynni við heima-
mann sem hafði keypt græjur úr
upptökustúdíói þýsku rafhljóm-
sveitarinnar Kraftwerks. Það varð
úr að Davíð fékk leyfi til þess að
nota græjurnar við upptökur á
eigin efni. „Sveinbjörn bjó í Ant-
werpen og hann tók bara fyrstu
lest yfir og við fórum strax að
vinna í efninu,“ segir Davíð. Þeir
félagar luku við titillag plötunnar
og ber lagið heitið Planet Earth.
„Þarna fengum við loksins þetta
„sound“ sem við vorum að leita að
og er lagið undir miklum áhrifum
frá Kraftwerk,“ bætir Davíð við.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
tvíeykið starfar saman en Svein-
björn var Davíð innan handar
við gerð plötunnar Lover in
the Dark sem kom út árið 2009.
Platan sem nú er í undirbúningi
kemur með haustinu en titil-
lagið, Planet Earth, fer í spilun
á næstu dögum. Hann segir
þá félaga deila gríðarlegum
áhuga á gömlum græjum líkt og
þeirri sem var í eigu Kraftwerk.
„Tónlistin sem við gerum er undir
miklum áhrifum eitís-tónlistar og
við erum aðallega að nota svona
gamlar græjur. Við eyðum nánast
öllum laununum okkar í að kaupa
svona gamalt drasl,“ segir Davíð
hress að lokum. -ka
Komust í klikkaðar græjur frá Kraft werk
Berndsen og Hermigervill vinna að gerð nýrrar plötu en titillagið var unnið með græjum frá Kraft werk.
KOMUST Í FEITT Þeir Berndsen og
Hermigervill vinna að nýrri plötu. Titillag
hennar er tekið upp með græjum sem
áður voru í eigu Kraftwerk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„IAMNOBODI er að gera góða hluti
þessa dagana með lagið
BDKMV Refix feat. The Clubcasa
Chamber Orchestra. Þetta hressir,
kætir og kemur vikunni af stað.“
Benedikt Freyr Jónsson, tónlistarmaður og
verkefnastjóri.
MÁNUDAGSLAGIÐ
„Síðustu þrjár, fjórar vikur er
gjörsamlega allt búið að vera á
hvolfi hjá okkur. Það er eiginlega
bara ekkert laust sæti í sólina,“
segir Inga Birna Ragnarsdóttir,
framkvæmdastjóri sölu- og
markaðs sviðs hjá Wow air.
Íslendingar víða um land
hafa vafalaust ergt sig á heldur
dræmu sumri það sem af er.
Voru sólskinsstundir í Reykja-
vík í júnímánuði aðeins 121,7,
eða 40 stundum undir meðallagi,
og hefur ekki verið álíka sólar-
lítið í Reykjavík frá árinu 1995.
Inga Birna segir að sölufulltrúar
Wow air hafi vel fundið fyrir
gremju viðskiptavinanna vegna
veðurfarsins og að mikil aukn-
ing hafi verið í bókunum. Þá sé
nánast fullt í hvert einasta flug
til Barcelona, Alicante og Mílanó.
„Þetta er orðið þannig að við erum
í rauninni að markaðssetja London
og Kaupmannahöfn sem sólar-
landaferðir, enda er alveg hægt að
komast á strendur þar.“ Hún segir
þetta þó ekkert skrýtið. „Maður
vaknar á hverjum morgni í roki
og rigningu. Þetta hefur auðvitað
áhrif á skapgerðina.“
Undir þetta tekur Svana Emilía
Kristinsdóttir hjá Heimsferðum.
„Það er gjörsamlega allt upp-
bókað hjá okkur. Það er hreinlega
slegist um það ef einhver sæti
koma inn. Það losnuðu fimm
sæti til Krítar og þau voru farin
á korteri.“ Hún segir að marg-
ir þeirra sem hringja inn hafi
leitað á fjölda ferðaskrifstofa en
að nánast allt sé uppbókað. „Fólk
er orðið pirrað og ég skil það vel.
Veðrið er ömurlegt. Hjá Heims-
ferðum er kannski laust eitt og
eitt sæti á stangli en annars er í
rauninni ekkert að fá fyrr en um
miðjan ágúst.“
kristjana@frettabladid.is
Sólarlandaferðirnar
nánast uppseldar
Íslendingar fl ykkjast til útlanda og hafa sölufulltrúar ferðaskrifstofanna varla
undan við bókanir. Allar utanlandsferðir eru uppseldar hjá Heimsferðum.
Blaðamaður hafði samband við fjölda sólbaðsstofa á höfuðborgarsvæðinu
og fékk alls staðar að heyra að ásóknin hefði verið mjög góð í sumar. „Ég
get allavega ekki kvartað,“ sagði eigandi sólbaðsstofu í Kópavogi þegar
hann var spurður út í vinsældir ljósabekkjanna.
Nóg að gera hjá sólbaðsstofunum
VEÐRINU UM
AÐ KENNA
Gríðarleg aukning
hefur verið í
bókunum hjá
íslenskum ferða-
skrifstofum í
sumar. Inga Birna
Ragnarsdóttir hjá
Wow air segir að
ferðaskrifstofan
markaðssetji nú
London og Kaup-
mannahöfn sem
sólarlandaferðir.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM